Lífið

Caine skammaður

Leikstjóranum Chris Nolan er ákaflega annt um kvikmyndir sínar og krefst algjörrar þagmælsku og trúnaðar frá starfsfólki sínu. Sir Michael Caine fékk að bragða á þessari sérvisku leikstjórans þegar hann missti óvart út úr sér í blaðaviðtali að tökur væru hafnar og hann myndi áfram leika einkaþjón Bruce Wayne, Alfred Pennyworth.

Lífið

Tileinka Biogen raftónlistarhátíðina Undir jökli

Í byrjun ágúst verður íslenska raftónlistarhátíðin Undir jökli, Extreme Chill Festival 2011, haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Hátíðin verður tileinkuð íslenska raftónlistarfrumkvöðlinum Bjössa Biogen, Sigurbirni Þorgrímssyni, sem lést fyrir aldur fram í byrjun þessa árs.

Lífið

The Saga til Íslands í nóvember

Kanadíska hljómsveitin The Saga spilar í Vodafonehöllinni 4. nóvember. Sveitin naut töluverðra vinsælda á níunda áratugnum og hennar þekktustu lög eru Wind Him Up, On the Loose og Humble Stance.

Lífið

Ýkt mikið fótósjoppuð

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Pamelu Anderson pósa í Bonita De Mas undirfötum þar sem búið er að eiga töluvert við myndirnar með aðstoð tölvutækninnar. Þá má einnig sjá myndir af Pamelu sem ekki er búið að eiga við.

Lífið

Glaðir gestir á Afrocubism í Hörpu

Ljósmyndari Fréttablaðsins var í Hörpunni á þriðjudaginn þegar hljómsveitin Afrocubism spilaði við góðar undirtektir. Sveitin er skipuð merkustu tónlistarmönnum Kúbu og Malí og notaði fjöldi fólks tækifærið og skellti sér á tónleikana.

Lífið

Gala eða gallabuxur - skiptir engu þú lúkkar

Black Eyed Peas söngkonan, Fergie, 36 ára, var mynduð í Düsseldorf í Þýskalandi í gær klædd í stuttbuxur og leðurstígvel. Þá má sjá söngkonuna í gulum galakjól ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Josh Duhamel. Fergie er alltaf glæsileg sama hverju hún klæðist eins og sjá má í myndaablúmi. Þá má einnig sjá hana í hlébarðakjól og leðurvesti í París á dögunum.

Lífið

KR-útvarpið til Færeyja

KR-útvarpið ætlar að elta meistaraflokk karla í fótbolta til Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Þar fer fram leikur ÍF Fuglafjarðar og KR í Evrópudeildinni í kvöld. Þröstur Emilsson verður í Þórshöfn með viðtöl fyrir leik og lýsir svo leiknum sem hefst klukkan 18. Útsendingin, sem er sú 314. í röðinni hjá KR-útvarpinu, hefst klukkan 17 og verður Páll Sævar Guðjónsson í KR-heimilinu. Útvarp KR sendir út á FM 98,3 og á Netheimur.is, iPhone, iPad og Ipod.

Lífið

Línurnar að skýrast hjá Tarantino

Quentin Tarantino hefur klófest bæði Leonardo DiCaprio og Jamie Foxx fyrir kvikmynd sína Django Unchained. Fréttir af myndinni eru frekar óljósar en samkvæmt vefsíðunni contactmusic.com er um að ræða vestra, innblásinn af spagettívestranum Django eftir Sergio Corbucci. "Mig hefur alltaf langað til að gera mynd um svartasta blettinn á sögu Bandaríkjanna; þrælahaldið. En ég vil ekki gera það á dramatískan hátt heldur með því að notast við vestraformið,“ hafði Daily Telegraph eftir Tarantino fyrir fjórum árum.

Lífið

Ugly Betty-stjarna gift

Leikkonan America Ferrera gekk í það heilaga á dögunum en hinn heppni er æskuástin og leikstjórinn Ryan Piers Williams. Parið hefur verið saman lengi en trúlofaði sig fyrir ári.

Lífið

Harry prins deitar undirfatamódel

Harry Bretaprins hefur undanfarnar fjórar vikur verið að slá sér upp með Florence Brudenell-Bruce, 25 ára, sem skoða má í símaauglýsingu í meðfylgjandi myndskeiði. Florence lagði stund á listasögu en hefur þess á milli pósað í undirfötum. Hana dreymir um að verða kvikmyndastjarna og ætlar því að freista gæfunnar í Los Angeles í haust. Nú sitja breskir slúðurmiðlar fyrir stúlkunni og mynda hana hvert sem hún fer. Fyrirsætan átti í tveggja ára ástarsambandi við Formúlu 1 ökumanninn Jenson Button en þau hættu saman árið 2008.

Lífið

Gat verið - ber að ofan

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 38 ára, pósar ber að ofan í nýjasta Vanity Fair tímaritinu. Eins og sjá má í myndasafni er leikkonan eingöngu klædd í Louis Vuitton skartgripi og netasokkabuxur. Gwyneth, sem er tveggja barna móðir, er í dúndurformi enda leggur hún ríka áherslu á heilbrigt mataræði og hreyfingu.

Lífið

Galliano hannar brúðarkjólinn

Fyrirsætan Kate Moss ætlar nú loks að ganga upp að altarinu en sá heppni er rokkarinn Jamie Hince. Brúðkaupið fer fram á heimili Moss á laugardaginn. Það er enginn annar en hönnuðurinn John Galliano sem hannar brúðarkjólinn en þeim upplýsingum hefur verið haldið leyndum hingað til.

Lífið

Áreynslulaus nafnaleikur

Fyrsta plata Péturs Ben og Ebergs nefnist Numbers Game. Þar blanda þeir félagar saman poppi, rokki og elektróník á aðgengilegan og fagmannlegan hátt.

Lífið

Þetta heitir að daðra Pippa

Pippa Middleton, 27 ára, var mynduð í dag á Wimbledon tennismótinu í London með Alex Loudon, sem hún hætti með í byrjun júní eftir tæplega eins árs ástarsamband. Eins og greinilega má sjá á meðfylgjandi myndum döðruðu þau við hvort annað líkt og enginn væri morgundagurinn. Nú velta slúðurmiðlar vestan hafs sér endalaust upp úr því hvort þau séu bara vinir eða sjóðheitir elskendur.

Lífið

Hefner fljótur að jafna sig

Playboy-stofnandinn Hugh Hefner var ekki lengi að jafna sig eftir sambandsslitin við Chrystal Harris en hann er þegar kominn með tvær nýjar konur upp á arminn.

Lífið

Kasólétt með klikkaða útgeislun

Leikkonan Jessica Alba, 30 ára, sem á þriggja ára dóttur, Honor, með eiginmanni sínum, Cash Warren, var mynduð versla í Whole Foods verslun í Kaliforníu á sunnudaginn síðasta. Eins og sjá má er Jessica stórglæsilega svona kasólétt en hún á von á sér í lok sumars.

Lífið

Vibskov og Mundi til Seattle

Norræni tískutvíæringurinn verður haldinn í annað sinn í Seattle þann 30. september og stendur hann yfir til 13. nóvember. Norræna húsið er stofnandi tvíæringsins en listakonan Hrafnhildur Arnardóttir sinnir starfi sýningastjóra í ár.

Lífið

Vó þið eruð nákvæmlega eins

Eins og meðfylgjandi myndir sýna er vaxstyttan af söngkonunni Aliciu Keys nákvæmlega eins og hún. Alicia sló á létta strengi þegar stytttan var formlega afhjúpuð á Madame Tussauds vaxmyndasafninu í New York í gær.

Lífið

Konungur næturinnar skemmtir sér með myndavélinni

„Ég var alltaf úti á lífinu og eins og gengur og gerist þá tók ég með mér myndavél og fór að taka myndir af fólkinu. Það var síðan 2006 að ég ákvað að fara að gera eitthvað úr þessu,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson ljósmyndari.

Lífið

Íslenski dansflokkurinn gerir góða hluti erlendis

Íslenski dansflokkurinn sýndi í annað sinn á stuttum tíma á danshátið í Austuríki. Í apríl á þessu ári sýndi flokkurinn í Linz og fékk vægast sagt frábærar viðtökur. Blaðið OÖNachrichten gaf sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum. Í júní var ferðinni svo heitið til Dornbirn þar sem Íslenski dansflokkurinn sýndi verkið "Svanurinn“ eftir Láru Stefánsdóttur, ásamt því að sýna nýjar íslenskar dansstuttmyndir eftir Katrínu Hall og Reyni Lyngdal. Íslenski dansflokkurinn fékk mjög góðar viðtökur í Dornbirn og var uppselt á báðar sýningar flokksins. Mikil áhersla var lögð á sýningu Íslenska dansflokksins í allri kynningu á danshátíðinni og voru myndir úr Svaninum í forgrunni í öllum kynningarefni ásamt myndefni út náttúru Íslands. Þessi mikla athygli útheimti að dansarar stæðu undir miklu væntingum sem þeir gerðu með sóma. Flokkurinn fékk einkar góða umsögn í þarlendum blöðum.

Lífið

Magnús Scheving á háborði spænsku krúnunnar

„Prinsessan tjáði mér að stelpur þeirra hjóna væru miklir aðdáendur Latabæjar. Ég sagði henni að ég væri með tvo Sollu stirðu-búninga með mér og að þær mættu fá þá,“ segir Magnús Scheving.

Lífið

Skilin í annað sinn

Californication stjarnan David Duchovny, 50 ára, og leikkonan Tea Leoni, 45 ára, eru skilin að borði og sæng. Þau hafa ákveðið að skilja í óákveðinn tíma en þau ætla að sjá til hvað þau ákveða að gera í framhaldinu. Þau giftu sig í maí árið 1997 og eignuðust saman tvö börn, Madelaine og Kyd. Í október 2008 skildu þau örfáum vikum eftir að David útskrifaðist úr kynlífsmeðferð. Það var síðan ári síðar að þau tóku saman á ný. Skoða má myndir af þeim í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið

Hágrátandi fyrirsæta

Fimm ára krullhærð fyrirsæta hágrét á Smalto tískusýningunni í París síðasta laugardag. Eins og myndirnar sýna leiddi brasilíska ofurfyrirsætan Alexandre Cunha hágrátandi drenginn en tók hann síðan í fang sér í lokaatriðinu og þá var fimm ára fyrirsætan enn að jafna sig. Drengurinn bræddi nærstadda með tárum sínum. Haft var á orði að margar fyrirsætur eru oftar en ekki hágrátandi innra með sér en halda andlitinu á pöllunum. Barninu var hinsvegar slétt sama og þerraði stöðugt tárin. Sjá drenginn í meðfylgjandi myndskeið (08:36) og í blálokin. Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér!

Lífið

Leikaraliðinu leiddist greinilega ekki

Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Kex í gærkvöldi á árshátíð Brynjanna og Útlaganna sem eru félög leikkvenna og leikara sem lærðu erlendis. Félögin eru nú orðin þriggja ára og fara ört stækkandi enda sífellt fleiri sem sækja nám sitt utan landsteinanna. Síða Brynjanna á Facebook. Síða Útlaganna á Facebook. Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér!

Lífið

Alan og Íris gefa út brúðkaupsballöðu

Tónlistarmaðurinn Alan Jones gefur um miðjan júlí út ballöðuna Stay With Me ásamt Írisi Hólm. „Þetta er hálfgert brúðkaupslag. Við vonum að þegar fólk heyri það vilji það nota lagið í brúðkaupunum sínum,“ segir Alan.

Lífið

Davíð fékk vespuna skemmda til baka

"Vespan fannst í Írabakka. Lögreglan í Kópavogi kom með hana heim áðan. Lögreglumaðurinn var búinn að sjá fréttina á Visir.is í dag og hringdi í mig. Ég þakka kærlega fyrir þetta," sagði Bryndis Erna móðir Davíðs...

Lífið

Dama í gær drusla í dag

Leikkonan Drew Barrymore, 36 ára, var mynduð á LAX flugvellinum í Los Angeles í gærdag, klædd í gallbuxur og Iron Maiden bol með nýja kærastanum sínum, Will Kopelman. Þá má einnig sjá Drew uppáklædda á rauða dreglinum í síðustu viku í myndasafni. Eftir að Drew sat fyrir léttklædd í Playboy árið 1995 sendi leikstjórinn Steven Spielberg henni bútasaumsteppi með orðunum breiddu yfir þig. Eintak af blaðinu fylgdi með þar sem búið var að breyta öllum myndum af henni þannig að hún var fullklædd á þeim öllum.

Lífið

Viltu frítt eintak af Léttara og betra líf?

Léttara og betra líf er leiðarvísir danska ráðgjafans og sjónvarpskonunnar Lene Hansson til heilsubótar og vellíðunar – um er að ræða átta vikna áætlun þar sem hollmeti og hreyfing vísar veginn til breyttra og bættra lífshátta. Kvittaðu á Facebook síðu Lífsins, deildu leiknum á þinni Facebook síðu og hver veit nema heppnin verði með þér. Við drögum út fimm heppna þátttakendur næsta föstudag, 1. júlí. Vertu með ef þú vilt taka mataræðið í gegn hér. Í meðfylgjandi myndskeiði spyrjum við Lene út í svokallaðan svarta lista sem inniheldur fæðutegundir sem hún ráðleggur fólki sem vill grennast og bæta heilsuna alls ekki að neyta.

Lífið