Lífið

Aðdáendur Amy Winehouse hvattir til að sniðganga plötur hennar

Amy ásamt föður sínum Mitch Winehouse
Amy ásamt föður sínum Mitch Winehouse MYND/Getty

Giles Fielder-Civil, tengdafaðir Amy Winehouse, hefur hvatt aðdáendur söngkonunnar til að sniðganga plötur hennar í þeirri von að það ýti við henni og verði til þess að hún fari í meðferð. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við hann á BBC Radio Five Live á dögunum.

Faðir söngkonunnar, Mitch Winehouse, er ekki á sama máli og lét hafa það eftir sér eftir að hann heyrði viðtalið að slíkt myndi því miður ekki senda nein skilaboð. Ef svo væri myndi hann sjálfur leggja það til. Hann segir ekki rétt að refsa hjónunum eða læsa þau inni." Á endanum munu þau ná botninum," segir Mitch.

Aðspurður um nýlegar myndir sem náðust af hjónunum alblóðugum eftir slagsmál þeirra á milli sagði Mitch: "Það er ljóst að þarna eru tvær manneskjur sem eru gjörsamlega búnar að missa stjórn á lífi sínu. Sem foreldri er hræðilegt að sjá svona myndir. Verra en hræðilegt, mig langaði til að deyja. En ég get ekki dáið. Ég má ekki hugsa þannig. Ég á son og svo á ég dóttur sem þarf á hjálp minni að halda þó að hún líti ekki svo á sjálf."

Mitch hefur miklar áhyggjur af dóttur sinni og tengdasyni og segist óttast að ef annað þeirra deyi muni hitt taka til sinna ráða og fylgja á eftir, enda mjög náin.

Amy var nýleg tilnefnd til MTV og Mobo verðlaunanna fyrir nýjustu plötu sína Back To Black.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.