Íslenski boltinn

Guðmundur Reynir: Það eru allir fúlir

„Það eru gríðarleg vonbrigði að tapa þessum leik. Við stefndum á sigur í kvöld og koma okkur í leiðinni í efri hlutann. Það gekk ekki eftir því miður," sagði KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson eftir tapið gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Meistararnir komnir á beinu brautina

Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sannfærandi í Eyjum

Eyjamenn eru komnir á topp Pepsi-deildar karla eftir sannfærandi 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn

Minni pressa á Valsliðinu núna

“Þetta er maður alinn upp við, þessa nágrannaslagi stórveldanna í Reykjavík, sagan og umgjörðin,” sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um ástæðu þess af hverju það er svona sérstakt að vinna KR. Hann er leikmaður 6. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins og Vísis.

Íslenski boltinn

Kveikir fyrsti sigurinn í KR?

KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardalsvellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram.

Íslenski boltinn

Logi: Ef þetta kveikir ekki í okkur þá veit ég ekki hvað þarf til

Loga Ólafssyni, þjálfara KR, var augljóslega létt, eftir 3-2 sigur KR á Fram í Laugardalnum í kvöld. Það var mikil pressa á honum og liðinu fyrir leik og ekki var húnn minni þegar liðið var komið 2-0 undir. Logi fækkaði hinsvegar í vörninni og setti fleiri menn í sóknina og það skilaði þremur mörkum á lokakaflanum og þremur stigum í hús.

Íslenski boltinn

Bjarni: Þetta var leikurinn sem við urðum að vinna

Bjarni Guðjónsson var kátur eins og aðrir KR-ingar eftir ótrúlega endurkomu og 3-2 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins í Pepsi-deild karla - í sjöttu tilraun og útlitið var ekki bjart í stöðunni 2-0 fyrir Fram þegar sextán mínútur voru eftir.

Íslenski boltinn