Lífið

Baksviðs í Dans dans dans

Sjónvarpsþátturinn Dans Dans Dans fer í beina útsendingu í kvöld á RÚV klukkan 20.30. Lífið kíkti á Korputorg fyrr í dag þar sem dansarar kvöldsins æfðu rútínur sínar af miklum móð.

Lífið

Ballið búið - hætt saman

Söngkonan Taylor Swift, 22 ára, og Conor Kennedy 18 ára, eru hætt saman. Samkvæmt tímaritinu Us Weekly sem skrifar um stjörnurnar í Hollywood ákváðu Taylor og Conor að fara sitthvora leið sökum fjarlægðar. Allir eru góðir vinir og í góðu jafnvægi þrátt fyrir sambandsslitin eins og stendur í tímaritinu.

Lífið

Fáránlegur metnaður

Poppfræðingurinn Dr. Gunni hefur ritað sögu íslenskrar dægurtónlistar í bókinni Stuð vors lands. „Ég veit ekki hvað ætti að vera meira töff en þetta,“ veltir Dr. Gunni fyrir sér um Stuð vors lands, spánnýja bók hans um sögu dægurtónlistar á Íslandi.

Lífið

Fólk hendir sér í dansinn

Dansviðburðurinn Lunch Beat hefur slegið rækilega í gegn frá því hann hóf göngu sína í ágúst. Dans Dansviðburðurinn Lunch Beat hefur slegið rækilega í gegn frá því hann var haldinn hér fyrst í tengslum við Reykjavík Dance Festival í lok ágúst. Hópur fólks sem starfar við danslist sér um að skipuleggja viðburðinn sem á upptök sín í Svíþjóð.

Lífið

Myndi skíttapa fyrir Nelson

„Mér finnst mjög gaman að mæta í tímana hans því hann er svo góður leiðbeinandi,“ segir Auður Ómarsdóttir, kærasta bardagakappans Gunnars Nelson. Þau kynntust í gegnum æfingarnar í Mjölni og hafa nú verið saman í um tíu mánuði.

Lífið

Samsæri innan tískubransans

Fataval Ann Romney fær enga athygli og enginn hönnuður vill þýðast hana. Öðru máli gildir um Michelle Obama, sem er í miklu uppáhaldi.

Lífið

Taumlaus gleði

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Pétur Blöndal blaðamaður og rithöfundur fagnaði útgáfu Limrubókarinnar. Í bókinni eru úrvalslimrur sem Pétur safnaði saman sem eru af hinum fjölbreytilegasta toga, svo sem gamanmálum, tvíræðni, pólitík og ljóðrænum stemningum.

Lífið

Sport Elítan: Hvað getur styrktarþjálfun gert fyrir þig?

Margir einstaklingar notast ekki við styrktarþjálfun og eru margar ástæður þar að baki. Sumum finnst það leiðinlegt á meðan aðrir einstaklingar vilja ekki verða massaðir. Ég tel að það sé hægt að finna leiðir sem hæfa öllum og að allir ættu að notast við styrktarþjálfun af einhverju tagi.

Heilsuvísir

Stuð er rétta orðið

Fjölmenni var í boði sem efnt var til í tilefni útgáfu bókarinnar „Sagan af huldufólkinu á eldfjallaeyjunni" semhaldið var í Máli og Menningu á Laugarvegi. Bókin er samstarfsverkefni mæðginanna Sigrúnar Elsu Smáradóttur sem skrifaði söguna og Smára Rúnars Róbertssonar sem myndskreytti.

Lífið

Sjónarhornssprengja í Japan

„Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Haukur S. Magnússon úr rokksveitinni Reykjavík!. „Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur verið á sviði með fimmtán síðhærðum japönskum stelpum að „headbanga“ við músíkina þína.“

Lífið

Ég er með bólur

Söngkonan Britney Spears prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins Lucky. Þar opnar hún sig um ýmislegt varðandi sitt daglega líf.

Lífið

Sjö sem heita páll Óskar í þjóðskránni

Alls eru það sjö sem heita Páll Óskar í þjóðskránni. Tveir þeirra eru búsettir erlendis og því eru þeir fimm hér á landi. Popparinn Páll Óskar er elstur nafnanna, eða 42 ára, en sá yngsti er 19 ára og býr í Noregi.

Lífið

Ástfangin í Róm

Óskarsverðlaunaleikarinn Adrien Brody og kærasta hans Lara Lieto eru yfir sig ástfangin eins og þau sýndu á götum Rómar í gærkvöldi.

Lífið

27 kíló farin

Söngkonan Jessica Simpson hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að hún eignaðist dótturina Maxwell fyrir sex mánuðum síðan.

Lífið

Mikið rétt - myndarlega fólkið mætti

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var vel mætt í útgáfuhóf í gærkvöldi í tilefni af útkomu bókarinnar Iceland fashion design eftir ljósmyndarann Charlie Strand sem haldið var í Bókabúð máls og menningar á Laugavegi. Fyrirsætur sýndu föt frá Elabel og Evalín, Royal Extreme og fatnað eftir Gunnar Hilmars.

Lífið

Vel heppnað konukvöld Krabbameinsfélagsins

"Látum gleðina taka völd og skemmtum okkur saman eina kvöldstund," var yfirskrift konukvöldsins sem Krabbameinsfélagið hélt í Háskólabíó í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið vægast sagt frábært. Dagskráin hófst með fölbleikum fordrykk áður en konurnar nutu þess að horfa á skemmtiatriðin sem voru ekki af verri endanum. Biggi Hilmars og hljómsveit, Védís Hervör, Margrét Eir, Sigga Beinteins, Diddú, Ari Eldjárn og Pörupiltarnir gerðu góða hluti. Þá var tískusýning íslenskra hönnuða frá Fatahönnunarfélagi Íslands og fleira skemmtilegt á boðstólnum og að ekki sé minnst á veglegar veitingarnar.

Lífið

Er þetta ekki full mikið?

Sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey mætti í morgunþáttinn Good Morning America á dögunum. Undir venjulegum kringumstæðum vekur Oprah gríðarlega mikla athygli hvar sem hún stígur niður fæti en það er óhætt að segja að grænu loðnu inniskórnir sem hún ákvað að klæðast hafi ýtt enn frekar undir tryllt viðbrögð aðdáenda hennar.

Lífið

Smáatriðin skipta öllu

Hjá börnunum er ímyndunaraflið endalaust. Það er hluti af því að vera barn. Það að hanna barnaherbergi getur því verið mjög krefjandi í ljósi þess hversu fljótt börnin vaxa úr grasi. Það sem skiptir mestu máli er að leyfa sköpunargleðinni að ráða ríkjum og hafa herbergið áhugavert og skemmtilegt. Smáatriði skipta höfuðmáli.

Lífið

Jóhanna fagnar með landsliðinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mætti á landsleik íslenska kvennaliðsins í fótbolta við Úkraínu í gærkvöldi. Jóhanna leyndi ekki tilfinningum sínum þegar hún fagnaði sigri Íslands með frænku sinni, landsliðskonunni Dóru Maríu.

Lífið

Uppstríluð stjarna á skyndbitastað

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var heldur fín fyrir Subway ferðina sem hún fór í ein á dögunum en hún var uppstríluð frá toppi til táar. Klæddist Kim geggjuðum leðurtopp við nýþröngar gallabuxur og silfurlitaða hæla. Hárið var einnig til fyrirmyndar og má því ætla að Subway ferðin hafi ekki verið eina erindið þennan daginn.

Lífið

Hár-partý eins og þau gerast best

Hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll hélt útgáfupartý þegar bókin hennar Hárið kom á íslenskan markað. Í bókinni er að finna yfir 70 greiðslur fyrir sítt og millisítt hár – fyrir konur á öllum aldri en ljósmyndir í bókinni tekur Saga Sig.

Lífið