Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-1

Varamaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson tryggði nýliðum Skagamanna 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og þar með fullt hús eftir þrjá fyrstu leiki sína í Pepsi-deild karla. Ólafur Valur var ekki eini varamaðurinn sem var hetja Skagamanna í kvöld því varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varði víti frá Ingimundi Níels Óskarssyni áður en Skagamenn komust yfir í leiknum.

Íslenski boltinn

Fimm leikir í Pepsi-deild karla | KR – ÍBV í beinni á Stöð 2 sport

Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og þar með lýkur þriðju umferð Íslandsmótsins. Umferðin hófst í gær með leik Keflavíkur og Stjörnunnar sem endaði 1-0 fyrir gestina úr Garðabæ. Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs í gær og fara þeir fram í kvöld. Leikur Íslandsmeistaraliðs KR og ÍBV úr Vestmannaeyjum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld kl. 20.00.

Íslenski boltinn

Verðum miklu ofar eftir tvö ár

Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar.

Íslenski boltinn

Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi.

Íslenski boltinn

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Íslenski boltinn

Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR

Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Íslenski boltinn

Eins og eftir handriti

Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Páll Gísli átti frábæran leik með Skagamönnum er þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR í fyrsta heimaleik sínum í sumar.

Íslenski boltinn

Er spáin enn að stríða KR?

Íslandsmeistarar KR náðu aðeins í eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar karla og það þrátt fyrir að skora fjögur mörk í leikjunum á móti Stjörnunni (2-2) og ÍA (2-3).

Íslenski boltinn