Lífið

Mila Kunis líklegust

Talið verður að Mila Kunis, sem var nýlega kjörin kynþokkafyllsta kona heims, hreppi aðalhlutverkið í nýrri mynd byggðri á metsölubókinni Fimmtíu gráum skuggum.

Lífið

Fozzi í flugvélinni

Aðdáendur söngkonunnar Lady Gaga, sem tók við friðarverðlaunum úr hendi Yoko Ono í Hörpu í gær, veittu því athygli að hundur hennar, Fozzi, var hvergi sjáanlegur. Hermt er að Fozzi hafi þurft að dúsa um borð í einkaþotu söngkonunnar á Reykjavíkurflugvelli á meðan hún sinnti erindi sínu hér. Þrátt fyrir umleitan þess efnis hafi Lady Gaga ekki, frekar en aðrir, fengið að flytja með sér dýr inn til landsins án þess að það færi í einangrun.

Lífið

Bar af á rauða dreglinum

Leikkonan og fegurðardísin Naomi Watts bar vægast sagt af á rauða dreglinum í Madríd í vikunni á frumsýningu myndarinnar The Impossible. Watts klæddist einstaklega kvenlegum og fallegum hvítum kjól sem, var með þokkafullar krullur og rauðan varalit. Það má eiginlega segja að það hafi verið svolítill Marilyn Monroe stíll yfir henni.

Lífið

Danir hrifnir af Pabbanum

Einleikurinn Pabbinn eftir Bjarna Hauk Þórsson hefur hlotið mjög góð viðbrögð í Danmörku. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um hann og dagblöðin Politiken og Berlinske Tidende splæstu bæði á hann fjórum stjörnum.

Lífið

Veltir fyrir sér tilgangi vefmyndavéla

Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“

Menning

FIFA plötusnúður til Íslands

"Hann er alvöru hönk og frábær tónlistamaður í þokkabót,“ segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um Adrian Lux sem er væntanlegur til landsins í lok mánaðarins.

Lífið

Gera vikulega raunveruleikaþætti á You Tube

„Við ætlum að reyna að vera með þátt í hverri viku, vonandi getum við staðið við það,“ segir söngkonan Svala Björgvinsdóttir um nýja raunveruleikaþætti hljómsveitarinnar Steed Lord á vefmiðlinum You Tube.

Lífið

Bókin Rof kom fyrst út rafrænt

„Við sjáum alls staðar að rafbókavæðingin er að sækja á,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Bjarti og Veröld. Glæpasaga Ragnars Jónassonar, Rof, er komin í sölu sem raf- og hljóðbók þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að koma út í hinni hefðbundnu prentuðu útgáfu. Þetta sætir tíðindum hjá svona stóru forlagi en hingað til hafa bækur komið fyrst út, og jafnvel eingöngu út, í rafrænu formi hjá smærri útgáfufélögum.

Lífið

1.700 hundruð manns í Viðey

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Yoko Ono sem mætti ásamt fylgdarliði út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni í sjötta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu voru tæplega 1700 manns viðstaddir athöfnina.

Lífið

Kate Middleton gaf Reese sængurgjöf

Hertogynjan Kate Middleton er hjartahlý með eindæmum og sendi sængurgjöf til leikkonunnar Reese Witherspoon þegar hún eignaðist soninn Tennessee James fyrr í mánuðinum.

Lífið

Glæsilegir gestir Yoko Ono í Hörpu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í dag þegar Yoko Ono afhenti fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum / LENNONONO GRANT FOR PEACE. Um er að ræða viðurkenningu sem veitt er annað hvert ár í Reykjavík og er þetta í fjórða sinn sem athöfnin fer fram hér á landi.

Lífið

Afslöppuð þrátt fyrir kynþokkann

Leikkonan Mila Kunis, 29 ára, kynþokkafyllsta núlifandi konan í öllum heiminum að mati tímaritsins Esquire var afslöppuð klædd í gráar í jogging-buxum ásamt kærastanum, leikaranum Ashton Kutcher, 34 ára.

Lífið

Margrét Gnarr æfir eins og skepna

Dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík, Margrét Edda Gnarr, komst ekki á verðlaunapall á IFBB heismeistarmótinu í fitness sem fram fór í Póllandi síðustu helgi. Nú er hún stödd í Madríd þar sem hún keppir í Arnold Classic keppninni næstu helgi...

Lífið

Skautað til sigurs

Clair Williams kom til Íslands fyrir tæpu ári til að starfa sem yfirþjálfari listskautadeildar Bjarnarins.

Lífið

Pæjur á pólómóti

Fræga og fallega fólkið kom saman á Clicquot Polo Classic á dögunum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið lagt upp úr því að klæðast rétta dressinu á rauða dreglinum.

Lífið

Kynferðislegar langanir Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hikar ekki við að segja í meðfylgjandi myndbandi hvað henni þykir kynferðislega óaðlaðandi í fari karlmanna. Myndbandið var tekið af Kim í miðri myndatöku fyrir tímaritið Tatler. Hún segir meðal annars að slæmar tennur, neglur og stór eyru hafi áhrif á löngun hennar á karlmönnum.

Lífið

Klæddu þig eins og Taylor Swift

Athygli vakti að Taylor Swift var ekki jafn kvenleg til fara og oft áður þegar sást til hennar í London í vikunni. Söngkonan sem er þekkt fyrir sinn dömulega stíl var klæddi í húðlitaðar þröngar buxur, sléttbotna skó og köflótta skyrtu. Við dressið bar hún klassíska fallega tösku úr brúnu leðri en nýji stíllinn fór henni óneitanlega vel.

Tíska og hönnun

Orðrómurinn staðfestur

Þá er orðrómurinn staðfestur. Robert Pattinson og Kristen Stewart eru tekin saman á ný. People Magazine hefur það nú eftir nokkrum heimildarmönnum og nákomnum vinum fyrrverandi Twilight parsins að það sé tekið saman á ný. Parið hittist í Los Angeles í síðasta mánuði til að ræða málin eftir framhjáhald Stewart með leikstjóranum Rupert Sanders. Virðist parið hafa fundið ástina á ný og í kjölfarið ákvað Pattinson að hætta við að selja heimili þeirra eins og hann hafði ákveðið.

Lífið