Lífið

Britney á hóteli með paparassa

Britney Spears hefur tekið upp nýjar og óvæntar aðferðir til að kljást við paparassana sem fylgja henni í hvert fótmál. Aðfaranótt sunnudags var Britney á ferð með paparassahernum sínum, þegar hún ákvað skyndilega að hoppa upp í bíl hjá einum þeirra, Adnan Ghalib.

Lífið

Síðasta 90s partýið á gamlárskvöld

DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda á gamlárskvöld sitt síðasta 90s Partí á Nasa. Skötuhjúin hafa undanfarin tvö ár tryllt lýðinn með NO LIMITS-kvöldum sínum, þar sem fólk hefur veifað ,,glowsticks" og dansað sig sveitt við ljúfa tóna tíunda áratugarins.

Lífið

McDonalds í jólamatinn hjá Brangelinu

Fylltir kalkúnar og annað hefðbundið jólagotterí voru ekkert að þvælast fyrir á jólaborði Brads Pitt og Angelinu Jolie þetta árið. Þvert á leiðbeiningar manneldisráðs borðaði fallegasta fólk heims sveittan hamborgara í jólamatinn.

Lífið

Ilmur Kristjáns á uppleið í fjármálageiranum

Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttur ásamt handritsmógúlnum Sigurjóni Kjartanssyni sitja nú sveitt við skriftir fyrir nýja gamanþáttaröð með dramatísku spennu-ívafi sem sýnd verður á Stöð 2 á næsta ári.

Lífið

Rihanna í jólaboði Abramovich

Það eru ekki bara íslenskir auðmenn sem vilja alþjóðlegar poppstjörnur í veislurnar sínar. Roman Abramovich bauð til að mynda upp á söngkonuna Rihönnu í jólaboði sínu í Moskvu um síðustu helgi.

Lífið

Mr. Bean keyrir á

Rowan Arkinson sem þekktastur er fyrir klaufalegar hetjudáðir og óheppni Mr. Bean, lenti í umferðaróhappi þegar hann keyrði á annan bíl á skíðasvæði í Bandaríkjunum. Atkinson var að bakka út úr bílastæði í Aspen í Colorado og rakst á kyrrstæðan Volkswagen Jetta samkvæmt heimildum lögreglu.

Lífið

Smith öskuillur vegna ummæla um Hitler

Hollywoodleikarinn Will Smith neitar ásökunum fjölmargra vefsíðna um að hann telji að Hitler hafi verið “góð” manneskja. Hann segir ummæli sem höfð voru eftir honum í skoska dagblaðinu Daily Record hafa verið mistúlkuð og tekin úr samhengi.

Lífið

Kasólétt í jólateiti

Hin geðuga Nicole Richie leit út fyrir að vera mjög hamingjusöm þegar hún tók þátt í jólateiti á vegum Richie - Madden barnasjóðsins um síðustu helgi, ásamt unnusta sínum, Joel Madden. Richie hefur ríka ástæðu til að gleðjast, því hún á von á frumburði sínum í heiminn á allra næstu dögum.

Lífið

Oscar Peterson allur

Einn ástsælasti djassisti veraldar, Oscar Peterson, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri.

Lífið

Cohen kveður Borat og Ali G.

Breski leikarinn Sacha Baron Cohen hefur ákveðið að segja skilið við tvær af frægustu persónum sínum, rapparann Ali G og fréttamanninn Borat.

Lífið

Jólaávarp Bretadrottningar sýnt á YouTube í dag

Elísabet bretadrottning vill ná til yngri kynslóðarinnar í Bretlandi og því hefur verið ákveðið að senda jólaávarp hennar til þjóðarinnar á YouTube í dag. Um er að ræða myndband með ávarpinu sem verður flutt á vefsíðunni kl. þrjú.

Lífið

Bubbi með jólaplötu í smíðum

Hinn eini og sanni Bubbi Morthens vinnur nú að gerð jólaplötu en hann segir í samtali við Vísi að slík plata hafi verið á dagskrá hjá honum um töluvert skeið.

Lífið

Cohen kveður Ali G og Borat

Leikarinn Sacha Baron Cohen hefur ákveðið að kveðja persónur sínar Ali G og Borat að fullu. Segir Cohen að hann muni ekki lengur bregða sér í hlutverk þeirra.

Lífið

Ungfrú Frakkland flækt í myndahneyksli

Forseti keppninnar Ungfrú Frakkland segir að núverandi handhafi titilisins, Valerie Begue eigi að afsala sér honum. Þetta kemur í framhaldi af því að Valerie á sér fortíð sem rmódel á mjög djörfum myndum sem birtar voru fyrir rúmu ári síðan.

Lífið

Skrýtna stúlknasveitin Amiina

Hinum ástsæla íslenska stúlkakvartett, Amiinu, er gerð ítarleg skil í breska blaðinu Guardian í dag. Í blaðinu er sagt frá samstarfi hljómsveitarinnar við Sigur Rós og óhefðibundið val þeirra á hljóðfærum.

Lífið

Kettir í Kattholti fá harðfisk og rækjur á jólunum

Harðfiskur og rækjur eru á meðal þess sem kettirnir í Kattholti fá að gæða sér á um jólin. Á hverju ári koma um sex hundruð kettir í Kattholt. Hluti þeirra er sóttur af eigendum sínum en alltaf er þó stór hluti sem þarf nýtt heimili. Á þessum árstíma er oft mikið að gera í Kattholti og margir sem vilja gefa köttunum nýtt heimili. Engu að síður er útlit fyrir að hátt í sjötíu óskilakettir eyði jólunum í Kattholti.

Lífið

Njörðurinn hitti hnakkann

Hinir mjög svo ólíku rithöfundar og frammámenn Gils N. Eggerz og Gilzenegger hittust í fyrsta sinn í dag á heimavelli þess síðarnefnda, H10-gyminu í Kópavogi.

Lífið

Gripinn á klósettinu

,Maður leggur ýmislegt á sig fyrir listina" segir Ingimar Oddsson sem var stöðvaður við sölu á bók sinni Salernissögur fyrir lengra komna, þar sem hann sat á klósettinuá Laugarveginum. Ingimar hefur notað klósett við kynningu sína á bókinni og hefur setið við lestur víða um Reykjavík sitjandi á klósetti.

Lífið

Vilja gera Jón Kalman að evrópskum stórhöfundi

,,Þegar við hjá Gallimard tökum höfund um borð þá er það til að fara í langa og skemmtilega siglingu. Útgáfan okkar er eins og glæst listisnekkja. Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jon Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nútímabókmenntanna." sagði í bréfi til bókaforlagsins Bjarts, frá fremsta útgefanda Frakka, Gallimard, sem hefur ákveðið að kaupa nýjustu bók Jóns Kalmans.

Lífið

Terminator og frú klæðast 66° Norður

Arnold Scwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu og kona hans Maria Shriver fá fatnað frá 66° Norður í jólagjöf. Búningahönnuður nokkur í Hollywood, kunningjakona Sigurjóns Sighvatssonar, kvikmyndaframleiðanda og eins eiganda 66° Norður leitaði til hans á dögunum af því erfiðlega gekk að finna dúnúlpu í þeirri stærð sem hana vantaði. Úlpan átti vissulega að vera í stærri kantinum, enda ætluð sem jólagjöf handa Terminatornum sjálfum.

Lífið

Tíu af tíu mögulegum

Nýútkominn diskur með flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Schola Cantorum og einsöngvara á óratóríunni Eddu I eftir Jón Leifs fær fullt hús stiga í umsögn gagnrýnenda tónlistarvefsins Classics Today. Kór og söngvarar fá sérstakt hrós, enda bendir gagnrýnandinn á að sönghlutar verksins séu nánast óflytjandi. Hann telur verkið eitt það allra áheyrilegasta af verkum Jóns, fjölbreytt og litríkt og einungis tungumálið standi í vegi fyrir að það nái útbreiðslu á efnisskrám hljómsveita heimsins. Hann hrósar einnig upptöku og hljóðvinnslu tæknimanna BIS-útgáfunnar og kallar útgáfuna "stórviðburð".

Lífið

Dexter í tygjum við systur sína

Michael C. Hall, sem leikur blóðsléttusérfræðinginn Dexter í samnefndum þáttum er fallinn fyrir systur sinni. Reyndar ekki líffræðilegri, en hann og Jennifer Carpenter, sem leikur systur hans í þáttunum eru að stinga saman nefjum.

Lífið

Beyonce og Jay-Z pússa sig saman

Þær sögur ganga fjöllum hærra að Jay-Z og Beyonce hafi gift sig í París fyrr í mánuðinum. Parið var á ferðalagi í Frakklandi til að halda upp á afmæli Jay-Z og kom heim með samskonar húðflúr á baugfingri.

Lífið

Titrandi jólapakkar

Danskir klámkaupmenn eru giska kátir þessa dagana því leikföng ástarlífsins seljast sem aldrei fyrr.

Lífið