Lífið

Ný kjólalína frá Ásdísi Rán

"Ég er í Búlgaríu núna í vinnuferð fram í miðjan mánuðinn en þá fer ég til Þýskalands og þarf enn og aftur að pakka búslóðinni þar sem samningnum hans Garðars líkur í lok maí. "

Lífið

Stífmálaðar túttur

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi hjá Superman.is síðasta laugardag á veitingahúsinu Nasa þar sem sumargleði á vegum Kiss í Kringlunni og Airbrush og make up skólanum fór fram fyrir fullu húsi. Þá skemmti fólk sér einnig á Hressingarskálanum.

Lífið

Viðkvæmir ættu ekki að skoða þessar myndir

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af breska grínistanum og leikaranum Russell Brand spranga um á nærbrókunum einum fata á hóteli á Miami Beach 6. maí síðastliðinn. Þá má líka sjá manninn hugleiða með hárið tekið aftur í tagl og á rauða dreglinum ásamt eiginkonu sinni, söngkonunni Katy Perry.

Lífið

Ekki fórstu heim til hans og ældir út um allt?

Meðfylgjandi má heyra tvær vinkonur spjalla saman á persónulegu nótunum þar sem önnur þeirra rifjar upp ævintýri helgarinnar. Um er að ræða stutt útvarpsleikrit, sem er fastur liður í útvarpsþætti Siggu Lund og Ellý Ármanns sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudagskvöldum. Síða þáttarins á Facebook. Ertu virkilega að sofa hjá giftum manni? Hvaða kona vill ekki mann sem kemur henni á óvart?

Lífið

Leita að goðum og gyðjum

Fegurðarsamkeppnin Goð og gyðjur verður haldin á skemmtistaðnum Spot þann 20. maí. Aðstandendur keppninnar leita nú að sex strákum og sex stelpum til að taka þátt og er útgeislun og heilbrigði eiginleikar sem þátttakendur þurfa að hafa fremur en annað.

Lífið

Tolli sýnir í iPad

Listamaðurinn Tolli fagnaði útgáfu lstaverkbókarinnar Landslag hugans á Lauganesinu á föstudag. Bókin er fyrir iPad-spjaldtölvur og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Lífið

Varð stjarnan á Fitness móti

Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Kristín vakti mikla athygli og var meðal annars fjallað um hana í austurríska dagblaðinu NÖN.

Lífið

Pirruð yfir langri bið

Breska söngkonan Kate Bush er mjög pirruð yfir því hversu langan tíma það tekur hana að gera hverja plötu. Síðasta plata hennar, Aerial, kom út árið 2005. Þar áður gaf hún út The Red Shoes árið 1993. Í viðtali við BBC segist hún hafa samið slatta af nýjum lögum en vita ekki hvenær þau komi út. "Það er pirrandi hve plöturnar eru lengi í vinnslu. Ég vildi óska að það væri ekki svona löng bið á milli þeirra,“ sagði hún og vildi ekki meina að hún væri með fullkomnunaráráttu. Síðar í þessum mánuði kemur út platan Director"s Cut sem hefur að geyma lög af plötunum The Sensual World og The Red Shoes.

Lífið

Vinum Sjonna spáð góðu gengi í Eurovision

Þýskur Eurovisionspekúlant, Jan Kuhlmann, spáir vinum Sjonna góðs gengis í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann telur að lagið nái einu af efstu tíu sætunum. Jan segir einnig stuttlega frá sorgarsögunni um hræðilegt fráfall Sjonna Brink í meðfylgjandi myndskeiði. Þórunn Erna Clausen fagnar umfjölluninnni á Facebook síðunni sinni: Umfjöllun um Coming home á þýskri sjónvarpsstöð....þar er okkur spáð í topp 10 í úrslitunum.....verst að Þjóðverjar kjósa ekki í okkar undanriðli, þeir virðast vera ánægðir með okkur:)

Lífið

Óskarshafi á Bræðslunni

Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard, Hjálmar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Vax og trúbadorinn Svavar Knútur koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í Borgarfirði eystri helgina 22. til 24. júlí. Hansard er meðlimur hljómsveitarinnar The Frames og The Swell Season og lék einnig í kvikmyndinni The Commitments. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðsluhelgina sem er ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 120 manns. Forsala á Bræðsluna hefst 19. maí á Midi.is.

Lífið

Valdimar heitasta bandið á Íslandi

Tónlistarveitan Gogoyoko hélt tónleikaröð sinni áfram á hressingarskálanum í vikunni. Hljómsveitin Valdimar hefur verið það heitasta í íslensku tónlistarlífi síðastliðin misseri. Eins og við var að búast var fullt út úr dyrum þegar hljómsveitin steig á stokk. Myndirnar tala sínu máli.

Lífið

Travolta-hjónin sameinuð á hvíta tjaldinu

Leikarinn John Travolta, eiginkona hans Kelly Preston og dóttir þeirra Ella Bleu sameinast öll á hvíta tjaldinu í kvikmynd um mafíuforingjann John Gotti, Gotti: Three Generations. Þetta kom fram á blaðamannafundi í vikunni þar sem leikaralisti myndarinnar var kynntur en tökur eru að hefjast þessa dagana.

Lífið

Mæðgur með nýtt lag

Söngkonan Madonna hefur tekið upp lagið It"s So Cool með dóttur sinni Lourdes sem er fjórtán ára. Lagið verður annað hvort á næstu plötu Madonnu eða á plötu með lögum úr fyrsta leikstjórnarverkefni hennar, kvikmyndinni W.E.

Lífið

Sheen langar að skemmta Evrópu

Charlie Sheen hefur í hyggju að fara með einleikinn sinn á ferðalag um Evrópu og Asíu. Leikarinn lauk nýverið ferðlagi sínu um Bandaríkin og Kanada en sýningin My Violent Torpedo Of Truth/Death Is Not An Option hlaut misjafnar viðtökur. Sheen hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu eftir að hann sagði framleiðendum sjónvarpsþáttarins Two and Half Men stríð á hendur og var í kjölfarið rekinn. Síðan þá hefur líf leikarans umturnast, hann fer mikinn á netinu og áðurnefnd sýning þykir nokkuð sérstök.

Lífið

Blóðug hjálparhella hreinsar hústökuhúsið

Eins og meðfylgjandi myndband sýnir mættu vinir Söndru til hennar í dag, laugardag, og hjálpuðu henni að hreinsa draslið úr garðinum og innan úr húsinu en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar Sandra fékk það afhent.

Lífið

Sýnir sér ósýnilegar myndir

Í dag opnar Halldór Dungal myndlistasýningu á Gallerí-Bar 46 við Hverfisgötuna. Sýningin er athyglisverð því Halldór er blindur og hefur því ekki séð verkin sem hann málar.

Lífið

Íslendingar á The Great Escape

Hljómsveitin Retro Stefson og tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Ólöf Arnalds koma fram á tónlistarhátíðinni The Great Escape í Brighton á Englandi í næstu viku.

Lífið

Lady Gaga vísar guðlasti á bug

Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu.

Lífið

Glamúrgellur í kvikmyndaleik

Tökur á undirheimakvikmyndinni Svartur á leik eru hafnar. Myndin byggir á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheimana í Reykjavík, eiturlyf, handrukkanir og kynlíf.

Lífið

Selja fötin á frábæru verði

Undanfarin misseri hefur mikið borið á því að smekklegustu skutlur bæjarins hreinsa út úr fataskápum sínum og slá til fatamarkaðar. Þessi helgi er engin undantekning. Í dag milli 13 og 17 fer fram fatamarkaður í portinu á Prikinu þar sem Erna Bergmann, Svala Lind og Anna Soffía standa vaktina.

Lífið

Clooney í góðu næði

Þrátt fyrir að George Clooney sé án nokkurs vafa ein allra stærsta kvikmyndastjarnan um þessar mundir tekst honum af og til að halda sig fjarri sviðsljósinu. Þannig varð leikarinn fimmtugur í gær en í stað þess að halda upp á afmælið með glæsilegri veislu og frægum vinum bauð hann kærustu sinni, Elisabettu Canalis, í lágstemmdan kvöldverð á kínverska veitingastaðnum Mr. Chow í miðbæ Los Angeles.

Lífið

Cheryl Cole ráðin dómari

Enska poppstjarnan Cheryl Cole hefur verið ráðin í dómarastarf í bandarísku útgáfunni af X Factor sem hefur göngu sína síðar á árinu. Cole er 27 ára söngkona stúlknabandsins Girls Aloud. Hún hefur sinnt dómgæslu í síðustu þremur þáttaröðum af X Factor í heimalandi sínu. Tökur á nýju þáttaröðinni hófust á föstudag. "Ég er virkilega spennt yfir því að taka þátt í bandarísku útgáfunni af X Factor,“ sagði Cole. Aðrir í dómnefndinni verða Simon Cowell og upptökustjórinn fyrrverandi Antonio LA Reid. "Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Cole,“ sagði Cowell.

Lífið

Brjáluð í súkkulaði

Leikkonan Eva Mendes er brjáluð í súkkulaði og gerir hvað sem er til að fá skammtinn sinn. „Ég myndi borða viðarborð ef það væri súkkulaðihúðað. Ég er sjúk í smákökur, frauð og allt sem tengist súkkulaði,“ sagði hún. „Ef ég fæ mér þá refsa ég mér ekki fyrir það. Ég reyni frekar að njóta þess.“ Mendes, sem er 37 ára, reynir að minnka við sig í kaloríum á öðrum sviðum ef hún fær sér súkkulaði. „Ég reyni að borða eins marga ferska ávexti og eins mikið grænmeti og mögulegt er.“

Lífið

Kex hostel opnar í Reykjavík

Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu.

Lífið

Hera er opinber söngkona Mr. Gay World USA

„Ég vona að þetta vindi upp á sig. Þetta er besti bransinn til að byrja í því þetta eru „trendsetterarnir“,“ segir söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir. Hera er sjóðandi heit í heimi samkynhneigðra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hún er opinber söngkona keppninnar Mr. Gay World USA og lag hennar, Je Ne Sais Quoi, er lag keppninnar. Undankeppnir hefjast víða um Bandaríkin í júní og Hera kemur fram á einhverjum þeirra. Þá kemur hún fram í lokakeppninni í janúar á næsta ári.

Lífið