Lífið

Verst hermönnum

Leikkonurnar Hailee Steinfeld og Olivia Wilde fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd sem ber titilinn The Keeping Room. Myndin gerist á tímum borgarastríðsins í Bandaríkjunum og segir frá tveimur systrum sem reyna að verja heimili sitt gegn árásum hermanna. Leikkonan Nicole Beharie úr Shame fer einnig með hlutverk í myndinni.

Lífið

Vill Scott með sér í lið

Angelina Jolie og Brad Pitt ætla að ganga í það heilaga í nánustu framtíð en hafa lítið látið uppi um væntanlegt brúðkaup. Orðrómur er á sveimi um að hönnuðurinn L?Wren Scott gæti hannað brúðarkjól Jolie.

Lífið

Sluppu við storminn Sandy

Bandaríska hljómsveitin Blouse vann samkeppni á vegum Reyka Vodka og hlaut að launum flugmiða á Iceland Airwaves-hátíðina. Blouse frá Oregon í Bandaríkjunum spilar á Þýska barnum á föstudagskvöld á Airwaves-hátíðinni. Hljómsveitin vann, ásamt löndum sínum í Vacationer, samkeppni á vegum Reyka Vodka og hlaut að launum flugmiða til Íslands. Blouse spilar afslappað popp með rafrænum áhrifum sem minnir nokkuð á bresku sveitina The xx. Hljómsveitin er skipuð þeim Charlie Hilton, Patrick Adams, Jacob Portrait og Paul Ropber.

Lífið

Leikur veika konu

Búið er að ráða í helstu hlutverk kvikmyndarinnar „You're Not You“ sem byggð er á samnefndri skáldsögu.

Lífið

Hrollvekjur í gamni og alvöru

Í teiknimyndinni Hótel Transylvania býður Drakúla öllum helstu skrímslum heimsins í 118 ára afmæli dóttur sinnar, Mavis. Veislan er haldin á hóteli hans sem er sérstaklega fyrir skrímsli.

Menning

Raðirnar í símann

Miðbær Reykjavíkur er undirlagður Airwaves-tónleikahátíðinni þessa dagana, en hún hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Snjallsímaeigendur sem ætla sér að sækja hátíðina hafa á síðustu dögum margir sótt sér Airwaves-appið í símann sinn. Í appinu er meðal annars að finna svokallaða biðraðamyndavél þar sem streymt er í beinni útsendingu myndbandsupptökum á röðunum fyrir utan helstu tónleikastaðina. Þannig geta hátíðargestir fylgst með stöðu mála á öðrum stöðum og hagað málum sínum þannig að þeir losni við að eyða kvöldinu í að standa í röðum.

Lífið

Freebird frumsýnt

Vorlína fatamerkisins Freebird verður frumsýnd í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Línan er hönnuð af hjónunum Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Gunnarsdóttur í samstarfi við bandarískt fyrirtæki.

Lífið

Frumsýnd eftir áramót í Bandaríkjunum

Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum.

Menning

Jafnvægislist

Þetta myndband má segja að sé tónlistarvídeó, þó að það sé ekki popptónlist sem hljómi undir, heldur dramatísk og mislagræn tónlist/ hljóðrás, sem listamennirnir unnu í samstarfi við Örn Karlsson.

Gagnrýni

Mýkri Pollock-bræður

Hljómurinn er frekar hrár, Synthadelia er mjög lo-fi (low fidelity) útgáfa, en tónlistin kemst samt vel til skila. Þetta er ágæt plata frá útgáfu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Gagnrýni

Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður

Gullregn nefnist nýtt leikrit eftir Ragnar Bragason sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. Ragnar, sem er einn okkar þekktustu kvikmyndaleikstjóra, leikstýrir verkinu sjálfur og það liggur beinast við að hefja spjallið á því að spyrja hvað hafi eiginlega dregið hann frá kvikmyndavélunum og inn í leikhúsið.

Menning

Kátir tónlistarmenn

Myndin inniheldur viðtöl við meðlimi sveitarinnar sem klippt eru saman við eldri myndbrot sem þegar voru til af tónlistarmönnunum.

Tónlist

Hetjur í hálfa öld

Myndin er byggð á samnefndri bók finnsku skáldkonunnar Sofi Oksanen sem gerði garðinn frægan hér á landi þegar hún hvæsti á íslenskan blaðamann í viðtali fyrir tveimur árum.

Gagnrýni

Arnaldur slær met

Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi.

Lífið

Brjáluð hliðardagskrá

Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki.

Tónlist

Fjölskrúðugt indípopp

Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. Helsti styrkur hennar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum.

Gagnrýni

Sólbrúnn og sexí

Það voru ófáar stúlkurnar sem sneru sig úr hálsliðnum þegar Mad Men-hönkið Jon Hamm kom frá Havaí til Los Angeles á dögunum.

Lífið

Eru þau gift?

Leikaraparið Evan Rachel Wood og Jamie Bell röltu um LAX-flugvöll í Los Angeles á mánudaginn og tóku margir eftir því að þau virtust vera með giftingarhringa.

Lífið

Fáið ykkur herbergi

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og hennar heittelskaði, Scott Disick, voru ekkert að fela tilfinningar sínar í Miami í fyrradag.

Lífið

Þetta er magnað fyrirbæri

Verkið sem var tekið upp yfirnótt síðastliðið sumar er í formi myndbands þar sem áherslan er á endurfæðingu og sjálfstraust. "Konurnar sem taka þátt í verkinu verða að verum í vatninu. "Smátt og smátt hverfa þær frá áhorfandanum og inn í sinn eigin heim þar sem þær sameinast vatninu og uppgötva eigin styrkleika,“ segir Kitty.

Lífið

Bæ, bæ barnabumba!

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan Chantelle Houghton er staðráðin í því að losna við kílóin sem hún bætti á sig á meðgöngunni og er búin að ráða sér einkaþjálfara.

Lífið

Dreymir þig klúrt kynlíf?

Á einhverjum tímapunkti fá allir á broddinn í draumalandi. Burtséð frá því að vera klúrt næturævintýri geta eldheitar sýnir veitt þér áhugaverða innsýn í sálarlíf þitt. (Það er ástæða fyrir því að þetta skaust upp í kollinn á þér.) "Kynferðislegir draumar afhjúpa þrá þína og ótta,“ segir sérfræðingur í draumaráðgjöf, dr. Gillian Holloway, höfundur Erotic Dreams. "Undirmeðvitund þín notar þessar hráu, lostafullu aðstæður til að flokka tilfinningar sem þú horfist ekki í augu við dagsdaglega.“ Annað sem vert er að hafa í huga: Oft eru klúrustu senurnar ekki um kynlíf heldur "saklausar“ ímyndanir sem eru hlaðnar kynferðislegri þýðingu. Já, þetta er flókið – þess vegna höfum við krufið algengustu klúru draumana fyrir þig.

Lífið

Þarf eitthvað að ræða þennan kagga?

Kim Kardashian sjónvarpsstjarna, 31 árs, mætti í gærdag ásamt vini á bílasölu í Miami klædd í gyllt pils og skó í stíl. Það var ekki að spyrja að því þegar kom að bílnum sem hún hefur áhuga á að kaupa sér. Kerran, sem er af gerðinni Pagani Huayra, kostar litlar 254 milljónir íslenskar krónur.

Lífið

Sjóðheit með stóru S-i

Leikkonan Ashley Greene, 25 ára, er seiðandi á forsíðu desember´-heftist GQ tímaritsins. Þó að vetur sé genginn í garð er leikkonan sjóðheit og léttklædd í blaðinu. Burtséð frá því ræðir hún opinskátt um strákamálin sín í forsíðuviðtalinu en leikkonan hefur átt í töluverðum erfiðleikum með að finna þann eina rétta eftir að frægðarljós hennar byrjaði að skína. "Þegar ég er að deita karlmann sem segir við mig: "Ég vil alls ekki vera áberandi í fjölmiðlum með þér," en segir svo í næstu setningu: "Förum á Katana (vinsælt veitingahús sem frægir sækja) og fáum okkur að borða?" - þá veit ég hvað hann vill fá út úr sambandinu."

Lífið

Farin í meðferð

Nadya Suleman, sem oftast er kölluð áttburamamman, er farin í meðferð vegna fíkn í lyfseðilsskyldar pillur, þá sérstaklega Xanax.

Lífið

Hárskraut fyrir herramenn

Meðfylgjandi myndir voru teknar af herralínu Joao Pimenta á tískuvikunni í Brasilíu. Meðfylgjandi myndir voru teknar af herralínu Joao Pimenta á tískuvikunni í Brasilíu. Hárskrautið var áberandi. Gæti verið eitthvað fyrir íslenska karlmenn - eða hvað?

Lífið