Lífið

Lara Croft aftur á hvíta tjaldið

Þriðja Tomb Raider-myndin er í undirbúningi. "Við erum mjög spennt fyrir því að vekja aftur til lífsins kvikmyndaröð sem er nú þegar orðin gríðarlega vinsæl,“ sagði framleiðandinn Graham King. Ekki hefur verið ákveðið hver mun leikstýra nýju myndinni og hver fer með aðalhlutverkið.

Lífið

Bieber er brandarakall

Justin Bieber fór illa með gítarleikara sinn, Dan Kanter, á Twitter á mánudaginn en Bieber stal lykilorði Kanters og þóttist tilkynna aðdáendum sínum að hann væri hættur að spila undir hjá söngvaranum unga.

Lífið

Charlie í beinni á hlaupabrettinu

Leikarinn Charlie Sheen, 45 ára, var óvenju hress í beinni útsendingu heima hjá sér á hlaupabrettinu að spjalla við stjórnendur útvarpsþáttar í Kaliforníu þar sem leikarinn bað meðal annars leikarann Jon Cryer, fyrrum samstarfsfélaga sinn í sjónvarpsþættinum Two And A Half Men, 50% afsökunar því hann hraunaði yfir Jon á netinu af því að hann hafði ekki samband við sig eftir að hann var rekinn síðasta mánudag. Í meðfylgjandi myndskeiði má hlusta á viðtalið við Charlie og horfa á stjórnendur útvarpsþáttarins spalla við leikarann.

Lífið

Dýrkar varir Perry

Russell Brand fer fögrum orðum um varir eiginkonu sinnar í nýlegu viðtali. Leikarinn breski giftist söngkonunni Katy Perry í október á síðasta ári og lætur hafa eftir sér að þegar hann kyssi varir Perry sé eins og hann fari í gegnum göng að öðrum heimi.

Lífið

Listasafnið víkur fyrir Hörpu

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin að hluta til í Hörpunni í haust. Samningur þess efnis var nýlega undirritaður. Stærstu tónleikar hátíðarinnar verða í Hörpunni, sem gerir það að verkum að Listasafn Reykavíkur, Hafnarhúsið, verður ekki á meðal tónleikastaða í ár. Þrír salir verða notaðir í Hörpunni sem taka á bilinu 250 til 1.500 manns, allir í stæði. Með því að færa sig í yfir í Hörpuna vonast framkvæmdastjórinn Grímur Atlason til að Airwaves-hátíðin geti tekið á móti um sex þúsund manns í stað fimm þúsund eins og verið hefur.

Lífið

Stallone stýrir ekki Expendables 2

Sylvester Stallone og félagar slógu í gegn með hasarmyndinni The Expendables í fyrra og framhaldsmynd er á teikniborðinu. Þær fregnir berast nú frá Hollywood að Stallone ætli sjálfum sér ekki jafn stórt hlutverk við gerð framhaldsmyndarinnar og þeirrar fyrri; hann leiti nú að öðrum leikstjóra. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs leikstjóra.

Lífið

Ekta Suðurríkjasæla

Segja má að ósvíkin Suðurríkjastemning muni ríkja á veitingastað Perlunnar í næstu viku, þegar matar- og menningarhátíðin Food and Fun verður haldin.

Matur

Geimsteinn haslar sér völl í hipphoppinu

"Ég er búinn að fá grænt ljós frá Geimsteini,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti. Gauti hyggst senda frá sér fyrstu plötuna sína í maí og segir að um sumargrip sé að ræða. Hann hefur verið áberandi í hipphopp-senunni undanfarin misseri og söng meðal annars með Erpi Eyvindarsyni í laginu Elskum þessar mellur í fyrra.

Lífið

Kona Stiegs Larsson til Íslands

„Ég myndi telja að hún hafi margt áhugavert fram að færa. Við hlökkum til að taka á móti henni,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir hjá Norræna húsinu. Eva Gabrielsson, fyrrverandi sambýliskona sænska metsöluhöfundarins sáluga Stiegs Larsson, kemur hingað til lands á höfundakvöld í maí á vegum Norræna hússins í samstarfi við bókaforlagið Bjart.

Lífið

Henriksen aftur á Dilli

Veitingastaðurinn Dill hefur skapað sér góðan orðstír fyrir nýnorræna matargerð. Nú hafa eigendur staðarins fengið til liðs við sig danskan matreiðslumann sem vann Food and Fun keppnina fyrir tveimur árum.

Matur

Góðar hugmyndir vakna

Sjávarkjallarinn tekur þátt í Food and Fun sem hefst í næstu viku og fær líkt og aðrir veitingastaðir til sín góðan gestakokk.

Matur

Járnfrúin á Silfrinu

Gestakokkurinn sem mætir til leiks á veitingastaðnum Silfri í næstu viku er enginn annar en sjálf Járnfrúin Celina Tio úr sjónvarpsþáttunum Iron Chef. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Matur

Stórskotalið í dómarasætum

Dómarar á Food & Fun eru frægir matreiðslumenn frá Bandaríkjunum, Noregi og Rússlandi, sem margir hverjir hafa tekið þátt í Food & Fun hérlendis áður, annaðhvort sem dómarar eða keppendur.

Matur

Hátíðin hefur sannað sig og fest rætur

Matarhátíðin Food and Fun verður haldin í tíunda skipti í Reykjavík dagana níunda til þrettánda mars og verður með veglegasta móti í tilefni afmælisins. Fjöldi nafntogaðra erlendra matreiðslumanna mun sækja landið heim og glæða borgina lífi.

Matur

Fjölskylduvæn stefna á Nítjándu

Veitingastaðurinn Nítjánda, á 19. hæð Turnsins að Smáratorgi 3 í Kópavogi, hefur skipað sér í fremstu röð veitingahúsa landsins. Staðurinn heldur úti fjölskyldustefnu sem miðar að því að foreldrar og börn njóti sín til hins ýtrasta.

Matur

Keppendur úr Bocuse d'Or á Food and Fun

Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d'Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni.

Matur

Taílenskur Fiskmarkaður

Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn.

Matur

Charlie gjörsamlega búinn að missa það

Leikarinn Charlie Sheen, sem var í dag formlega rekinn úr sjónvarpsþættinum Two and a Half Men eftir allt bílífið, bullar og ruglar núna í beinni á netinu. Meðfylgjandi má sjá hann tala við félaga sinn í síma á sama tíma og hann reykir og drekkur. Eins og myndbandið sýnir er leikarinn gjörsamlega búinn að missa það. Hann neitar að sýna hvað hann drekkur því hann fær ekki borgað fyrir það og sýgur meðal annars sígarettuna í gegnum nefið á milli þess sem hann segir eintóma þvælu.

Lífið

Ýkt sætir hátíðargestir

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gestum rétt áður en Íslensku tónlistarverðlaunin hófust en hátíðin fer fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Eins og myndirnar sýna voru hátíðargestir ýkt sætir.

Lífið