Lífið

Skælbrosandi eftir sambandsslitin

Leik- og söngkonan Selena Gomez, 20 ára, sem sagði Justin Bieber upp í kjölfarið á sögusögnum um að hann hafi ekki látið Victoria´s Secret fyrisæturnar vera á árlegri undirfatasýningu undirfataframleiðandans á dögunum var kát þegar hún mætti í Glamour teiti uppá búin klædd í fallegan tvískiptan kjól.

Lífið

Hvaða maður er þetta Pippa?

Breska mærin Pippa Middleton, 29 ára, systir hertogaynjunniar Kate Middleton, var mynduð ásamt þrælmyndarlegum karlmanni á íþróttaviðuburði á dögunum.

Lífið

Óvinsæll í Atlanta

Söngvarinn Usher vakti óánægju fólks sem beið þess að kjósa í forsetakosningunum nærri borginni Atlanta. Usher fékk að fara fram fyrir röðina til þess að kjósa og tók að auki mynd af sér í kjörklefanum, sem er ólöglegt í Georgíufylki.

Lífið

Strákurinn kann að klæða sig!

Einn heitasti Hollywood leikarinn um þessar mundir Robert Pattinsonum er augljóslega búinn að átta sig á því að til þess að fanga athygli ljósmyndara á rauða dreglinum þarf að hann að leggja metnað í fatnað sinn því yfirleitt eru það fallegar leikkonur og síðkjólar sem stela senunni.

Tíska og hönnun

Þrekvirki um ást og illsku

Illska fjallar um ástarsamband Ómars Arnarsonar og Agnesar Lukauskas. Hún fjallar líka um ástarsamband Agnesar Lukauskas og nýnasistans Arnórs Þórðarsonar.

Gagnrýni

Aðeins Poppland greiðir tónlistarmönnum

Poppland er eini útvarpsþáttur Rásar 2 og um leið á Íslandi þar sem tónlistarmenn fá greitt fyrir að koma og spila. Fyrir spilamennsku í öðrum útvarpsþáttum á borð við Virka morgna á Rás 2 og hjá útvarpsstöðvum 365-miðla er aftur á móti ekkert greitt. "Það er sérstakt samkomulag við þá sem koma í Stúdíó 12 og við borgum fyrir það. Það hefur ekki alltaf verið þannig en við erum búin að gera það undanfarin tvö ár,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Popplandi á Rás 2. "Það voru fundnir peningar í það að borga þeim sem koma og spila í Stúdíói 12. Ef fólk mætir svo með gítar og spilar hjá Andra Frey og Gunnu Dís þá er ekki greitt

Tónlist

Hringferð tónlistarmanna

Hringferð tónlistarmanna Félagarnir Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson eru í hópi þeirra íslensku tónlistarmanna sem gefið hafa út plötur fyrir jólavertíðina.

Lífið

Enginn smá munur

I'm A Celebrity... Get Me Out Of Here! er sjónvarpsþáttur þar sem gamlar og oft á tíðum gleymdar stjörnur í Bretlandi keppa um hylli sjónvarpsáhorfenda. Poppstjarnan Limahl, 53 ára, úr hljómsveitinni Kajagogoo sem margir miðaldra Íslendingar ættu að kannast við mætti galvaskur í þáttinn. Það sem er gaman að sjá er að hann hefur lítið breyst nema kannski hárgreiðslan.

Lífið

Meiri metnað, takk!

Outside the Ring er fimmta sólóplata Friðriks Ómars og sú fyrsta sem er eingöngu með frumsömdu efni. Friðrik er afkastamikill og á að baki fjölmargar plötur sem flytjandi, bæði einn og í samstarfi við aðra, til dæmis Guðrúnu Gunnars, Jógvan og Regínu Ósk.

Gagnrýni

Gemmér nammi!

Í spilasal herra Litwaks láta tölvuleikjapersónurnar að stjórn spilaranna á opnunartíma, en eftir lokun sinna þær einkalífinu. Sumar fara á fund í stuðningsgrúppunni sinni og aðrar fara á barinn.

Gagnrýni

Tíu þúsund "læk"

Í tilefni þess að tíu þúsund „læk" eru komin á Facebook-síðu Skálmaldar hefur hún ákveðið að gefa dyggum aðdáendum sínum ýmsan varning sem tengist sveitinni. Stuttermabolir, geisladiskar og vínylplötur eru þar á meðal.

Lífið

Mikið af hryllilegu fólki sveik mig

X Factor-stjarnan Leona Lewis er yfirleitt mjög pen og kurteis en hún talar út í viðtali við The Independent. Í viðtalinu segir hún farir sínar ekki sléttar í bransanum.

Lífið

Barnið kemur í þessari viku

Leikarinn Chad Lowe á von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni Kim. Þau eru í óðaönn að undirbúa komu litla gleðigjafans og það er lítið um svefn á því heimili.

Lífið

Ég hef ekki sofið í tvo mánuði

Móðurhlutverkið tekur sinn toll á sjónvarpsstjörnuna Vanessu Lachey. Hún eignaðist soninn Camden með eiginmanni sínum Nick Lachey fyrir tveimur mánuðum og segist ekkert hafa sofið síðan.

Lífið

Vill fá frið

Aumingja Katie Holmes reynir allt til að falla inn í fjöldann og losna undan æstum ljósmyndurum sem fylgja henni hvert fótmál, en allt kemur fyrir ekki.

Lífið

Sú kann að pósa

Ofurfyrirsætan Tyra Banks kann svo sannarlega að sitja fyrir og láta mynda sig enda með áralanga reynslu af fyrirsætustörfum á bakinu.

Lífið

Fyrsta umhverfisvæna veitingahúsið á Íslandi

Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól í dag þegar veitingahúsið fékk afhenta umhverfisvottunina Svaninn. Veitingahúsið er það fyrsta á Íslandi sem fær slíka vottun. Nauthóll þurfti að gangast undir strangt ferli og uppfylla marga þætti til að öðlast vottun norræna Svansmerkisins.

Lífið

Þessi voru sjóðheit

Það verður seint sagt að Justin Bieber taki sig ekki vel út á rauða dreglinum eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þá má sjá fjölda annara stjarna ef myndbandið sem tekið var á árlegri Victoria´s Secret undirfatasýningu sem fram fór í New York á miðvikudaginn var.

Lífið

Vandamálið leyst

Það eru níu innstungur inni í skápnum og pláss fyrir hleðslutæki og snúrur. Skúffa er undir lykla og fleira og einnig hilla.

Tíska og hönnun

Fyrstu myndirnar eftir barnsburð

Leikkonan Megan Fox, 26 ára, og eiginmaður hennar, Brian Austin Green, sáust í fyrsta sinn eftir að þau eignuðust drenginn Noah 27. september síðastliðinn. Hjónin fengu sér að snæða á veitingahúsi í Los Angeles í fyrradag. Eins og sjá má kærðu þau sig ekki um að vera mynduð þegar þau yfirgáfu veitingastaðinn - skiljanlega!

Lífið

Sungu fyrir Bó

Prufur fyrir Jólastjörnuna 2012 voru haldnar á Hótel Hilton Nordica og má segja að dómnefndin standi frammi fyrir erfiðu vali. Keppendurnir tíu sem mættu í prufurnar voru valdir úr 500 innsendum myndböndum og voru allir mjög frambærilegir söngvarar og hver öðrum betri.

Tónlist

Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH

"Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram.

Tónlist

Framhjáhaldið greinilega gleymt

Robert Pattinson og Kristen Stewart voru stórglæsileg bæði tvö á rauða dreglinum í gær á frumsýningu myndarinnar Breaking Dawn - tvö sem fram fór í Los Angeles.

Lífið

Krakkinn sem hvarf

Þorgrímur Þráinsson er einn reyndasti barnabókahöfundur landsins, en yfir 20 barna- og unglingabækur hafa komið út eftir hann síðan 1989.

Gagnrýni

List þýðandans að vera ósýnilegur

List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld.

Menning