Leikjavísir

Gamevera í jólastuði

Marín í Gameverunni verður með sannkallaðan jólaþátt í kvöld. Hún mun fá til sín góðan gest, auk þess sem hún mun spila tölvuleiki, spjalla við áhorfendur og gefa þeim gjafir.

Leikjavísir

Jólastemning hjá Babe Patrol

Það verður jólastemning hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Stelpurnar ætla bæði að spila Warzone og Overcooked en þar að auki munu þær gefa áhorfendum gjafir í anda jólanna.

Leikjavísir

Stórviðburður í Stjóranum

Það verður hart barist í Stjóranum í kvöld. Þá mætast „stálin og hnífarnir“ frá Grimsby og „hattarnir“ frá Stockport en um stórviðburð er að ræða.

Leikjavísir

Félag eldri borgara í Fortnite

Strákarnir, eða kannski frekar karlarnir, í GameTíví ætla að kíkja á nýju eyjuna í Fortnite í kvöld. Þeir segjast ætla að ná minnst þremur sigrum, auk þess sem þeir ætla að halda keppni. 

Leikjavísir

Stiklusúpa: Allt það helsta sem sýnt var á Game Awards

Verðlaunahátíðin Game Awards fór fram í gærkvöldi en eins og svo oft áður notuðu leikjaframleiðendur tækifærið til að kynna tölvuleiki sem verið er að vinna að. Meðal þess sem opinberað var í gær var framhaldsleikur Death Stranding nýtt myndefni úr Diablo 4.

Leikjavísir

Fimm stjörnur hjá Gameverunni

Marín í Gameverunni fær til sín fimm stjörnu gest í kvöld. Það er hann Sigurjón eða „FimmStjörnuMaðurinn“ og ætla þau að berjast saman í hryllingsleiknum Labryinthine.

Leikjavísir

Geitur valda óreiðu í GameTíví

Streymi strákanna í GameTíví mun einkennast af geitum, óreiðu og alls konar vitleysu í kvöld. Strákarnir ætla nefnilega að setja sig í klaufar geita í leiknum Goat Simulator 3.

Leikjavísir

Athyglisprestarnir messa í Al Mazrah

Athyglisprestarnir ætla að láta að sér kveða í Warzone 2 í kvöld. Þar verða þeir með prestaköll og ætla að messa yfir öðrum spilurum leiksins, auk þess sem þeir munu skjóta þá.

Leikjavísir

Gameveran fer á veiðar

Marín í Gameverunni ætlar að fara á veiðar í kvöld. Með félögum sínum mun hún kíkja á leikinn Hunt: Showdown þar sem þau munu þurfa að berjast við alls konar óvættir auk annarra spilara.

Leikjavísir

Drottningarnar kveðja

Drottningarnar ætla að kveðja í sínu lokastreymi í kvöld. Þar munu þær spila leikinn Fall Guys með áhorfendum og líta yfir farinn veg.

Leikjavísir

Risarnir mætast í Stjóranum

Það verður ýmsum spurningum svarað í nýjasta þætti Stjórans þar sem risarnir í fjórðu deildinni mætast loksins. Stockport og Grimsby munu mætast en þá mun koma í ljós hvort markastífla Grimsby bresti loksins.

Leikjavísir

Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins

Forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds ætla að forsýna nýjasta leik fyrirtækisins á næstu dögum. Starborne Frontiers er annar tölvuleikur félagsins og verður hann opinberaður á fjárfestadegi Solid Clouds þann 1. desember.

Leikjavísir

Stjórinn: Heldur uppgangur Grimsby áfram?

Það er hart barist í Stjóranum, þar sem þeir Hjálmar Örn og Óli Jóels keppa um hvor nær betri árangri með lið sitt í fjórðu deildinni í Englandi í Football Manager 2023. Hjálmar stýrir Stockport og Óli stýrir Grimsby.

Leikjavísir

Pabbakvöld í Al Mazrah

CM!OB pabbarnir ætla að gera heiðarlega tilraun til að mála Al Mazrah rauða í Warzone 2 í kvöld. Það er að segja eftir að börnin eru komin í háttinn.

Leikjavísir

Snúa bökum saman hjá Gameverunni

Marín í Gameverunni fær til sín Allifret í heimsókn en þau ætla að setjast niður og spila svokalla Co-op leiki. Í þeim leikjum þurfa þau að snúa bökum saman til að vinna.

Leikjavísir

Hryllingur hjá Queens

Þær Móna og Valla ætla að upplifa hrylling í kvöld. Þær munu spila leikinn Pacify en sá gengur út á að lifa af í húsi þar sem illur og ógnvænlegur draugur herjar á spilara.

Leikjavísir

Einvígi stjóranna heldur áfram

Einvígi stjóranna heldur áfram í kvöld, þar sem þeir Hjálmar Örn og Óli Jóels keppa um hvor nær betri árangri með lið sitt í fjórðu deildinni í Englandi í Football Manager 2023. Hjálmar stýrir Stockport og Óli stýrir Grimsby.

Leikjavísir

Kafa dýpra í Modern Warfare 2

Strákarnir í GameTíví ætla að halda áfram að spila hinn nýja Call of Duty: Mordern Warfare 2 í kvöld. Meðal annars ætla þeir að skoða hluta leiksins sem heitir Invasion en þar spila tuttugu spilarar gegn öðrum tuttugu og bottum.

Leikjavísir