Lífið Gott hjarta Dags Kára frumsýnt Loksins, loksins, kynnu einhverjir að hugsa því á föstudaginn verður kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, frumsýnd. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda Dagur Kári einn fremsti kvikmyndagerðarmaður okkar Íslendinga. Töluvert hefur verið skrifað um The Good Heart en upphaflega stóð til að þeir Tom Waits og Ryan Goosling myndu leika aðalhlutverkin í þessari mynd. En sökum þess að ekki tókst að samræma dagskrá þeirra var fallið frá þeirri hugmynd. Lífið 4.3.2010 06:00 Vonar að „Dude“ fái Óskarinn Fjórða árlega Big Lebowski-hátíðin verður haldin laugardagskvöldið 13. mars í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Samnefnd gamanmynd um hinn lata keiluspilara „The Dude“ og vandræði hans kom út 1998 og síðan þá hefur myndast í kringum hana hálfgerður sértrúarsöfnuður, bæði hér heima og erlendis. Lífið 4.3.2010 06:00 Lúxus Blóðflokkur í kvöld Hljómsveitin Bloodgroup heldur útgáfutónleika í Iðnó í kvöld. Lífið 4.3.2010 06:00 Lok, lok og læs á Grand Rokki „Þangað til maður fréttir annað þá lítur út fyrir að við þurfum að færa keppnina,“ segir Gunnar F. Árnason, sem stendur fyrir spurningakeppninni Drekktu betur á Grand Rokki á föstudögum. Menningarknæpunni Grand Rokki var fyrirvaralaust lokað á þriðjudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var staðnum lokað að kröfu leigusala. Það hefur ekki fengist staðfest og ekki náðist í Þorstein Þórsteinsson veitingamann í gær. Lífið 4.3.2010 05:30 Derek Zoolander vaknar til lífsins Einhver heimskasta persóna hvíta tjaldsins er án nokkurs vafa fyrirsætan Derek Zoolander en þessi kvikmynd Ben Stiller varð að hálfgerðu kult-fyrirbæri því gagnrýnendur voru ekkert ýkja hrifnir þótt áhorfendur hafi oft velst um af hlátri yfir asnastrikum Zoolanders og vina hans. Lífið 4.3.2010 05:15 Virtur leikhúsfrömuður á sýningu hjá Vesturporti Joseph Melillo, einn af forsvarsmönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vesturporti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vesturport er að fara með aðra sýningu, Hamskiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi. Lífið 4.3.2010 05:00 Nóg pláss á Kanadamarkaði „Ég held að það sé alveg pláss fyrir okkur tvo á markaðnum. Við fögnum þessu öllu saman,“ segir Bjarni Einarsson, annar af eigendum bruggverksmiðjunar Ölvisholts. Lífið 4.3.2010 05:00 Fjarlægir húðflúrin Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vill láta fjarlægja öll húðflúrin af líkama sínum. Hún er með fjórtán húðflúr, þar á meðal hauskúpu, hljómborð og álfkonu. Lífið 4.3.2010 04:00 Starfsfólk MTV sýnir FM Belfast áhuga Starfsmenn virtra fjölmiðla á borð við MTV, NME, Clash Magazine og Daily Mail voru viðstaddir tónleika hljómsveitarinnar FM Belfast í London á þriðjudagskvöld. Lífið 4.3.2010 04:00 The Hurt Locker spáð sigri Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn í Kodak-höllinni að viðstöddum öllum skærustu stjörnum Hollywood. Óskars-sérfræðingar spá The Hurt Locker sigri og að engin ein mynd muni standa upp úr með gríðarlegan fjölda styttna. Lífið 4.3.2010 04:00 Górillur á plastströndinni Þriðja plata Gorillaz heitir Plastic Beach og kemur út á mánudaginn. Dr. Gunni tékkaði á henni. Lífið 4.3.2010 03:30 Síðasti Johnny Cashinn Endurmat á snilli Johnny Cash og endurkomu hans til kúlheima má að stórum hluta skrifa á upptökumanninn Rick Rubin, sem fékk hann í samstarf á 10. áratugunum. Plöturnar sem þeir gerðu saman bera yfirskriftina „American“ og sjötta og síðasta afurðin úr samstarfinu, American VI: Ain‘t no grave, er nýkomin út. Lífið 4.3.2010 03:00 Meinaður aðgangur Framleiðanda kvikmyndarinnar The Hurt Locker hefur verið meinaður aðgangur að Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld eftir að hann braut reglur Óskarsakademíunnar. Lífið 4.3.2010 02:30 Sacha í Eurovision Það hlaut að koma að því að leiðir Sacha Barons Cohen – snillingsins að baki Ali G, Borats og Brüno – og Eurovision lægi saman. Frést hefur af nýrri kvikmynd sem fjallar um poppsöngvara sem keppir í Eurovision og fer Sacha með aðalhlutverkið. Lífið 4.3.2010 02:00 Létu vel að hvort öðru Robert Pattinson og Kristen Stewart úr Twilight-myndunum létu vel hvort að öðru á frumsýningu nýjustu myndar Pattinsons, Rembember Me. Þau virtust afar náin á frumsýningunni og lýsti Pattinson yfir ánægju sinni með að Stewart skyldi mæta og sýna honum stuðning. Lífið 4.3.2010 02:00 Fyrirgefur ekki Mayer Jessica Simpson er ekki tilbúin til að fyrirgefa John Mayer eftir að hann opinberaði smáatriði úr kynlífi þeirra í viðtali við tímaritið Playboy. Mayer talaði meðal annars um að hún væri algjör napalmbomba í rúminu og að fáar konur jöfnuðust á við hana. Lífið 4.3.2010 01:15 Meistari Burton snýr aftur Nýjasta kvikmynd Tims Burton, Alice in Wonderland, verður frumsýnd um helgina en hún skartar hirðleikara leikstjórans, Johnny Depp, í aðalhlutverki. Þetta er sjöunda myndin sem þeir félagar gera saman og sú fjórða í röð. Enda engin ástæða til að hætta því sem vel gengur. Að sjálfsögðu er Helen Bonham Carter einnig í myndinni enda eiginkona leikstjórans og honum álíka mikilvæg og tökuvél. Lífið 4.3.2010 01:00 Angelina vill ekki snertingu - myndir Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt gengu um borð á bát í Feneyjum í gærdag með tvíburana Knox og Vivienne. „Mér hefur aldrei líkað líkamleg snerting. Fólk hefur haft orð á því að ég héldi niður í mér andanum þegar ég er föðmuð. Ég geri það ennþá," sagði Angelina. Skoða má parið betur í myndasafni. Lífið 3.3.2010 18:07 Snillingurinn á bak við Fangavaktina - mynband Leikstjórinn Ragnar Bragason kom sá og sigraði á Edduverðlaunahátíðinni um helgina þar kvikmynd hans Bjarnfreðarson og þáttaröðin Fangavaktin sópaði að sér verðlaunum. Hann kann allt, getur allt og veit allt," segir vinur hans meðal annars. Sjá nærmynd af Ragnari þar sem vinir og vandamenn lýsa kostum og göllum hans í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 3.3.2010 17:00 FM957 gerir góðverk - myndir „Í síðustu viku voru „Góðverkadagar á FM957“ þar sem við gerðum góðverk á hverjum degi sem stigmögnuðust," segir Heiðar Austmann útvarpsmaður með meiru. Lífið 3.3.2010 13:30 Er virkilega gott að kela með þetta? - myndir Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sérstök heimasíða fyrir átakið „Mottu-mars". Þar gefst öllum sem sprettur grön kostur á að skrá sig og vera með í keppni um flottasta yfirvararskegg marsmánaðar - og safna í leiðinni áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Lífið 3.3.2010 12:30 Dregur ekkert undan í krassandi bók um líf sitt „Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi," segir handboltahetjan Logi Geirsson. Lífið 3.3.2010 06:00 Vopnaleit á tónleikum Móra „Það verður náttúrlega vopnaleit við hliðið. Það þarf enginn að óttast stungur eða neitt,“ segir rapparinn Móri. Lífið 3.3.2010 06:00 Hemmi veislustjóri Páls Óskars Þótt ótrúlegt megi virðast verður Páll Óskar fertugur 16. mars næstkomandi. Hann heldur upp á tímamótin með þremur viðburðum, sem allir fara fram á Nasa. Lífið 3.3.2010 05:00 Garðar Cortes á smáskífu með Paul Potts „Það var bara haft samband við mig og ég beðinn um að vera með. Þetta kom skemmtilega á óvart og það er auðvitað alltaf gaman að geta hjálpað,“ segir Garðar Thor Cortes óperusöngvari. Hann syngur á nýrri smáskífu ásamt fremstu fulltrúum sígildrar tónlistar á Bretlandseyjum sem gefa á út til styrktar fórnarlömbum hamfaranna á Haíti. Alls tóku 23 söngvarar þátt en meðal þeirra sem syngja með Garðari er Paul Potts sem sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Britain"s Got Talent. Lífið 3.3.2010 04:00 Basterds á möguleika Leikstjórinn Quentin Tarantino vill koma á óvart á Óskarsverðlaunahátíðinni um næstu helgi og hrifsa til sín helstu verðlaunin fyrir mynd sína Inglorious Basterds. Lífið 3.3.2010 01:00 Allt annað að sjá þig stelpa - myndir Leikkonan Jennifer Love Hewitt, 31 árs, stillti sér upp í gærdag í Hollywood þegar hún hélt hátíðlega upp á hundraðasta þáttinn af Ghost Whisperer sem sýndur er á Stöð 2 á miðvikudögum klukkan 21:45. Jennifer leikstýrði umræddum þætti ásamt því að fara með aðalhlutvekrið. Lífið 2.3.2010 15:15 Víst eru sjúklega sæt karlmódel á Íslandi - myndir Ljósmyndarinn Thorgeir.com tók meðfylgjandi myndir á viðburði sem nefndist „Dresscode" á veitingahúsinu NASA í boði Martini síðasta laugardag. Verslanirnar Kiss, Gyllti kötturinn, Momo, Mohawks, Original og Mótor sýndu fatalínur sínar. Eftir tískusýninguna var dansað fram eftir nóttu þar sem reynsluboltarnir Dj Óli Geir, Sindri BM og Joey D sáu til þess að enginn yfirgaf staðinn. Lífið 2.3.2010 10:00 Hraunar yfir tæknimann Bylgjunnar - viðtal Þráinn Bertelsson alþingismaður var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við Heimi, Sollu og nafna sinn Steinsson um listamannalaun. Í gær var fjallað um listamannalaun í þættinum en Þráinni Bertelsyni fannst sú umræða ekki á nógu háu plani og reyndi að lyfta henni upp í þættinum í dag. Þráinn Bertelsson fullyrti í þættinum að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Hér má hlusta á viðtalið. Lífið 2.3.2010 09:30 Þær eru of fáklæddar - myndband „Mér finnst þær of ungar. Mér finnst að tvítugt ætti að vera lágmarksaldurinn. Mér finnst þær líka of fáklæddar," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem var kynnir á ungfrú Reykjavík á föstudaginn var þegar Ísland í dag fylgdist með keppendum. Sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 2.3.2010 07:00 « ‹ ›
Gott hjarta Dags Kára frumsýnt Loksins, loksins, kynnu einhverjir að hugsa því á föstudaginn verður kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, frumsýnd. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda Dagur Kári einn fremsti kvikmyndagerðarmaður okkar Íslendinga. Töluvert hefur verið skrifað um The Good Heart en upphaflega stóð til að þeir Tom Waits og Ryan Goosling myndu leika aðalhlutverkin í þessari mynd. En sökum þess að ekki tókst að samræma dagskrá þeirra var fallið frá þeirri hugmynd. Lífið 4.3.2010 06:00
Vonar að „Dude“ fái Óskarinn Fjórða árlega Big Lebowski-hátíðin verður haldin laugardagskvöldið 13. mars í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Samnefnd gamanmynd um hinn lata keiluspilara „The Dude“ og vandræði hans kom út 1998 og síðan þá hefur myndast í kringum hana hálfgerður sértrúarsöfnuður, bæði hér heima og erlendis. Lífið 4.3.2010 06:00
Lúxus Blóðflokkur í kvöld Hljómsveitin Bloodgroup heldur útgáfutónleika í Iðnó í kvöld. Lífið 4.3.2010 06:00
Lok, lok og læs á Grand Rokki „Þangað til maður fréttir annað þá lítur út fyrir að við þurfum að færa keppnina,“ segir Gunnar F. Árnason, sem stendur fyrir spurningakeppninni Drekktu betur á Grand Rokki á föstudögum. Menningarknæpunni Grand Rokki var fyrirvaralaust lokað á þriðjudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var staðnum lokað að kröfu leigusala. Það hefur ekki fengist staðfest og ekki náðist í Þorstein Þórsteinsson veitingamann í gær. Lífið 4.3.2010 05:30
Derek Zoolander vaknar til lífsins Einhver heimskasta persóna hvíta tjaldsins er án nokkurs vafa fyrirsætan Derek Zoolander en þessi kvikmynd Ben Stiller varð að hálfgerðu kult-fyrirbæri því gagnrýnendur voru ekkert ýkja hrifnir þótt áhorfendur hafi oft velst um af hlátri yfir asnastrikum Zoolanders og vina hans. Lífið 4.3.2010 05:15
Virtur leikhúsfrömuður á sýningu hjá Vesturporti Joseph Melillo, einn af forsvarsmönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vesturporti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vesturport er að fara með aðra sýningu, Hamskiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi. Lífið 4.3.2010 05:00
Nóg pláss á Kanadamarkaði „Ég held að það sé alveg pláss fyrir okkur tvo á markaðnum. Við fögnum þessu öllu saman,“ segir Bjarni Einarsson, annar af eigendum bruggverksmiðjunar Ölvisholts. Lífið 4.3.2010 05:00
Fjarlægir húðflúrin Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vill láta fjarlægja öll húðflúrin af líkama sínum. Hún er með fjórtán húðflúr, þar á meðal hauskúpu, hljómborð og álfkonu. Lífið 4.3.2010 04:00
Starfsfólk MTV sýnir FM Belfast áhuga Starfsmenn virtra fjölmiðla á borð við MTV, NME, Clash Magazine og Daily Mail voru viðstaddir tónleika hljómsveitarinnar FM Belfast í London á þriðjudagskvöld. Lífið 4.3.2010 04:00
The Hurt Locker spáð sigri Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn í Kodak-höllinni að viðstöddum öllum skærustu stjörnum Hollywood. Óskars-sérfræðingar spá The Hurt Locker sigri og að engin ein mynd muni standa upp úr með gríðarlegan fjölda styttna. Lífið 4.3.2010 04:00
Górillur á plastströndinni Þriðja plata Gorillaz heitir Plastic Beach og kemur út á mánudaginn. Dr. Gunni tékkaði á henni. Lífið 4.3.2010 03:30
Síðasti Johnny Cashinn Endurmat á snilli Johnny Cash og endurkomu hans til kúlheima má að stórum hluta skrifa á upptökumanninn Rick Rubin, sem fékk hann í samstarf á 10. áratugunum. Plöturnar sem þeir gerðu saman bera yfirskriftina „American“ og sjötta og síðasta afurðin úr samstarfinu, American VI: Ain‘t no grave, er nýkomin út. Lífið 4.3.2010 03:00
Meinaður aðgangur Framleiðanda kvikmyndarinnar The Hurt Locker hefur verið meinaður aðgangur að Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld eftir að hann braut reglur Óskarsakademíunnar. Lífið 4.3.2010 02:30
Sacha í Eurovision Það hlaut að koma að því að leiðir Sacha Barons Cohen – snillingsins að baki Ali G, Borats og Brüno – og Eurovision lægi saman. Frést hefur af nýrri kvikmynd sem fjallar um poppsöngvara sem keppir í Eurovision og fer Sacha með aðalhlutverkið. Lífið 4.3.2010 02:00
Létu vel að hvort öðru Robert Pattinson og Kristen Stewart úr Twilight-myndunum létu vel hvort að öðru á frumsýningu nýjustu myndar Pattinsons, Rembember Me. Þau virtust afar náin á frumsýningunni og lýsti Pattinson yfir ánægju sinni með að Stewart skyldi mæta og sýna honum stuðning. Lífið 4.3.2010 02:00
Fyrirgefur ekki Mayer Jessica Simpson er ekki tilbúin til að fyrirgefa John Mayer eftir að hann opinberaði smáatriði úr kynlífi þeirra í viðtali við tímaritið Playboy. Mayer talaði meðal annars um að hún væri algjör napalmbomba í rúminu og að fáar konur jöfnuðust á við hana. Lífið 4.3.2010 01:15
Meistari Burton snýr aftur Nýjasta kvikmynd Tims Burton, Alice in Wonderland, verður frumsýnd um helgina en hún skartar hirðleikara leikstjórans, Johnny Depp, í aðalhlutverki. Þetta er sjöunda myndin sem þeir félagar gera saman og sú fjórða í röð. Enda engin ástæða til að hætta því sem vel gengur. Að sjálfsögðu er Helen Bonham Carter einnig í myndinni enda eiginkona leikstjórans og honum álíka mikilvæg og tökuvél. Lífið 4.3.2010 01:00
Angelina vill ekki snertingu - myndir Leikaraparið Angelina Jolie og Brad Pitt gengu um borð á bát í Feneyjum í gærdag með tvíburana Knox og Vivienne. „Mér hefur aldrei líkað líkamleg snerting. Fólk hefur haft orð á því að ég héldi niður í mér andanum þegar ég er föðmuð. Ég geri það ennþá," sagði Angelina. Skoða má parið betur í myndasafni. Lífið 3.3.2010 18:07
Snillingurinn á bak við Fangavaktina - mynband Leikstjórinn Ragnar Bragason kom sá og sigraði á Edduverðlaunahátíðinni um helgina þar kvikmynd hans Bjarnfreðarson og þáttaröðin Fangavaktin sópaði að sér verðlaunum. Hann kann allt, getur allt og veit allt," segir vinur hans meðal annars. Sjá nærmynd af Ragnari þar sem vinir og vandamenn lýsa kostum og göllum hans í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 3.3.2010 17:00
FM957 gerir góðverk - myndir „Í síðustu viku voru „Góðverkadagar á FM957“ þar sem við gerðum góðverk á hverjum degi sem stigmögnuðust," segir Heiðar Austmann útvarpsmaður með meiru. Lífið 3.3.2010 13:30
Er virkilega gott að kela með þetta? - myndir Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sérstök heimasíða fyrir átakið „Mottu-mars". Þar gefst öllum sem sprettur grön kostur á að skrá sig og vera með í keppni um flottasta yfirvararskegg marsmánaðar - og safna í leiðinni áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Lífið 3.3.2010 12:30
Dregur ekkert undan í krassandi bók um líf sitt „Ég ætla að vera einlægur og dreg ekkert undan. Það er það sem bókin gengur út á og það sem vantar á Íslandi," segir handboltahetjan Logi Geirsson. Lífið 3.3.2010 06:00
Vopnaleit á tónleikum Móra „Það verður náttúrlega vopnaleit við hliðið. Það þarf enginn að óttast stungur eða neitt,“ segir rapparinn Móri. Lífið 3.3.2010 06:00
Hemmi veislustjóri Páls Óskars Þótt ótrúlegt megi virðast verður Páll Óskar fertugur 16. mars næstkomandi. Hann heldur upp á tímamótin með þremur viðburðum, sem allir fara fram á Nasa. Lífið 3.3.2010 05:00
Garðar Cortes á smáskífu með Paul Potts „Það var bara haft samband við mig og ég beðinn um að vera með. Þetta kom skemmtilega á óvart og það er auðvitað alltaf gaman að geta hjálpað,“ segir Garðar Thor Cortes óperusöngvari. Hann syngur á nýrri smáskífu ásamt fremstu fulltrúum sígildrar tónlistar á Bretlandseyjum sem gefa á út til styrktar fórnarlömbum hamfaranna á Haíti. Alls tóku 23 söngvarar þátt en meðal þeirra sem syngja með Garðari er Paul Potts sem sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Britain"s Got Talent. Lífið 3.3.2010 04:00
Basterds á möguleika Leikstjórinn Quentin Tarantino vill koma á óvart á Óskarsverðlaunahátíðinni um næstu helgi og hrifsa til sín helstu verðlaunin fyrir mynd sína Inglorious Basterds. Lífið 3.3.2010 01:00
Allt annað að sjá þig stelpa - myndir Leikkonan Jennifer Love Hewitt, 31 árs, stillti sér upp í gærdag í Hollywood þegar hún hélt hátíðlega upp á hundraðasta þáttinn af Ghost Whisperer sem sýndur er á Stöð 2 á miðvikudögum klukkan 21:45. Jennifer leikstýrði umræddum þætti ásamt því að fara með aðalhlutvekrið. Lífið 2.3.2010 15:15
Víst eru sjúklega sæt karlmódel á Íslandi - myndir Ljósmyndarinn Thorgeir.com tók meðfylgjandi myndir á viðburði sem nefndist „Dresscode" á veitingahúsinu NASA í boði Martini síðasta laugardag. Verslanirnar Kiss, Gyllti kötturinn, Momo, Mohawks, Original og Mótor sýndu fatalínur sínar. Eftir tískusýninguna var dansað fram eftir nóttu þar sem reynsluboltarnir Dj Óli Geir, Sindri BM og Joey D sáu til þess að enginn yfirgaf staðinn. Lífið 2.3.2010 10:00
Hraunar yfir tæknimann Bylgjunnar - viðtal Þráinn Bertelsson alþingismaður var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við Heimi, Sollu og nafna sinn Steinsson um listamannalaun. Í gær var fjallað um listamannalaun í þættinum en Þráinni Bertelsyni fannst sú umræða ekki á nógu háu plani og reyndi að lyfta henni upp í þættinum í dag. Þráinn Bertelsson fullyrti í þættinum að 5% þjóðarinnar væru fábjánar. Hér má hlusta á viðtalið. Lífið 2.3.2010 09:30
Þær eru of fáklæddar - myndband „Mér finnst þær of ungar. Mér finnst að tvítugt ætti að vera lágmarksaldurinn. Mér finnst þær líka of fáklæddar," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem var kynnir á ungfrú Reykjavík á föstudaginn var þegar Ísland í dag fylgdist með keppendum. Sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 2.3.2010 07:00