Lífið

Kasólétt sjónvarpsstjarna

How I Met Your Mother leikkonan, Alyson Hannigan var mynduð kasólétt fyrir utan spítala í vikunni en nú styttist í fæðingu barns hennar og eiginmannsins, Alexis Denisof Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni er Alyson kasólétt.

Lífið

Geislandi mamma Beyonce

Beyonce Knowles og unnusti hennar Jay-Z mættu í útgáfuhóf hjá Ericu Reid höfund bókarinnar The Thriving Child í gær. Eins og sjá má í myndasafni geislaði af nýbökuðum foreldrunum. Þá má einnig sjá X Factor dómarann L.A. Reid en hann er eiginmaður höfundarins Ericu.

Lífið

Mikil aðsókn á Skjaldborg

"Það er greinilegt að hátíðin er að festa sig í sessi,“ segir Tinna Ottesen, einn aðstandenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fer fram dagana 25.-28. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem kvikmyndaáhugamenn flykkjast til Patreksfjarðar um hvítasunnuhelgina. Hátíðinni hefur borist metfjöldi umsókna í ár en dagskráin sjálf skýrist á næstu dögum. Tinna segist fagna auknum áhuga á heimildarmyndagerð á Íslandi.

Menning

Jennifer Love Hewitt sumarleg og sæt

Leikkonan, Jennifer Love Hewitt var brosandi og hress þegar ljósmyndarar smelltu nokkrum myndum af henni í New York í gær. Jennifer var sumarleg með bera leggi í háum hælum, fagurbláu pilsi og með hnút í hári.

Lífið

Síðustu dagar Nasa

Eins og kunnugt er styttist í að tónleikastaðurinn vinsæli Nasa við Austurvöll loki dyrum sínum í hinsta sinn. Tónlistarfólk landsins kveður staðinn flest með trega og hafa Gusgus-liðar lýst sambandi sínu við Nasa sem ástarsambandi. Gusgus mun halda tvenna kveðjutónleika á staðnum um næstu helgi og þá mun Skálmöld spila þar á miðvikudaginn kemur.

Lífið

Sofia Vergara á lausu

Leikkonan Sofia Vergara, 39 ára, er hætt með unnusta sínum til tveggja ára, Nick Loeb. Slúðurheimurinn vestan hafs heldur því fram að parið hafi rifist stöðugt og hætt saman annan hvern dag...

Lífið

Vilhjálmur og Kate kíktu út

Vilhjálmur prins og Kate Middleton sáust yfirgefa veitingarstað í London í gærkvöldi en þau eyddu kvöldinu með góðum vinum. Að vanda var Kate glæsileg í alla staði og að þessu sinni klæddist hún hvítu sem ætlar að verða vinsæll litur þetta sumarið.

Lífið

Barist í blokk

Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins.

Gagnrýni

Svalur Johnny Depp

Leikarinn Johnny Depp gekk hröðum skrefum ásamt fylgdarliði með kúrekahatt og sólgleraugu eins og sjá má á myndunum þegar hann yfirgaf sjónvarpsstöð í Hollywood...

Lífið

Jakob Frímann endurkjörinn

Jakob Frímann Magnússon hefur verið endurkjörinn formaður Félags tónskálda og textahöfunda, FTT, til næstu tveggja ára. Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins sem var haldinn í Hörpu.

Lífið

Opnun í Ásmundarsafni

Frábært veður og stemning var í Ásmundarsafni við Sigtún þegar þar var opnuð sýningin Inn í kviku sem sýnir mörg af dramtískustu og erótískustu verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar...

Menning

Ættleiddur sonur Theron

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, heldur á syni sínum Jackson á LAX flugvellinum í Los Angeles á mánudaginn. Hún ættleiddi drenginn sem er algjört krútt eins og sjá má í myndasafni...

Lífið

Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar

Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001.

Tónlist

Eurovision hópurinn heldur til Aserbaídsjan

"Við förum út næsta laugardag og fyrsta æfing er strax á sunnudaginn,“ segir Eurovision farinn Greta Salóme Stefánsdóttir sem undirbýr sig nú undir ferðina stóru til Baku með restinni af Eurovision hópnum.

Lífið

Eva Longoria spilar golf

Leikkonan Eva Longoria, 37 ára, sveiflaði golfkylfinnu í gær í Lakeside Golf klúbbnum í Toluca Lake eins og sjá má í myndasafni....

Lífið

Skarsgård ekki á föstu

Alexander Skarsgåard var nýverið orðaður við leikkonuna Charlize Theron en sjálfur segist hann vera laus og liðugur.

Lífið

Glæsileg Chelsea Clinton

Dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna, Chelsea Clinton, 32 ára, var klædd í eldrauðan síðkjól með hárið uppsett þegar hún mætti á rauða dregilinn ásamt eiginmanni sínum Marc Mezvinsky. Eins og sjá má var Chelsea stórglæsileg. Þá má einnig sjá fleiri myndir af henni í myndasafni.

Lífið

Fersk og óvænt plata

Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu. Hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum.

Gagnrýni

Hljómskálanum troðið í Hörpu

„Þetta leggst mjög vel í mig. Eina vandamálið er hvernig við eigum að troða Hljómskálanum inn í Hörpuna. Það er verkfræðilegt úrlausnarmál en við hugsum í lausnum,“ segir Bragi Valdimar Skúlason.

Lífið