Fersk og óvænt plata Trausti Júlíusson skrifar 8. maí 2012 11:00 Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu
Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira