Eurovision hópurinn heldur til Aserbaídsjan 9. maí 2012 07:00 Greta og Eurovision hópurinn verða í Baku í tvær vikur og fljúga heim örfáum klukkutímum eftir að aðalkeppninni lýkur. „Við förum út næsta laugardag og fyrsta æfing er strax á sunnudaginn," segir Eurovision farinn Greta Salóme Stefánsdóttir sem undirbýr sig nú undir ferðina stóru til Baku með restinni af Eurovision hópnum. Alls er um 20 manna hópur sem heldur utan á laugardaginn og verður í Aserbaídsjan fram yfir keppni og varla mínútu lengur. „Sökum tímamismunarins hefst keppnin á miðnætti að staðartíma og við eigum flug klukkan átta morguninn eftir. Ef við komum til með að komast áfram í aðalkeppnina má því segja að við munum syngja og fljúga svo strax burt," segir Greta sem er ánægð með þau viðbrögð sem lagið Never Forget hefur verið að fá um alla Evrópu, enda varla annað hægt. Sænska framlagið trónir á toppi flestallra veðbanka nú tveim vikum fyrir keppni, en ströng barátta er um sætin þar á eftir. Ísland og Ítalía berjast nú um annað sætið í kosningu á síðunni ESC Today og Ísland endaði í öðru sæti, með Serbíu fast á hæla sér, í kosningu á síðunni ESC stats. Nánasta fjölskylda Gretu kemur til með að fylgja henni til Baku og Elvar Þór Karlsson, kærastinn hennar, kemur viku á eftir þeim. „Hann er á fullu að undirbúa opnun nýju Boot Camp stöðvarinnar í Elliðarárdalnum, en hann er að reka Crossfit stöðina sem verður þar inní," segir Greta. Það er því mikið álag á heimili þeirra þessa dagana, en í ofanálagi er Greta að útskrifast með master í tónlist frá Listaháskólanum nú í vor og þarf að verja ritgerðina sína viku eftir heimkomu. Þau skötuhjúin eiga þó bókaða þriggja vikna ferð til Mallorca í júlí þar sem verður slakað á. Kjóllinn sem Greta mun klæðast á sviðinu í Baku hefur fengið mikla athygli og aðspurð hvernig hún hafi farið að því að pakka 70 metrum af silki ofaní tösku segir hún smá misskilning hafa átt sér stað þar. „Kjóllinn er úr 7 metrum að silki en ekki 70," segir hún og hlær. Hópurinn er allur vel stemdur og tilbúinn að leggja í hann. „Þetta er frábær hópur og ég er svo þakklát fyrir hann. Við erum mjög róleg og við ætlum bara að gera okkar besta, restin verður svo bara að koma í ljós," segir Greta spennt í röddu. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
„Við förum út næsta laugardag og fyrsta æfing er strax á sunnudaginn," segir Eurovision farinn Greta Salóme Stefánsdóttir sem undirbýr sig nú undir ferðina stóru til Baku með restinni af Eurovision hópnum. Alls er um 20 manna hópur sem heldur utan á laugardaginn og verður í Aserbaídsjan fram yfir keppni og varla mínútu lengur. „Sökum tímamismunarins hefst keppnin á miðnætti að staðartíma og við eigum flug klukkan átta morguninn eftir. Ef við komum til með að komast áfram í aðalkeppnina má því segja að við munum syngja og fljúga svo strax burt," segir Greta sem er ánægð með þau viðbrögð sem lagið Never Forget hefur verið að fá um alla Evrópu, enda varla annað hægt. Sænska framlagið trónir á toppi flestallra veðbanka nú tveim vikum fyrir keppni, en ströng barátta er um sætin þar á eftir. Ísland og Ítalía berjast nú um annað sætið í kosningu á síðunni ESC Today og Ísland endaði í öðru sæti, með Serbíu fast á hæla sér, í kosningu á síðunni ESC stats. Nánasta fjölskylda Gretu kemur til með að fylgja henni til Baku og Elvar Þór Karlsson, kærastinn hennar, kemur viku á eftir þeim. „Hann er á fullu að undirbúa opnun nýju Boot Camp stöðvarinnar í Elliðarárdalnum, en hann er að reka Crossfit stöðina sem verður þar inní," segir Greta. Það er því mikið álag á heimili þeirra þessa dagana, en í ofanálagi er Greta að útskrifast með master í tónlist frá Listaháskólanum nú í vor og þarf að verja ritgerðina sína viku eftir heimkomu. Þau skötuhjúin eiga þó bókaða þriggja vikna ferð til Mallorca í júlí þar sem verður slakað á. Kjóllinn sem Greta mun klæðast á sviðinu í Baku hefur fengið mikla athygli og aðspurð hvernig hún hafi farið að því að pakka 70 metrum af silki ofaní tösku segir hún smá misskilning hafa átt sér stað þar. „Kjóllinn er úr 7 metrum að silki en ekki 70," segir hún og hlær. Hópurinn er allur vel stemdur og tilbúinn að leggja í hann. „Þetta er frábær hópur og ég er svo þakklát fyrir hann. Við erum mjög róleg og við ætlum bara að gera okkar besta, restin verður svo bara að koma í ljós," segir Greta spennt í röddu. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning