Lífið

Marc Jacobs notaði of ungar fyrirsætur

Tíska Fatahönnuðurinn Marc Jacobs gerðist sekur um að nota of ungar fyrirsætur á sýningum sínum á tískuvikunni í New York. Félag fatahönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, gaf út ákveðnar reglur fyrir tískuvikuna þar sem hönnuðum var gert að ráða aðeins fyrirsætur sem höfðu náð 16 ára aldri. The New York Times fletti hins vegar ofan af því að tvær fyrirsætur í sýningum Marcs Jacobs á nýafstaðinni tískuviku höfðu verið einungis 15 ára gamlar.

Tíska og hönnun

Húmor gegn ótta við tannlækna

Bjartsýni, jákvætt hugarfar og húmor er talið draga úr áhyggjum og streitu einstaklinga sem óttast tannlæknaheimsóknir, samkvæmt nýrri rannsókn. Einnig getur spjall á léttum nótum við starfsfólk tannlæknastofa dreift huganum og skapað þægilegt andrúmsloft.

Lífið

Gunnar snýr aftur

Leikarinn Gunnar Hansson hóf störf á ný í Borgarleikhúsinu í vikunni, eftir fjögurra ára fjarveru. Gunnar fer með hlutverk í sýningunni Svar við bréfi Helgu, sem er byggt á samnefndri metsöluból eftir Bergsvein Birgisson.

Lífið

Þykir vænst um fyrstu Edduna

Ragna Fossberg á heiðurinn af útliti og gervi ótal þjóðþekktra persóna sem birst hafa íslensku þjóðinni í sjónvarpi og kvikmyndum síðustu áratugi.

Lífið

Hasarfull helgi með spennuívafi

Nýjasta mynd leikstjórans Stevens Soderbergh, Haywire, verður frumsýnd á morgun. Myndin fjallar um málaliðann Mallroy Kane sem vinnur ýmis verkefni sem yfirvöld loka augunum fyrir þar sem þau geta ekki heimilað þau, en vilja að þau séu unnin. Þegar Kane er svikin þarf hún að elta uppi þá sem sviku hana og fá þá til að segja sannleikann til að bjarga lífi sínu og fjölskyldu sinnar.

Lífið

Blunderbluss frá White

Fyrsta sólóplata Jacks White, fyrrum forsprakka The White Stripes, nefnist Blunderbluss og kemur út 24. apríl. Fyrsta smáskífulagið, Love Interruption, er komið út en þar syngur White dúett með söngkonunni Ruby Amanfu sem fæddist í Gana en býr í Nashville. Lagið er lágstemmt og undir áhrifum sveitatónlistar.

Lífið

Antonio Banderas leikur Picasso

Spænski leikarinn Antonio Banderas leikur Pablo Picasso í nýrri kvikmynd um listmálarann. Myndin ber nafnið 33 Days og er leikstýrt af spænska leikstjóranum Carlos Saura. Hún fjallar um tímabilið þegar Picasso málaði málverkið Guernica árið 1937. Hún mun einnig fjalla um samband listmálarans við frönsku listakonuna Doru Maar.

Lífið

Fyrsta plata Gildrunnar í fimmtán ár

Gildran frá Mosfellsbæ ætlar að gefa út sína fyrstu plötu með nýjum lögum í fimmtán ár í haust. Tvö ár eru liðin síðan hljómsveitin gaf út lagið Blátt, blátt sem var samið við texta rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur.

Lífið

Tilboð sem þau gátu ekki hafnað

"Við fengum einfaldlega tilboð sem við gátum ekki hafnað,“ segir Birgir Þórarinsson einn meðlima hljómsveitarinnar GusGus en tískurisinn Bulgari fær sveitina til Mílanó til að halda uppi fjörinu á tískuvikunni.

Lífið

Járnkonan Halldóra lýsir Formúlu eitt

"Þetta er rosalega spennandi, enda taka sex fyrrverandi heimsmeistarar þátt á þessu keppnistímabili,“ segir Halldóra Matthíasdóttir en hún, ásamt Rúnari Jónssyni, tekur við sem stjórnandi Formúlunnar á Stöð 2 Sport frá og með vorinu. Þau munu taka við af Gunnlaugi Rögnvaldssyni sem hefur séð um Formúluna hjá 365 síðan árið 2008.

Lífið

Slaufur fyrir stelpur og mottulausa

Fjórar stúlkur í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa útbúið slaufur sem líkjast yfirvaraskeggi og selja til styrktar átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Slaufurnar hafa slegið í gegn og þær íhuga nú að ráða saumakonu til að anna eftirspurn.

Lífið

Adele sýndi fingurinn í þakkarræðunni

Bresku tónlistarverðlaunin voru afhent í London á þriðjudagskvöldið og var rauða dreglinum rúllað út í tilefni kvöldsins. Eins og búist var við fór söngkonan Adele heim með tvenn verðlaun á hátíðinni við mikla lukku.

Lífið

Bieber sýnir ljósmyndir

Justin Bieber ætlar að gefa út ljósmyndabók með alls konar myndum úr einkasafni sínu. Popparinn gaf út ævisögu sína fyrir ekki svo löngu en vill núna feta nýjar slóðir.

Lífið

Minningartónleikar til heiðurs Biogen í kvöld

Í kvöld verða haldnir minningartónleikar til heiðurs tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni, Bjössa Biogen, sem lést í fyrra. Tónleikarnir verða haldnir á vegum Möller Records í samstarfi við Extreme Chill, Weirdcore og Muhaha Records. Þeir hefjast klukkan 20 á Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda og standa til lokunar í kvöld.

Lífið

Adele í Burberry

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá söngkonuna Adele í svörtum Burberry síðkjól á Brit verðlaunahátíðinni síðustu helgi þar sem hún sankaði að sér verðlaunum. Eins og sjá má fer kjóllinn Adele ótrúlega vel.

Lífið

Kim tjaslar upp á tásurnar

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian hefur nóg að gera ef marka má myndirnar sem teknar vor af henni í vikunni. Eins og sjá má í myndasafni lét hún taka tærnar á sér í gegn og verslaði. Að vanda voru kvikmyndatökumenn á eftir henni að mynda erilsamt líf hennar fyrir raunveruleikaþátt Kardashian fjölskyldunnar. Kim nýtti tímann og talaði í símann á meðan tærnar voru snyrtar.

Lífið

The Artist talin sigurstranglegust

Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood.

Lífið

Stórstjarna með koddann sinn

Fergie, söngkona hljómsveitarinnar The Black Eyed Peas, var klædd í svart með hatt á höfði, sólgleraugu á nefinu og koddann sinn meðferðis þegar hún flaug til Los Angeles í gær. Þá má einnig sjá Fergie í Rio de Janeiro í síðustu viku í myndasafni.

Lífið

Aniston fær eigin stjörnu

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára, fékk eigin stjörnu á Hollywood Walk of Fame götunni í gærdag. Eins og sjá má var Jennifer glæsileg við tilefnið klædd í Chanel Cruise kjól. Skoða má leikkonuna í myndasafni.

Lífið

Tölvuleikir frekar en bíó

Gary Oldman óttast að tölvuleikir séu að verða vinsælli en kvikmyndir. „Við búum í öðruvísi heimi núna. Krakkarnir mínir geta horft á kvikmynd í iPhone, sem mér finnst alveg hræðilegt að hugsa sér. En þetta er ný kynslóð sem er að vaxa úr grasi,“ sagði leikarinn sem er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Tinker Tailor Soldier Spy.

Lífið

Útgáfa "The Family Corleone“ kærð

Kvikmyndaverið Paramount Pictures hefur kært Anthony Puzo, son rithöfundarins Mario Puzo, til að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar um Guðföðurinn, „The Family Corleone“. Kvikmyndaverið heldur því fram að það hafi keypt höfundarréttinn á skáldsögu Puzo um Guðföðurinn árið 1969 og að aðeins hafi verið samþykkt að gefa út eina framhaldssögu, „The Godfather Returns“ sem kom út árið 2004. Að sögn kvikmyndaversins er tilgangur kærunnar að „vernda heilindi og orðspor þríleiksins um Guðföðurinn“.

Lífið

Andri á Norðurlöndunum

Þáttaröðin Andri á flandri, þar sem fylgst var með útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni flakka um landið á húsbíl, hefur verið seld til sænskra, danskra og norskra sjónvarpsstöðva.

Lífið

Klikkaður kjóll vægast sagt

Breska leikkonan Kate Beckinsale, 38 ára, var stórglæsileg í ljósbláum síðkjól eftir Vivienne Westwood. Eins og sjá má var Kate stórglæsileg með hárið uppsett og Bochic eyrnalokka. Þá má einnig sjá eiginmann leikkonunnar, Len Wiseman, í myndasafni.

Lífið

Fær barnabætur eins og aðrir

Viktoría krónprinsessa af Svíþjóð og Daníel prins, eiginmaður Viktoríu, fá hefðbundnar barnabætur frá sænsku tryggingastofnuninni þegar barn þeirra er komið í heiminn hvort sem þau vilja það eða ekki.

Lífið