Fallbyssufóður óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. mars 2012 20:00 Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus. Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus.
Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira