Lífið

Frank stofnar plötuútgáfu

Frank Black, söngvari Pixies, hefur sett á fót eigin plötuútgáfu, sem fengið hefur nafnið The Bureau. Black, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með Pixies, segir að hann muni gefa út eigin tónlist hjá útgáfufyrirtækinu auk þess sem stefnan sé að uppgötva nýja og spennandi listamenn.

Tónlist

Snemma beygist krókurinn - Allt um Ben Stiller

Ben Stiller hefur tekist, þrátt fyrir að vera fremur lágvaxinn og ó-kvikmyndalegur í útliti, að verða ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Taugaveiklaðar og seinheppnar persónur eru sérfag Stiller, sem fékk leikarabakteríuna í vöggugjöf.

Lífið

Morrissey kærir NME

Sérvitringurinn og snillingurinn Morrissey hefur kært tímaritið NME vegna viðtals sem lætur hann líta út fyrir að vera rasisti. Málið verður tekið fyrir hjá breskum dómstólum á næsta ári.

Harmageddon

Spilist hátt

Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth.

Gagnrýni

Leikarabörn frumsýna

Stúdentaleikhúsið frumsýnir leikritið Hreinn umfram allt í leikstjórn Þorsteins Bachmann í Norðurpólnum á morgun. Um er að ræða íslenska útgáfu The Importance of Being Earnest eftir Oscar Wilde.

Lífið

Listakona tekur gamla stóla með sér heim af djamminu

Elísabet Olka myndlistarkona hélt sína fyrstu einkasýningu í Kaupmannahöfn um helgina og vakti mikla athygli. Elísabet hefur verið búsett í Danmörku í fimm ár og segir það auðveldara fyrir listamenn að koma heim og sýna ef þeir hafa þegar fengið viðurkenning ytra.

Lífið

Gulrótarsafi sem segir sex

Skafið gulræturnar og flysjið rauðrófuna. Setjið grænmetið í grænmetispressu ásamt engiferrótinni og hunanginu og þeytið þar til safinn rennur úr því...

Lífið

Justice skiptir um gír

Franska dúóið Justice sló í gegn með fyrstu plötunni sinni, Cross, árið 2007. Nú er plata númer tvö komin út, Audio Video Disco.

Tónlist

Natalie orðin ritstjóri í Berlín

"Ég kann mjög vel við mig í Berlín enda suðupottur af alls konar fólki og menningu,“ segir Natalie G. Gunnarsdóttir plötusnúður, sem nýlega tók við starfi ritstjóra tónlistar hjá þýska blaðinu Honk Magazine. Natalie flutti út í byrjun sumars og getur ekki hugsað sér betri stað til að vera á.

Lífið

Bauð hótelstarfsfólki á tónleika

Rapparinn Kanye West bauð á dögunum öllu starfsfólki Mercer-hótelsins í New York á fyrstu tónleikana í tónleikaferð sem fylgir eftir plötunni Watch the Throne.

Lífið

Breytir röddinni fyrir Skyfall

Það er ekki tekið út með sældinni að vera nýjasta Bond-stúlkan. Samkvæmt breska götublaðinu Daily Star hafa framleiðendur Skyfall, nýjustu Bond-myndarinnar, farið þess á leit við Naomie Harris að hún breyti rödd sinni. Harris á að leika hina goðsagnakenndu Miss Moneypenny og í stað þess að sitja við skrifborð sitt og bjóða James Bond velkominn á fund M með daðrandi athugasemdum á hún að vera fær leyniþjónustukona sem starfar á vettvangi dagsins.

Lífið

Harry prins í stelpubann

Harry Bretaprins er þessa dagana staddur í Bandaríkjunum þar sem hann lýkur við menntun sína sem þyrluflugmaður hjá hernum. Þar sem æfingabúðirnar eru í Kaliforníu hefur prinsinn eytt frítíma sínum í bænum Gila Bend og eytt nóttunum með stúlkum bæjarins.

Lífið

George Clooney er skítsama

George Clooney er ein skærasta kvikmyndastjarna heims í dag og gerir um það bil það sem hann vill. Hann frumsýndi nýlega myndina The Ides of March, sem er gæluverkefni hans og kostaði ekki mikið. „Hún er ekki fyrir alla, en mér er skítsama,“ sagði Clooney í viðtali við Rolling Stone. „Ég þarf ekki meiri frægð og við skutum hana fyrir tólf milljónir dala. Þannig að allt sem við gerum er fínt.“

Lífið

Ný plata frá Lanegan

Mark Lanegan, sá mikli snillingur og söngvari hljómsveitarinnar sálugu Screaming Trees, sendir frá sér plötu í febrúar undir nafni Mark Lanegan Band.

Harmageddon

13,6 kg léttari

Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, hefur misst 13,6 kg síðan hún eignaðist tvíburana Roc og Roe í apríl á þessu ári, ef marka má forsíðuviðtalið við hana í tímaritinu Us Weekly...

Lífið

Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti

"Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles.

Tónlist

Adele nær fullum bata eftir aðgerðina

Breska söngkonan Adele nær sér að fullu eftir aðgerð sem hún gekkst undir á raddböndum. Söngkonan hefur verið í vandræðum með röddina um hríð en í haust var ástandið orðið svo slæmt að hún þurfti að fresta öllum tónleikum út árið og fara í aðgerð til að bjarga ferlinum.

Lífið

Samstarfið ber ávöxt

Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna.

Harmageddon

Upp á yfirborðið

Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld.

Harmageddon