Lífið

Sigtaði út á Ægissíðu

Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér plötuna Bastards sem hefur að geyma endurhljóðblönduð lög af Biophiliu sem kom út í fyrra. Meðal þeirra sem eiga lög á plötunni eru Sýrlendingurinn Omar Souleyman, These New Puritans, Hudson Mohawke, Current Value, 16-bit, og Matthew Herbert. Þeir þrír síðastnefndu tóku einnig þátt í gerð Biophiliu.

Tónlist

The Times hrífst af Yrsu

Gagnrýnandi enska dagblaðsins The Times hrífst af spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, og segir hana æsispennandi trylli sem veki upp taumlausa skelfingu hjá lesandanum.

Lífið

Sungu fyrir drottninguna

Þær Kimberley Walsh, Nicola Roberts, Sarah Harding, Nadine Coyle og Cheryl Cole sem skipuðu hljómsveitina Girls aloud komu saman á ný í Royal Albert Hall í London í vikunni og tóku þar glæsilegt atriði.

Lífið

Jón segist vernda hagsmuni Bubba og Bítla

„Vangaveltur mínar hvað varðar þetta lag miðuðust fyrst og fremst að því að vernda hagsmuni Bubba Morthens og réttindi höfunda lagsins Across The Universe, þeirra Johns Lennon og Pauls McCartney," segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í yfirlýsingu frá því í gær.

Lífið

í Trúboðastellingar

Leikarinn Jesse Plemons, sem meðal annars hefur unnið sér til frægðar að leika í fimmtu seríu hinnar vinsælu þáttaraðar Breaking Bad, mun koma fram í prufuþætti The Missionary sem Baltasar Kormákur leikstýrir.

Lífið

Fann ástina á ný

Hollywood-kynbomban Scarlett Johansson er byrjuð að deita hinn franska Romain Dauriac, aðeins vikum eftir að hún hætti með kærasta sínum Nate Naylor.

Lífið

Rakaði hárið af fyrir hlutverk

Suður-afríska leikkonan Charlize Theron spókaði sig um á veitingastaðnum Café Caprice í Suður-Afríku á dögunum og sýndi krúnurakað höfuðið.

Lífið

Í hverju er hún eiginlega?

Leikkonan Jessica Biel mætti á rauða dregilinn í fyrsta sinn síðan hún gifti sig á frumsýningu kvikmyndarinnar Hitchcock. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram á tískubrautinni og valdi ansi athyglisvert dress fyrir frumsýninguna.

Lífið

Yndislegt útgáfuhóf

Nýlega kom út ljósmyndabókin FÓLKIÐ Í LANDINU & LANDIÐ Í FÓLKINU eftir Ragnheiði Arngrímsdóttur ljósmyndara og flugmann sem ók, flaug og gekk um Ísland og hitti frábært fólk.

Lífið

Eldheitt Eldhúspartí hjá FM957

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Eldhúspartí útvarpsstöðvarinnar FM957 sem fór fram á Austur á dögunum. Fullt var út úr dyrum og allir skemmtu sér konunglega.

Lífið

Braut tá á tökustað

Hin yndislega, fyndna og skemmtilega leikkona hún Leslie Mann var í myndatöku á dögunum ásamt eiginmanni sínum og leikstjóranum Judd Apatow fyrir tískutímaritið Marie Claire. Tókst leikkonunni að brjóta tá meðan á myndatökunni stóð en hún ákvað að harka sársaukann af sér og lét því engan vita fyrr en eftir tökuna. "Ég er var berfætt og ég er með risa stórar fætur, sem er alls ekki aðlaðandi," sagði leikkonan gamansömum tón í viðtali. "Mér leið eins og algjörum aula."

Lífið

Er þetta ekki aðeins of mikið drama?

Miley Cyrus, 19 ára, er iðulega umkringd æstum aðdáendum. Eins og sjá má á myndunum brotnaði ung stúlka gjörsamlega niður í sjokki eftir að hún sá goðið sitt. En myndirnar voru teknar af Miley fyrir utan hótelið sem hún gisti á í New York nýliðna helgi. Þá má einnig sjá myndir af henni með móður sinni. Hárið á Miley styttist með hverjum deginum en þessi klipping fer henni áberandi vel.

Lífið

Krúnurökuð Hollywoodstjarna

Leikkonan Charlize Theron, 37 ára, var mynduð á kaffihúsi með sólgleraugu á nefinu og krúnurakað hárið sem fer henni þetta líka svona vel. Leikkonan er upptekin við tökur á kvikmyndinni Mad Max: Fury Road - sem er ástæðan fyrir hárgreiðslunni.

Lífið

Gaman að vinna með mömmu

„Ég tók þátt í sýningunni með Felix Bergssyni nokkrum sinnum og þegar ég spurði hann út í sýninguna í ár voru blikur á lofti. Ég sagði við Felix að hann yrði að setja upp verkið, annars mundi ég gera það. Og úr því varð,“ útskýrir Orri Huginn Ágústsson sem fer með öll helstu hlutverk í leiksýningunni Ævintýrið um Augastein.

Menning

Fáránlega flott á frumsýningu

Leikkonan Naomi Watts stal senunni svo um munaði á frumsýningu kvikmyndarinnar, The Impossible, í Londin í gærkveldi. Watts var gullfalleg, í flottum síðkjól með síðum ermum en opnu baki svo um munaði. Lék leikkonan sér að því að pósa fyrir ljósmyndara og sýndi bert bakið. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fleiri stjörnur sem röltu inn dregilinn. Smelltu á myndina til að skoða.

Lífið

Mesta áskorunin var kynlífslýsingar og koddahjal

„Í ferlinu komumst við að því að það er lítil hefð fyrir koddahjali á íslensku og var það mesta áskorunin fyrir okkur,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem ásamt Þóru Karitas Árnadóttur hefur þýtt metsölubókina Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day.

Menning

Stóll frá afa og ömmu í öndvegi á heimilinu

„Mig langar að varpa ljósi á ýmsa þætti í hversdagslífi fólks á síðustu öld, til dæmis hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir á uppvaxtarheimilinu. Líka hvort eitthvað af þeim hlutum hafi fylgt fólki inn í samtímann,“ segir dr. Sigurður Gylfi um rannsókn sína á samspili efnis og tilfinningalífs fólks. Spurningalistar sem Þjóðminjasafnið hefur sent út nýlega undir yfirskriftinni Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf eru eitt af því sem hann notar við þá rannsókn.

Menning

Einhleyp ofurfyrirsæta

Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er einhleyp enn á ný. Hún og kærasti hennar Roger Jenkins eru hætt saman eftir sjö mánaða samband.

Lífið

Fatadrama í höllinni

Hertogynjan Kate Middleton er þekkt fyrir fágaðan fatasmekk og því keppast hönnuðir um að fá að klæða hana. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sá sér leik á borði þegar hún var í London nýverið og sendi Kate haug af fötum úr nýjustu línu sinni.

Lífið

Þessar kökur eru náttúrulega bara snilld

Kökukeppni var haldin í Smáralind dagana 17. og 18. nóvember á vegum Eddu útgáfu og Hagkaups. Alls voru 36 Disney-kökur sendar inn í keppnina sem allar eru stórglæsilegar eins og sjá má á myndunum. Vinningshafinn verður kynntur á morgun þriðjudag en keppnin er hörð og eflaust erfitt fyrir dómnefnd að gera upp á milli.

Lífið

Skírðu soninn Rocky

Stjörnuparið Sarah Michelle Gellar og Freddie Prinze Jr. eignuðust annað barn sitt saman nú í september. Þau eignuðust lítinn snáða og eru búin að gefa honum nafn – Rocky James.

Lífið