Lífið

Dróninn flýgur öðruvísi en flugvél

Félag íslenskra kappflugmanna heldur fyrstu keppni ársins í Víðistaðaskóla í dag. Keppt er með litlum innidrónum sem svífa um sali skólans á ógnarhraða. Flugmaður segir að flugreynslan hjálpi sér lítið.

Lífið

Sköpun og frumkvæði skipta mestu máli fyrir starfsfólk framtíðar

Námsframboð er óðum að breytast á Íslandi og áherslurnar að færast í auknum mæli sköpun og frumkvæði. Þetta segir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga og segist mæta kröfum um færni vinnuafls í náinni framtíð. En í skólanum eru kenndir óhefðbundnir áfangar á borð við vélmennafræði, fjallaskíðamennsku og björgun.

Lífið

Óþolandi jákvæður stuðbolti

Ég og þú og allir vinir mínir. Ég og þú og allir vinir þínir. Gera lífið svo miklum mun skemmtilegra, segir stuðboltinn Sverrir Bergmann sem syngur fyrstu stuðbombu nýársins.

Lífið

Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið

Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis.

Lífið

Keila er ekki fyrir alla

Keila er ein allra vinsælasta íþrótt heims. Margir fara einfaldlega með vinum í keilu til þess að skemmta sér eina kvöldstund, og kannski stunda ekki íþróttina.

Lífið

Með norn á teikniborðinu

Eftir ferðalag um Rússland ákvað María Guðmundsdóttir að stofna eigið tölvuleikjafyrirtæki og von er á fyrsta ævintýraleiknum innan skamms. Áður bjó hún í nokkur ár í Kína en flutti þangað með sorg í hjarta eftir barnsmissi sem setti sinn svip á dvölina þar í landi.

Lífið

Fimm róttækustu hugmyndir Viðars

Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga.

Lífið

Ætlar að útskýra eðli ljóðsins fyrir krökkum

Dagar ljóðsins hefjast í Kópavogi um helgina og standa alveg fram til sunnudags í næstu viku þegar hápunktur þessara daga fer fram en það er afhending Ljóðstafs Jóns úr Vör. Á morgun ríður Aðalsteinn Ásberg á vaðið með léttri ljóðasmiðju fyrir börnin.

Lífið

Katie eyddi 1,5 milljónum á sólarhring á Íslandi

Blaðakonan Katie Becker fékk á dögunum áhugavert verkefni frá lífstílssíðunni Coveteur þar sem hún starfar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara, um eina og hálfa milljón króna, og var sagt að eyða sólahring á Íslandi á eins íburðarmikinn hátt og hún gat.

Lífið

Eyddi tveimur sumrum í vita að lesa þjóðsögurnar

Snorri Helgason sendi frá sér plötuna Margt býr í þokunni fyrir jól. Á plötunni má finna lög sem Snorri samdi upp úr íslenskum þjóðsögum en hann fór og eyddi tveimur sumrum einangraður í Galtarvita með bunka af bókum og náði aðeins að dýfa tánum í sagnaarfinn.

Lífið