Lífið

Sarkozy upp að altarinu?

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, ætlar að gifta sig þann 9. febrúar. Þetta fullyrðir franska blaðið Journal du Dimanche í dag en Sarkozy hefur verið að hitta ítölsku söngkonuna og fyrirsætuna Cölu Bruni síðan í nóvember. Þá voru aðeins fjórar vikur síðan hann gekk frá skilnaði við eiginkonu sína.

Lífið

Tónleikar krabbameinssjúkra barna 20. janúar

Tónleikar sem halda átti til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna milli jóla og nýárs en þurfti að fresta vegna veðurs, verða í Háskólabíói 2. janúar. Þetta er 9. árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 16:00 en húsið opnar klukkan 15:30

Lífið

Dr. Phil hitti Britney á spítalanum

Spjallþáttasálfræðingurinn Dr. Phil McGraw, sem er áhorfendum Skjás Eins að góðu kunnur, mun á morgun taka upp heilan þátt sem mun einungis fjalla um málefni Britney Spears.

Lífið

Eru þau ekta?

Kryddstúlkan Melanie B virðist hafa verið áhugasöm um myndarlegan barm Victoriu Beckham þegar þær stöllur komu sman fram á tónleikum í London í vikunni. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröð Krydstúlknanna sem eru

Lífið

Britney missir forsjá

Britney Spears hefur misst forsjá yfir sonum hennar og Kevin Federline fyrrverandi eiginmanns hennar. Þá hefur heimsóknarrétti hennar verið frestað. Réttur í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu eftir að Britney var færð til geðrannsóknar á sjúkrahús í fyrrakvöld þegar lögregla var kvödd að heimili hennar.

Lífið

26 milljónum veitt til menningarstarfsemi

Menningar- og ferðamálaráð boðaði til móttöku og blaðamannafundar í Iðnó í dag, í tilefni úthlutunar styrkja menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og útnefningar Tónlistarhóps Reykjavíkur 2008. Þar gerði Margrét Sverrisdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs grein fyrir úthlutuninni og Ísafold - Kammersveit sem útnefnd var Tónlistarhópur Reykjavíkur 2008 lék að viðstöddum styrkþegum.

Lífið

Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík

Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“

Lífið

Eli Roth veitir fyrsta viðtalið á Bylgjunni

Þeir félagar Eli Roth og Quentin Tarantino hafa ekki beinlínis verið í felum í fríi sínu á klakanum. Þeir hafa þó hingað til ekki viljað ræða við fjölmiða, en á því verður breyting í dag.

Lífið

Við erum ekki ofbeldismenn

„Fazmo er eitthvað sem er ekki til í dag. Það er með öllu ólýðanlegt og óþolandi að verið sé að bendla mig og Hallgrím ítrekað við eitthvað sem við komum ekki nálægt,“ segir Ingvar Þór Gylfason gjarnan kenndur við hina svokölluðu Fazmoklíku.

Lífið

Miðasala hafin á Tommy Lee og Dj Aero

Miðasala á Burn Partýið á Nasa 25 janúar þar sem Tommy Lee og Dj Aero munu gera allt vitlaust hefst í dag á midi.is. Tommy Lee þarf varla að kynna fyrir neinum. Hann stofnaði Mötley Crüe, lék annað aðalhlutverka í hressilegu heimamyndbandi með eiginkonu sinni Pamelu Anderson, var með sína eigin sjónvarpsþætti og lamdi Kid Rock í beinni á MTV verðlaunaafhendingunni, auk þess að vera einn meðlima í hinni Magna-lausu hljómsveit Supernova.

Lífið

Britney gæti misst forræðið fyrir fullt og allt

Havaríið í kringum Britney Spears í nótt gæti endanlega kostað hana forræðið yfir sonum sínum tveimur. Dómari veitti Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni hennar, tímabundið forræði yfir drengjunum í haust, en Britney hefur haft umgengnisrétt við þá. Það skilyrði var sett að hjónin fyrrverandi neyttu hvorki áfengis né fíkniefna á meðan börnin væru hjá þeim.

Lífið

Lindsay dottin í það

Lindsay Lohan er nýkomin úr þriggja mánaða meðferð - annarri tveggja sem hún fór í á síðasta ári - en hún lætur það ekki stöðva sig í að fá sér kampavínstár á gamlárskvöld.

Lífið

Britney sótt á sjúkrabíl til geðrannsóknar

Sjúkrabíll sótti Britney Spears að heimili hennar í Beverly Hills í nótt og flutti hana á Cedars-Sinai sjúkrahúsið til geðrannsóknar. Britney var heima í annarlegu ástandi með syni sína tvo þegar lögregla hugðist sækja þá og skila þeim til föður síns. Á tímabili var fjöldi lögreglumanna, slökkvilið, tveir sjúkrabílar og lögregluþyrla á staðnum, en engan sakaði í atgangnum.

Lífið

Hver fer til Belgrad?

Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref.

Lífið

Afmælisdagurinn gæti komið þér í belgíska sjónvarpið

Belgíska ríkissjónvarpið leitar nú að þáttakendum í nýrri heimildarmynd sem fjallar um misjöfn örlög fólks sem á það eitt sameiginlegt að hafa fæðst sama dag. Í myndinni er fylgst með fólki sem fæðist á sama degi á mismunandi stöðum í heiminum, og er tilgangurinn að reyna svara spurningunni um hvernig líf fólks væri hefði það fæðst í öðrum heimshluta.

Lífið

Katrin Jakobsdóttir eignaðist áramótadreng

,,Ég var búin að kaupa í matinn fyrir gamlárskvöld og undirbúa eitthvað allt annað." sagði Katrín Jakobsdóttir þingmaður hlæjandi, en hún eignaðist dreng snemma á gamlársdag. Litli drengurinn var fjórtán merkur og rúmir fimmtíu sentimetrar, og gekk fæðingin eins og í sögu. Katrín var sett á gamlárs, eða nýarsdag, en þar sem hún hafði gengið framyfir með eldri son sinn átti hún ekkert frekar von á hinum litla svona snemma. Sá eldri fæddist raunar líka í desember, og hefur parið því nokkra reynslu af því að verja jólum og áramótum í ungbarnaumsjón.

Lífið

Rooney gaf kærustunni Range Rover í jólagjöf

Það eru ekki bara íslenskir viðskiptamenn, humarsúpusalar og Geir Ólafs sem keyra um á Range Rover. Coleen McLoughlin, kærasta Wayne Rooney renndi upp að hárgreiðslustofunni sinni á nýársdag í spánýnum silfurlitum Range Rover.

Lífið

Heroes stjarna elskar frænda út af lífinu

Heroes stjarnan Hayden Panettiere hefur krækt sér í meðleikara sinn, Milo Ventimiglia. Milo, sem er þrítugur, leikur frænda hinnar átján ára gömlu Hayden í þáttunum. Miklar vangaveltur hafa verið í slúðurpressunni um samband þeirra skötuhjúa, en þau hafa ekki viljað staðfesta sambandið. Erfiðlega gekk þó að fela sambandið þegar Hayden bauð Milo að eyða jólunum með fjölskyldu sinni í New York. Haft er eftir vinum leikkonunnar að hún sér afar skotin í Milo.

Lífið

Reykjavík ein af tíu rómantískustu borgum heims

Ferðamönnum fækkar líklega ekki á landinu á þessu ári, ef þeir taka mark á ráðleggingum breskrar ferðasíðu að minnsta kosti. Vefsíðan Expedia kaus Reykjavík eina af tíu mest spennandi borgum Evrópu, og eina af tíu bestu stöðum heims til að fara í brúðkaupsferð til. Félagsskapurinn á listanum er ekkert slor, en meðal þeirra staða sem eru tilnefndir eru París, Bahamas, Barbados, Feneyjar og New York. Meðal þess sem þykir rómantískt við Reykjavík eru heitar laugar, spúandi hverir, svalir barir og ískalt vodka. Sem betur fer lætur síðan vera að minnast á að téð vodkaflaska kostar á við mánaðarlaun verkamanns í þriðja heiminum og að slagviðri er ekki rómantískasta veður sem hægt er að ímynda sér.

Lífið

Fengu styrk úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar

Eva Þyrí Hilmarsdóttir, sem nýverið lauk einleikaraprófi í Danmörku, og Hákon Bjarnason, sem lýkur einleikaraprófi frá Listaháskóla Íslands í vor, fengu úthlutað samtals 400 þúsund krónum úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar.

Lífið

Baltasar Kormákur dansaði uppi á borði á nýársfagnaði

Mikið var um dýrðir á stjörnuprýddu Galakvöldi á hótel Loftleiðum í gær. Tæplega þrjúhundruð gestir mættu á ballið og eftir fjöruga veislu tróðu Stebbi Hilmars, Helgi Björns, Magni og Einar Ágúst upp. Baltasar Kormákur leikstjóri kunni vel að meta tónlistina og dansaði uppi á borði þegar veislan stóð sem hæst.

Lífið

Sirrý skrifar bók um Örlagadaga, síðasti þátturinn á dagskrá í kvöld.

Sjónvarpskonan Sirrý sest í kvöld við skriftir, en hún ætlar að skrifa bók unna upp úr sjónvarpsþætti sínum Örlagadeginum. „Þetta eru tvær seríur, fjórtán og þrjátíu þættir, svo af nógu er að taka.“ segir Sirrý. Hún segist hafa fundið fyrir þrýstingi um að koma þessum oft á tíðum mögnuðu lífsreynslusögum til stærri hóps, fólks sem ekki hefur haft aðgang að Stöð 2, eða hefur misst úr þætti.

Lífið