Íslenski boltinn

Búinn að bíða í 14 leiki eftir hundraðasta sigrinum

Í lok leiks ÍA og Fram á Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt út fyrir það að Guðjón Þórðarson myndi mjög fljótlega bætast í hundrað sigra hópinn með Ásgeiri Elíassyni. Guðjón var þarna að stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu deild og allt leit út fyrir að hann ætlaði að vera með Skagaliðið í efri hlutanum annað árið í röð.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - KR 1-2

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn besta leik náðu KR að kreista fram sigurinn undir lokin í 2-1 sigri þeirra á Fram í Laugardalnum í dag. Þeir hafa núna unnið fjóra leiki í röð og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði ÍA í Pepsi deild karla.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 2-2

Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin.

Íslenski boltinn

Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár

"Ég er að deyja úr stolti,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um það að hafa fengið að bera fyrirliðaband íslenska landsliðsins í leikjunum á móti Frökkum og Svíum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann er sá yngsti síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Breiðablik 0-2

Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum.

Íslenski boltinn

Þetta er að verða betra og betra hjá okkur

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins.

Íslenski boltinn

Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum

Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM.

Íslenski boltinn

Fanndís og Rakel á skotskónum - myndir

Fanndís Friðriksdóttir fór fyrir sínu liði í 7-1 stórsigri á Selfossi í kvöld og varð sú fyrsta til að skora þrennu í Pepsi-deild kvenna á þessu tímabili. Fanndís og Rakel Hönnudóttir sem skoraði tvö mörk eru nú markahæstu leikmenn deildarinnar með fjögur mörk hvor.

Íslenski boltinn

Fanndís með þrennu í stórsigri Blika

Breiðablik er komið á topp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á nýjan leik eftir 7-1 stórsigur á nýliðum Selfoss á Kópavogsvellinum í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Blika, skoraði þrennu á fyrstu 40 mínútum leiksins. Fylkir og KR gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli í Árbænum.

Íslenski boltinn