Manchester og Hafnarfjörður Trausti Júlíusson skrifar 27. ágúst 2011 11:00 Ruddinn - I Need A Vacation. Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Mest lesið Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Lífið Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist Lífið „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Lífið Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“ Lífið Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Menning „Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér“ Lífið Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Eignaðist alvöru pungsa með alvöru pungsa Lífið Fleiri fréttir Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Alien Romulus: Ungmenna Alien May December: Seint koma sumir en koma þó Sjá meira
Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum.
Mest lesið Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Lífið Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist Lífið „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Lífið Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“ Lífið Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Menning „Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér“ Lífið Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Eignaðist alvöru pungsa með alvöru pungsa Lífið Fleiri fréttir Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Alien Romulus: Ungmenna Alien May December: Seint koma sumir en koma þó Sjá meira