Íslenski boltinn

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Íslenski boltinn

Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna

Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins.

Íslenski boltinn

Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun?

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Hverjir eru nógu ruglaðir?

Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfin á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár.

Íslenski boltinn

Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal?

Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Íslenski boltinn

Hornfirðingar fá knatthús

Á morgun verður nýtt fjölnota knatthús á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins.

Íslenski boltinn

Tími ungu strákanna

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum.

Íslenski boltinn

Valsmenn skipta upp rekstrinum hjá sér

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur lagt fram tillögu þess efnis að skipta rekstri félagsins í tvennt. Hörður Gunnarsson, formaður aðalstjórnar, segir að Reykjavíkurborg hafi ekki staðið við samning sem skrifað var undir á sínum tíma og að það sé þungt högg fyrir félagið.

Íslenski boltinn