Lífið

Glaðbeittur sveitarstjóri fær vínbúð á neðri hæðina

„Þetta er nú bara gott dæmi um hvað landsbyggðin getur boðið upp á góða þjónustu við sitt fólk,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Ísólfur, sem er annálaður stuðpinni og gleðimaður, fær að líkindum góða ástæðu til að brosa breitt í vor því nú bendir allt til þess að hreppstjórinn fái góða granna þegar ÁTVR opnar vínbúð í gamla bankahúsinu á Flúðum við Akurgerði 4. Svo skemmtilega vill til að á efri hæð hússins er íbúð þar sem sveitarstjóri býr alla jafnan.

Lífið

Kafka varð ekki langlífur

„Það kom bara tilboð á föstudaginn fyrir viku sem við gátum ekki hafnað. Við héldum fyrst að þetta væri bara eitthvert djók en svo komu þeir á mánudeginum til að fylgja tilboðinu eftir og við létum bara slag standa,“ segir Páll Gunnar Ragnarsson, annar eigandi hússins sem stendur við Laugaveg 22. Glöggir vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur hafa tekið eftir því að bóhem-staðnum Kafka hefur verið lokað eftir skamman líftíma, um það bil einn og hálfan mánuð. Í staðinn munu eigendur Santa Maria opna þar nýjan veitingastað í dag. Kafka var nefndur eftir þýska skáldinu Franz Kafka sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 41 árs að aldri og því má segja að staðurinn hafi fylgt fyrirmyndinni eftir.

Lífið

Oft nefnd kartöflukonan

Sigríður Valdís Bergvinsdóttir var útnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að hefja kartöfluna á hærra plan á ári kartöflunnar árið 2008. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að góðum kartöfluréttum.

Lífið

Átta stíga á svið í Þýskalandi

Átta íslenskir flytjendur hafa verið valdir til að spila í Þýskalandi í tengslum við tónlistarklúbbinn Norðrið. Lay Low reið á vaðið með vel heppnuðum tónleikum í Admiralspalast í Berlín á þriðjudag fyrir framan 400 manns og spilaði svo í Köln kvöldið eftir.

Lífið

Þrettándakvöld

Þjóðleikhúsið frumsýnir Þrettándakvöld – eða Hvað sem þér viljið eftir William Shakespeare í kvöld á stóra sviðinu. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Nemendaleikhúss en leikstjóri er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto.

Lífið

Fríar ferðir eru óraunhæfar

Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku íhuga að bjóða Íslendingum og Svíum ókeypis ferðir á hátíðina vegna efnahagskreppunnar. Svíar kaupa um 5-10 þúsund miða á hátíðina á ári hverju og Íslendingar um tvö þúsund og því yrði það mikill missir ef þeir kæmust ekki í ár.

Lífið

Torrini fær þrjá stjörnur í Guardian

Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaðurinn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af andstæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með groddalegum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkt­eila og vonda menn,“ sagði Torrini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýjustu plötu sinni, Me and Armini.

Lífið

White með nýja sveit

Rokkarinn Jack White úr hljómsveitunum The White Stripes og The Raconteurs, hefur stofnað sína þriðju hljómsveit, The Dead Weather. White hélt fyrir skömmu partí í Nashville þar sem hann tilkynnti um verkefnið og spilaði nýja plötu sem hljómsveitin hefur tekið upp. Hún heitir Horehound og kemur út í júní. Einnig steig hann á svið með sveitinni, sem ætlar í tónleikaferð á árinu.

Lífið

Ólafur Arnalds og gestir spila

Ólafur Arnalds, Mammút og Valgeir Sigurðsson spila á Grand Rokk í kvöld í samvinnu við Reykjavík Grapevine og Gogoyoko.com. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock þar sem margir af fremstu flytjendum landins spila saman. Áður hafa stigið á svið listamenn á borð við Singapore Sling, Reykjavík!, Nico Muhly, Evil Madness og Agent Fresco.

Lífið

Algjör metsala á bókamarkaðinum í ár

„Aldrei séð annað eins. Mesta sala sem við höfum upplifað,“ segir Kristján B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókamarkaðurinn í Perlunni sem nú er yfirstandandi hefur slegið í gegn meðal landsmanna. Nú þegar hafa verið seldar hundrað og fimmtíu þúsund bækur. Að rúmmáli eins og tuttugu vörubílar. Kristján talar um þetta sem stórbrotið ævintýri hjá bókaþjóðinni sem kaupir bækur eins og hún hafi aldrei heyrt talað um að hér sé kreppa.

Lífið

Afrekskona Létt Bylgjunnar valin á ný

Létt Bylgjan hyggst endurtaka valið á afrekskonu Létt Bylgjunnar sem valin var í fyrsta sinn í fyrra og óskar nú eftir tilnefningum. Miðvikudagskvöldið 25. mars verður svo glæsilegt konukvöld Létt Bylgjunnar haldið í Smáralindinni. Glæsileg skemmtun með fordrykk í Vetrargarðinum og spennandi dagskrá og uppákomum allt kvöldið.

Lífið

Selma komin í Eurobandið

Söngkonan Selma Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Eurobandið í stað Regínu Óskar sem á von á barni í lok maí. Að því er kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni þurfti nýja söngkonan að hafa einhverja tengingu við Euro­vision-keppnina og að hafa á sér hinn eina sanna „Euro­vision-stimpil“ og kom þá aðeins Selma til greina.

Lífið

Íslensk mannæta á hvíta tjaldið

„Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort þetta verði leikin mynd eða teiknimynd. Ég hallast frekar að því að þetta verði teiknimynd,” segir Þórarinn Leifsson en hann, ásamt konu hans Auði Jónsdóttur, ætlar að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bók Þórarins, Leyndarmálið hans pabba. Bókin vakti töluverða athygli þegar hún kom út 2007 en hún segir frá systkinum sem glíma við töluverðan vanda; pabbi þeirra sporðrennir nefnilega manneskjum í tíma og ótíma. Þórarinn er auk þess að skrifa handrit að næstu bók sinni sem ráðgert er að komi út í haust. Hann vildi ekkert gefa upp um innihald hennar að svo stöddu.

Lífið

Frábær í Frakklandi

Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Jeff Who?, á frönsku tónlistarsíðunni The Wall. Platan kom út á síðasta ári og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum.

Lífið

Hjaltalín tekur upp

Hljómsveitin Hjaltalín hefur hafið upptökur á annarri plötu sinni. Upptökur fara fram í Hljóðrita í Hafnarfirði undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar, Sigga í Hjálmum. Í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að fyrsta smáskífa af næstu plötu komi út í næsta mánuði.

Lífið

Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna

„Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri.

Lífið

Lágkúrulegt á Facebook

Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi.

Lífið

Þriggja vikna dóttir Mel C

Melanie Chisolm, betur þekkt sem Kryddpían Mel C, birti mynd af tveggja vikna dóttur sinni Scarlet Starr. Á heimasíðu söngkonunnar segir Mel C tilganginn með birtingu myndarinnar af mæðgunum svo að fjölmiðla að sýni þeim tillitssemi og láti þær í friði.

Lífið

Armani-sleðar ósáttir við lopann

„Sumir vinir mínir sem ég kalla „Armani sleða" sem sofa helst í jakkafötum, hafa verið að senda mér tölvupóst og segja að þetta sé alveg ómögulegt en þeir eru bara að stríða mér," svarar Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður aðspurður um lopapeysuna sem hann klæðist á heimasíðu sinni armannkr.is sem telst vissulega til tíðinda í kosningaslag Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var þannig að konan mín prjónaði peysu og gaf mér hana. Þá var hún búin að sauma og prjóna kjóla, vettlinga, pils og fleira. Bullandi framleiðsla heima og ég fékk peysuna. Þá varð mér hugsað til þess að þetta var eins og þegar við vorum að byrja að búa. Gömlu gildin sem við þurfum að byggja á núna. Það er kannski út af þessari peysu að þetta slagorð fæðist því núna viljum við byggja á góðum gildum og traustum," segir Ármann Kr.

Lífið

Heroes atriðið úr Astrópíu - myndband

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Astrópía ætli að krefjast lögbanns á eina vinsælustu sjónvarpsseríuna í bandarísku sjónvarpi, Heroes. Þeir vilja meina að atriði úr nýjustu seríu þáttanna sé stæling á atriði úr myndinni.

Lífið

Ég er ekki sár - myndband

Díana Lind Monzon sem komst ekki áfram í Idol stjörnuleit síðasta föstudag var að eigin sögn ekki sár þrátt fyrir vægast sagt harða gagnrýni dómnefndar eftir að hún flutti lagið Horfðu til himins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá stutt viðtal við Díönu Lind eftir flutninginn.

Lífið

Jón Ásgeir fellur niður um klassa

Auðkýfingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson flaug til Englands í síðustu viku en athygli vakti að hann nýtti sér ekki lúxus rýmið Saga Class, heldur flaug hann á Economy Comfort. Á heimasíðu Icelandair er ferðamátanum lýst svona:

Lífið

Stórfjölskylda IDOL-barnapíu - myndband

Ein af fimm stúlkunum sem komust áfram í Idol stjörnuleit á föstudaginn, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, var umvafin stórfjölskyldu sinni sem keyrði alla leið til Reykjavíkur frá Djúpavík til að styðja Hröfnu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fjölskyldu Hröfnu kynna sig á meðan beðið var með óþreyju eftir úrslitum.

Lífið

Chris Martin elskar U2

Chris Martin söngvari U2 hefur fundið hina fullkomnu leið til þess að svara Bono sem kallaði hann aumingja í útvarpsviðtali á BBC fyrir skömmu. Þegar hljómsveitin gekk á svið í Ástralíu fyrir skömmu spiluðu þeir lagið Magnificent með U2 sem ku vera spilaði í virðingarskyni við írsku rokkarana.

Lífið

Led Zeppelin nafnlaus án Plant

Gömlu brýnunum í Led Zeppelin er ekki heimilt að nota nafnið Led Zeppelin ef hljómsveitin fer í tónleikaferðalag án söngvarans og aðalnúmersins Roberts Plant.

Lífið

Michael Jackson á kúpunni - myndband

Poppkóngurinn Michael Jackson kynnti síðdegis tónleikaröð sem hann heldur í Lundúnum í sumar en þeir verða þeir síðustu sem hann heldur í borginni. Michael hefur ekki farið í tónleikaferð síðan 1997 og reynir allt hvað hann getur til að fá eitthvað fyrir eigur sínar af Neverland-búgarðinum á uppboði því hann á við töluverða fjárhagserfiðleika að etja.

Lífið

Persónurnar eru svart og hvítt

Það er mjög skemmtilegt á æfingum Sædýrasafnsins segir leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir en stífar æfingar eru framundan hjá henni því verkið er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í lok mánaðar. Leikritið er unnið í samvinnu við franskan leikstjóra og koma belgískur dansari, ítalskur hönnuður og ástralskur ljósamaður meðal annarra að sýningunni en Elva kallar hópinn sannkallaðan alþjóðakokteil.

Lífið

Idol-spurningakeppnin heldur áfram

Næstu keppendur í Idol-spurningakeppninni eru söngfuglarnir Hera Björk og Jónsi, bæði miklir reynsluboltar og Evróvision þátttakendur. En skyldu þau fylgjast vel með Idol Stjörnuleit?

Lífið