Lífið

J-Lo viðurkennir óléttuna

Jennifer Lopez hefur loks viðurkennt hið augljósa - að hún sé ófrísk. Á tónleikum í Miami í gær sagði hún áhorfendum að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þetta kom þeim tæpast á óvart, því sístækkandi bumban Lopez, sem er talin vera komin fjóra mánuði á leið, hafði ekki farið framhjá mörgum.

Lífið

Borgarstjóri í beðmálum

Michael Bloomberg borgarstjóri New York borgar hefur fengið hlutverk í kvikmyndinni sem gera á eftir sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni eða Sex in the city eins þeir hétu á frummálinu

Lífið

Mamma Britney tekur á sig sökina

„Ég kenni sjálfri mér um,“ sagði Lynne Spears, mamma hennar Britney, í viðtali við bandarískt tímarit þar sem ófarir poppgyðjunnar voru til umræðu. „Ég vildi að ég hefði verið meira með henni á tónleikaferðunum, en ég gat það ekki. Ég á fleiri börn sem ég þurfti að hugsa um.“

Lífið

Vince Vaughn á ekki farsíma

Vince Vaughn viðurkenndi á MTV sjónvarpsstöðinni í gær að hann notaði ekki farsíma. ,,Ég á ekki farsíma vegna þess að gamla aðferðin hefur alltaf virkað fyrir mig." sagði hann við kynninn, Damien Farley. ,,Ef þú hringir í mig, þá hringi ég til baka, eins og herramaður"

Lífið

Allt fyrir ástina í forsölu á tónlist.is

Nú gefst notendum Tónlist.is tækifæri á að vera fyrstir til að eignast nýjustu Páls Óskars, Allt fyrir ástina. Platan er komin út á vefsvæðinu, en kemur ekki í verslanir fyrr en föstudaginn 9. nóvember.

Lífið

Bragðgóðir vinir

Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini.

Lífið

Scarlett elskar að vinna með Hebu Þórisdóttur

„Ég má ekkert tjá mig um þessar tvær myndir og er bundin algjörum trúnaði við framleiðendur hennar,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarsérfræðingur í Hollywood, en hún mun sjá um förðun bandarísku stórleikkonunnar Scarlett Johansson í næstu tveimur myndum hennar.

Lífið

Leyndarmálið bak við lögulegan afturenda Beyoncé

Beyoncé Knowles lumar á leynivopni í baráttunni við að halda rassinum stinnum og vel löguðum. Söngkonan, sem er næstum jafn þekkt fyrir lögulegan afturenda og sönghæfileika, gengur í ömmunærbuxum til að halda botnstykkinu í skefjum. Líklega er þetta ekki staðreynd sem hún ætlaði sér að auglýsa, en komst ekki hjá því í æsilegri dansrútínu á tónleikum sínum í Shanghai í vikunni.

Lífið

Nafnlausa hljómsveit með valkvíða vantar aðstoð

Ný íslensk hljómsveit, sem illa er haldin af valkvíða, hefur ákveðið að leita til Íslendinga vegna vals á nafni hljómsveitarinnar. Sett hefur verið upp netkosning þar sem Íslendingar hafa möguleika á því að kjósa úr nokkrum valmöguleikum eða koma með sínar eigin hugmyndir. Meðal nafna sem hægt er að velja úr eru bensín, Safír , Fólk er fífl, Allt frekar fyrirsjáanlegt, Dísill og Blöndungur.

Lífið

Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk

„Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi.

Lífið

Pete Doherty er byrjaður aftur að sprauta sig

Klukkustundum eftir að Pete lýsti því yfir á MTV verðlaunahátíðinni að hann væri hamingjusamlega laus við eitrið náðist myndskeið af honum þar sem hann sprautar sig með heróníni. Myndskeiðið er birt á heimasíðu Sun dagblaðsins, en það náðist á farsíma síðastliðinn föstudag, nokkrum klukkustundum eftir að Pete kom heim frá hátíðinni í Þýskalandi. Það sýnir Pete þar sem hann krýpur á gólfinu á heimiliu sínu í Wiltshire.

Lífið

Paul McCartney með giftri konu í Hamptons

Paul McCartney virðist nú einbeita sér að því að gleyma vandræðaganginum í kringum skilnað hans og Heather Mills. Dagblaðið the Sun náði myndum af bítlinum fyrrverandi í faðmlögum við gifta konu á Hamptons sumarleyfisstaðnum á Long Island í New York.

Lífið

Hamborgarar eru ekkert óhollir

Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Hamborgabúllunni, er ekkert ófeiminn við að neyta eigin veitinga. Tommi, sem á að baki áratugareynslu í rekstri hamborgarabúlla, þreytist ekkert á borgurunum. Hann borðar þvert á móti lágmark einn eða tvo á hverjum degi og hlakkar til hvers dags þegar hann getur fengið sér hamborgara.

Lífið

Stella ósátt við Heather Mills

Sótt er að hinni einfættu Heather Mills úr öllum áttum. Fyrir helgi skammaði Fergie, hertogaynjan af York hana fyrir umdeilt sjónvarpsviðtal sem hún veitti um daginn. Botninn tók líklega úr núna en Stella McCartney, dóttir Pauls, hefur sett svolítið sérstakan skartgrip á markað.

Lífið

50 Cent er rómantískur inn við beinið

Gangsterrapparinn 50 Cent er greinilega ekki harðjaxlinn sem hann lítur út fyrir að vera. Það dugaði ekkert minna en þota til að ferja afmælisgjafirnar til kærustunnar hans á 22ja ára afmæli hennar.

Lífið

Kylie Minogue aflýsir tónleikaferðalagi vegna heilsuleysis

Kylie Minogue hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu af heilsufarsástæðum. Stjarnan ætlaði að hefja tónleikaferðalag um allan heim snemma á næsta ári, en læknar hennar mæltu gegn því. Kylie þurfti að aflýsa ,,Showgirl" tónleikaferðalagi sínu árið 2005, eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein.

Lífið

Fimm ára kláðinn drepur hjónabandið

Nýgift fólk hefur hingað til getað átt von á sjö árum í sambúð áður en innanmein gera vart við sig og ganga jafnvel af sambandinu dauðu. Nú hafa nýjar rannsóknir leitt í ljós að hættumerkjanna verður vart eftir aðeins fimm ár.

Lífið

Hannes ánægður með hlaupið

„Þetta gekk helvíti vel,“ segir Hannes Smárason, en hann lauk New York maraþoni á fjórum klukkustundum og fimmtíu mínútum. Hannes segir að þetta hafi verið sérstaklega skemmtileg upplifun og mikið mannlíf í hlaupinu.

Lífið

Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ.

Lífið

Aguilera viðurkennir að vera með barni

Söngstjarnan Christina Aguilera gengur með barn undir belti. Þetta staðfesti hún í samtali við Glamour tímaritið. Hún segist vera himinlifandi og hlakka til að eignast barnið. Faðir barnsins er eiginmaður hennar Jordan Bratman „Hann er alveg himinnlifandi. Hann er svo frábær,“ segir Aguilera um sinn heittelskaða. „Hann er mér svo mikill stuðningur og ótrúleg hjálp í öllu,“ bætir hún við.

Lífið