Lífið

Hera Björk ekki nýr Páll Óskar

"Ég mun sjá um að kasta boltanum á milli en ég er ekki að fara að verða nýr Páll Óskar, enda reynir það held ég ekki nokkur lifandi maður,“ segir Hera Björk um nýjan Eurovision-þátt sem er væntanlegur á RÚV 21. apríl.

Lífið

Ólöglegt Eurovision-lag

Textinn við lagið Facebook Uh, Oh, Oh, framlag San Marínó til Eurovision-söngvakeppninnar í ár, stenst ekki reglur keppninnar.

Lífið

Fallbyssufóður óskast

Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum.

Gagnrýni

Frumsýna nýja Kronkron-línu og halda happdrætti

Á fimmtudaginn verður slegið til veislu í versluninni Kronkron við Laugaveg þar sem ný vor- og sumarlína merkisins Kron by Kronkron verður til sýnis. Veislan er einnig haldin í tilefni af HönnunarMars sem er að sigla af stað og nær hámarki um helgina. Verslunin mun skarta sínu fegursta og auk nýju línunnar verða sýndar ljósmyndir eftir Sögu Sig sem hún tók fyrir línuna.

Tíska og hönnun

Bryan Ferry til Íslands

Hvítasunnudaginn 27. maí mun Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, koma hingað til lands ásamt hljómsveit og halda tónleika í Hörpu. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og munu þeir marka upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans.

Tónlist

Flýr ágenga ljósmyndara

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 39 ára, var klædd í svarta stórglæsilega Louis Vuitton dragt í teiti á vegum hönnuðarins Marc Jacobs á tískuvikunni í París á dögunum. Þá var Gwyneth mynduð í gær fyrir utan veitingahús í Lundúnum. Eins og sjá má í myndasafni reyndi hún allt hvað hún gat til að koma í veg fyrir að vera mynduð.

Lífið

Góðir dómar í Noregi

Íslenska myndin Eldfjall fær góða dóma í Noregi en Dagbladet gefur myndinni fjóra af sex mögulegum. Sömuleiðis er gagnrýnandi útvarpsstöðvarinnar P3 hrifinn af Rúnari Rúnarssyni leikstjóra myndarinnar og segir hann hafa einstakan hæfileika.

Lífið

Brad Pitt vinnur að góðgerðarmálum

Leikarinn Brad Pitt átti góða stund með sjónvarpsþáttastjörnunni Ellen DeGeneres og eiginkonu hennar, leikkonunni Portia de Rossi í New Orleans á dögunum er þau fóru út að borða saman.

Lífið

Í fyrsta sinn á fjalirnar

Kate Winslet ætlar að stíga á fjalirnar í fyrsta sinn í leikritinu Skylight á móti Bill Nighy. Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði um að Winslet taki að sér hlutverkið og búist er við að hún skrifi undir á næstunni. "Hún elskar þetta leikrit og hefur mikinn áhuga á að leika í því," sagði heimildarmaður. Verkið er eftir David Hare og var sýnt í Borgarleikhúsinu 1998 undir heitinu Ofanljós.

Lífið

Fjörugt og fyndið en líka tragískt

Sérlega skemmtileg uppfærsla þar sem saman fer fagur söngur og skemmtileg leikstjórn. Á vissan hátt er hún tímamótaviðburður í tónlistarlífinu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður sér alvöru óperusýningu á Íslandi. Í húsi með réttum hljómburði fyrir slíka sýningu og á sæmilega stóru sviði. Í samanburðinum var Töfraflautan í haust bara upphitun. Ég held að við getum öll verið stolt af árangrinum.

Gagnrýni

Tínir ekki upp óhreina sokka forsetans

Forsetafrúin Michelle Obama, 48 ára, mætti í sjónvarpsþátt David Letterman á mánudaginn var. Þá mætti hún einnig í þátt Ellenar DeGeners þar sem Ellen spurði hana hvort hún tíndi upp skítuga sokka af eiginmanninum. "Nei, nei. Hann tínir þá sjálfur upp. Hann heldur því fram að hann sé duglegur að taka til en ég minni hann á að það er fólk sem aðstoðar hann við þetta. Það er hreinlega fólkið,“ sagði Michelle. Þá má sjá hana taka nokkrar armbeygjur með Ellen.

Lífið

Stebbi og Eyfi á stjá

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru lagðir stað í tónleikaferð um landið til að fylgja eftir plötunni Fleiri notalegar ábreiður sem kom út í fyrra.

Lífið

Ummi gefur út Bergmálið

Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson sendir á morgun frá sér smáskífulagið Bergmálið. Það verður að finna á annarri plötu listamannsins sem kemur út seinna á þessu ári.

Tónlist

Hrím opnar í Reykjavík

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hönnunarhúsið Hrím opnaði verslun á Laugaveginum í Reykjavík en verslunin, sem leggur áherslu á innlenda og erlenda hönnun, hefur hingað til verið starfrækt í Hofi á Akureyri...

Lífið

Ömmusýning í Bretlandi

Heimildarmyndin Grandma Lo-Fi var sýnd í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Sýningin var á kvikmyndahátíðinni Flatpack Festival í borginni Birmingham.

Lífið

Mikið álag á vef Vodafone þegar myndbandið var frumsýnt

„Nei, hann hrundi nú ekki en það þurfti að loka honum í smá stund til að setja efnið inn á hann,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone. Frumsýna átti Eurovision-myndbandið við lagið Never Forget á vefsíðu félagsins klukkan tólf í dag en það gekk ekki nógu vel þar sem ekki var hægt að komast inn á vefinn vegna álags.

Lífið

Missir ekki stjórn á skapi sínu

Leikkonan Julia Roberts, 44 ára, mætti í svartri dragt á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Mirror Mirror í Hollywood um helgina. "Ég missi ekki oft stjórn á skapi mínu. Það gerist nánast aldrei. Ég lít alltaf jákvæðum augum á allt sem verður á vegi mínum,“ lét Julia hafa eftir sér. Skoða má myndir af Julíu í myndasafni.

Lífið

Söng í fyrsta sinn í Las Vegas

„Ég var með risatónleika í Las Vegas,“ segir Geir Ólafsson, sem söng með 25 manna hljómsveit vinar síns Dons Randi í borginni í síðasta mánuði.

Tónlist

Ittala skoðar íslenska hönnuði

DesignMatch er haldin í Norræna húsinu í þriðja sinn þann 23. mars. Sýningin er haldin í tengslum við HönnunarMars og í ár taka nokkur stærstu hönnunarhús Norðurlandanna þátt í henni.

Tíska og hönnun