Lífið

Féll í yfirlið

Leikkonan unga Lindsey Lohan féll í yfirlið við tökur á nýjustu mynd sinni „Georgia Rule“ á dögunum. Orsökin mun vera 40 stiga hiti og langur vinnudagur því Lohan var víst búin að vera við vinnu í 12 klukkutíma þennan tiltekna dag. Farið var með hana upp á spítala og henni gefið vatn og næringu í æð. Allt fór á hinn besta veg og mætti Lohan í vinnu strax daginn eftir. Þetta ýtir hins vegar undir þær sögusagnir að hún þjáist af átröskun en þeim ásökunum hefur hún alltaf neitað.

Lífið

Hittu Hebba á Klaustri

Ferðalag hjólagarpanna þriggja, þeirra Gísla Hvanndals Ólafssonar, Guðjóns Heiðars Valgarðssonar og Dagbjarts Ingvarssonar, sem hjóla nú hringinn í kringum landið til að kynna starfsemi Spes samtakanna, gengur vel. Strákarnir eru nú staddir á Austurlandi en eru á norðurleið. Gísli hefur átt í vandræðum með hjólið sitt, margoft hefur sprungið á því og hefur hann þurft að bíða eftir varahlutum.

Lífið

Allt er gull sem glóir

Gulllitaður klæðnaður byrjaði að ryðja sér til rúms innan tískunnar í kringum diskótímabilið. Þá var glamúr allsráðandi og allt sem glitraði var í tísku. Hipphopparar hafa síðan tekið yfir gullið og færðu það yfir á okkar tíma með risastórum gullhálsmenum sem þeir kalla svo skemmtilega "bling bling".

Lífið

Hljóðheimur fortíðar

Fiðluleikarinn Kati Debretzeni leiðir Bachsveitina á Sumartónleikum í Skálholti í dag þar sem flutt verða verk eftir Locatelli, Quantz og Mozart. Þetta er í annað sinn sem Debretzeni kemur hingað til að leika í Skálholti en í vikunni gerði hún stormandi lukku ásamt Bachsveitinni þegar þau fluttu Árstíðir Vivaldis.

Lífið

Ástarþríhyrningur Umu

Uma Thurman og hótelmógúllinn Andre Balazs hafa verið sundur og saman lengi en Uma sást á dögunum með leikstjóranum Quentin Tarantino. Orðrómur um ástarþríhyrning fékk byr undir báða bængi þegar Uma og Quentin eyddu góðum tíma saman í New York í eftirpartíi eftir nýjustu mynd Umu, My super ex-girlfriend. "Uma sat í fangi Quentin í dágóðan tíma," sagði heimildamaður OK!-tímaritsins. Þegar þrumuveður skall á þaki klúbbsins þar sem partíið var haldið hlupu allir í skjól og Quentin tók sig til og greip í Umu og hélt á henni inn.

Lífið

Leyfir landsbyggðinni að njóta

Kontrabassaleikarinn Dean Ferrell í ferðast nú um landið og fremur tónlistar­gjörning ásamt frönsku listakonunni Anne Corte sem les ljóð á móðurmáli sínu.

Lífið

Undirbýr tónleika á Miklatúni

Hrannar Hafsteinsson og félagar hjá hljóðkerfisleigunni Exton hafa unnið baki brotnu síðustu daga við að koma upp heljarinnar sviði á Klambratúni. Sviðið verður notað undir tónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar og strengjasveitarinnar Amiinu sem fram fara annað kvöld. Hrannar er enginn nýgræðingur í bransanum en hann hefur verið aðaltæknistjóri Hróarskelduhátíðarinnar síðustu ár.

Lífið

Framúrstefnulegt

Hin serbneska Roksanda Ilincic er búin að ná athygli í tískuheiminum fyrir framúrstefnulega hönnun og vægast sagt glæsilega kjóla. Hún byrjaði að læra arkitektúr í Belgrad en flutti svo til London og útskrifaðist úr hinum margrómaða Central Saint Martins listaháskóla árið 2000.

Lífið

Máfurinn í Elliðaárdalnum

Leikfélagið Sýnir lætur ekki bugast af íslenskum umhleypingum og óstöðugu veðurfari heldur tjaldar því sem til er uppi í Elliðaárdal og frumsýnir Máfinn eftir Anton Tsjekhov í dag.

Lífið

Gular og glaðar í heimsendingum

Undanfarnar vikur hafa gulir bílar vakið talsverða athygli á götum Reykjavíkurborgar. Hér er um að ræða bíla frá Foodtaxi.is sem sendast með mat til fólks eftir pöntunum. Sendlar fyrirtækisins hafa ekki síður vakið athygli fyrir gula búningana og glaðlegt viðmót.

Lífið

Nýtt gallerí í Hafnarfirði

Níu listakonur hafa tekið sig saman og opna í dag nýtt gallerí til húsa á Linnetstíg í Hafnarfirði. Galleríið heitir eftir Thorsplaninu sem það stendur við og ber þann virðingarverða titil Gallerí Thors.

Lífið

Sveitt stemning á Nasa

Fullt var út úr dyrum á tónleikum skosku hljómsveitarinnar Belle & Sebastian á Nasa á fimmtudagskvöldið. Emilíana Torrini hitaði upp og var henni vel tekið af áhorfendum. Sérstaka athygli vöktu tvö ný lög söngkonunnar sem voru kraftmeiri en flest sem hún hefur áður gert. Belle & Sebastian steig svo á svið við mikinn fögnuð viðstaddra. Sveitin lék í tæpa tvo klukkutíma og tók mörg af sínum þekktustu lögum en lög af nýju plötunni, The Life Pursuit, voru áberandi. Tónleikarnir voru nokkuð vel heppnaðir í heildina og þeir sem eiga miða á tónleikana á Borgarfirði eystri í kvöld geta átt von á góðu.

Lífið

Systur og sandpappír

Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði sýningu í gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi ýmissa grasa en meginverk sýningarinnar eru flutningabretti sem skreytt hafa verið með glimmeri í ýmsum litum.

Lífið

Öll dýrin í skóginum

RJ er tækifærissinnaður og eigingjarn þvottabjörn sem kemst í hann krappann eftir að hann klúðrar ráni á matarbirgðum geðstirðs bjarndýrs. Góssið skemmist þegar bangsi grípur meistaraþjófinn glóðvolgan og RJ er gefin vika til þess að hamstra saman nýjum lager eða gjalda annars með lífi sínu.

Lífið

Handverksrúnturinn

Glöggir ferðamenn hafa án efa tekið eftir óvenjulegu ökutæki sem nú þeysir um þjóðveginn. Handverksbíllinn er rækilega merktur og vekur víða furðu en þar er á ferðinni þjónustubifreið fyrir staðbundið handverksfólk. Bíllinn minnir um margt á gömlu kaupfélagsbílana sem keyrðu um sveitir landsins hér á árum áður og má því segja að Handverkshúsið færi okkur aftur gömlu steminguna í bæinn.

Lífið

Sumartónleikar nr. 100 í Akureyrarkirkju

Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir sunnudaginn 30. júlí kl. 17. Þessir tónleikar eru auk þess að vera á tuttugasta starfsári, eitt hundruðustu í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987.

Lífið

Fékk Elle Macpherson í heimsókn um helgina

"Elle Macpherson var hér á landi um helgina í fríi og hafði samband við mig til að spjalla. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún kemur hingað," segir Georg Guðni Hauksson myndlistarmaður. Hann vill þó lítið tjá sig um samskipti sín við fyrirsætuna. Georg Guðni og Elle þekkjast síðan hann hélt myndlistarsýningu í Los Angeles í janúar og hreifst hún af málverkum hans og festi kaup á einu þeirra.

Lífið

Nýtt íslenskt leikrit

Afgangar er nýtt leikrit um ást og tælingu eftir leikskáldið og leikstjórann Agnar Jón Egilsson. Persónur verksins eru par um þrítugt sem hittist á hótelherbergi en það á sér leyndarmál sem brátt koma upp á yfirborðið.

Lífið

Meðalgóður millikafli

Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl varð öllum að óvörum smellur árið 2003. Rétt eins og alltaf í Hollywood, þegar kvikmynd nær hæstu hæðum í miðasölunni, verður að búa til framhaldsmynd og nú eru þær ekki bara ein heldur tvær.

Lífið

The Go! Team á Airwaves

Ærslabelgirnir í hljómsveitinni The Go! Team hafa bæst við fríðan flokk þátttakenda á Iceland Airwaves í ár. Er koma þeirra mikill fengur fyrir hátíðina enda þykir bandið með eindæmum skemmtilegt á sviði og hefur tónlist þess fengið glimr­andi viðtökur hlustenda beggja vegna Atlantsálanna.

Lífið

Nylon sigurvegari hjá The Sun

Nylon-stelpurnar þykja líklegastar til að verða "heitasta" stúlknasveitin í Bretlandi ef marka má niðurstöðuna úr vefkönnun götublaðsins The Sun. Keppnin stóð á milli þeirra og hljómsveitarinnar Stonefoxx en íslensku stelpurnar sigruðu með rússneskri kosningu, rúmlega 91 prósent atkvæða féll þeim í skaut.

Lífið

Tónlistarsumarið mikla

Sumarið er tími tónlistar­hátíða í Evrópu eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur komist að síðasta einn og hálfan mánuð. Hann hefur heimsótt sex hátíðir og sagt frá upplifun sinni hér í Fréttablaðinu. Nú er komið að ferðalokum og Steinþór gerir upp sumarið.

Lífið

Aparnir í Eden

Út er komin önnur hljómskífa hinnar margrómuðu Köntrísveitar Baggalúts, á vegum útgáfufélagsins Geimsteins. Hljómskífan ber titilinn „Aparnir í Eden" og geymir 21 köntríslagara - einkum frumsamið sjávarútvegs- og strandköntrí (e. Hawaiian) en þó ber þar nokkuð á bæði innsveita- (e. bluegrass) og hálendisköntríi (e. western), eins og á fyrri skífu Baggalúts, „Pabbi þarf að vinna".

Lífið

Tökur á Astrópíu ganga vel

Tökur á kvikmyndinni Astrópíu eru í fullum gangi í Hafnarfirði um þessar mundir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rífandi gangur og er myndin vel á áætlun.

Lífið

Verulegt fjör án vímuefna

Útihátíð SÁÁ verður haldin með pompi og prakt í Hvalfirðinum um helgina. Hátíðin er skipulögð fyrir félagsmenn í SÁÁ og þá sem lokið hafa meðferð, auk aðstandenda þeirra, en allir sem vilja skemmta sér án áfengis og vímuefna eru velkomnir.

Lífið

Sópranrödd og orgel

Sópransöngkonan Margret H. Ponzi heldur þrenna tónleika ásamt orgel- og píanóleikaranum Marco Belluzzi á næstunni. Þeir fyrstu fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög og Maríukvæði, meðal annars eftir Schubert, Verdi, Bizet og Liszt auk laga eftir Sigvalda Kaldalóns og Eyþór Stefánsson.

Lífið

Sýning sem er betri en kynlíf

Föstudagskvöldið 18. ágúst mun verða ógleymanlegt fyrir hátt í 1000 íslenskar konur. Þær munu þá troðfylla Broadway til að berja augum fullkomustu karlmenn heims, sem eru á leiðinni til Íslands í þeim eina tilgangi að skemmta konum hérlendis sem aldrei fyrr, tilbiðja þær og dýrka, í einu og öllu.

Lífið

Örlagadagur Ragnars Skjálfta

Næstkomandi sunnudag, 30. júlí, ræðir Sirrý við Ragnar Stefánsson um stóra örlagadaginn í lífi hans. Fyrir nokkrum árum lenti þessi þjóðþekkti vísindamaður í alvarlegu bílsslysi þar sem ungur samstarfsmaður hans lést.

Lífið

Botnleðja og Kátir piltar gera plötu saman

Þetta verkefni er nú ekki farið almennilega af stað. En jú, ég get staðfest að við í Botnleðju erum að fara að gera plötu með Kátum piltum, segir Heiðar Örn Kristjánsson tónlistarmaður. Heiðar og Haraldur Freyr Gíslason, félagi hans úr Botnleðju, eru með hörðustu stuðningsmönnum knattspyrnuliðs FH.

Lífið

MAN -MEN í Ketilshúsinu

Hrefna Harðardóttir myndlistarkona opnaði sýninguna : MAN - MEN, í Ketilhúsinu í Listagilinu Akureyri, laugardaginn 22. júlí. Sýningin verður opin til 13. ágúst og er opin frá 13-17 alla daga nema mánudaga

Lífið