Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Það kemur ýmislegt fram í heimildarmyndinni Founding Fathers þar sem farið er yfir uppgang og sigursæla tíma danska handboltalandsliðsins með goðsögnum landsliðsins, bæði í dag sem og á árum áður. Handbolti 14.1.2026 13:02
Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson segir það eflaust verða skrýtið að fylgjast með komandi stórmóti í handbolta í sjónvarpinu. Hann er nú að skoða sín mál hjá norska félaginu Kolstad sem neyðist til að lækka laun hans og fleiri leikmanna. Handbolti 14.1.2026 12:08
Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Ola Lindgren, fyrrverandi þjálfari og lykilleikmaður sænska landsliðsins í handbolta, hefur gríðarlega trú á íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót. Handbolti 14.1.2026 11:02
Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel er persóna í sögu um Andrés Önd í væntanlegri Syrpu. Handbolti 13.1.2026 11:02
„Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Einar Jónsson hefur ekki mikla trú á tilraunaverkefni Snorra Steins Guðjónssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, sem spilar skyttunni Teiti Erni Einarssyni í hægra horninu. Handbolti 13.1.2026 10:32
Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Hægt er að ganga að nokkrum hlutum í lífinu vísum. Meðal annars dauðanum, sköttum og svo þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á stórmóti í janúar. Eins og venjulega eru talsverðar væntingar til íslenska liðsins en á síðustu árum hefur verið gjá á milli þeirra og árangurs á stóra sviðinu. Handbolti 13.1.2026 09:01
„Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í handbolta næsta föstudag og sérfræðingur stöðvarinnar segir fulla ástæðu til bjartsýni en hefur örlitlar áhyggjur af sveiflunum í sóknarleik liðsins. Handbolti 13.1.2026 07:31
Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Aron Pálmarsson og Logi Geirsson, fyrrverandi liðsfélagar í íslenska landsliðinu í handbolta, urðu fyrir því óláni á sínum tíma að vekja óvart þáverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson um niðdimma nótt. Handbolti 13.1.2026 07:02
Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Þrjá íslenska landsliðsmenn er að finna í upptalningu Handbollskanalen á bestu leikmönnum í hverri stöðu á komandi Evrópumóti í handbolta. Handbolti 12.1.2026 23:16
Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Nikolaj Jacobsen hefur gert magnaða hluti með danska handboltalandsliðið síðan hann tók við liðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir tæpum níu árum síðan. Dönsku landsliðsstrákarnir eru þó ekki að fá alveg sama þjálfara og á árum áður. Handbolti 12.1.2026 14:00
Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach FH-ingurinn ungi, Garðar Ingi Sindrason, gengur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach fyrir næsta tímabil. Handbolti 12.1.2026 10:25
Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Færeyingar verða áberandi á Evrópumótinu í handbolta og þeir fá líka góðan stuðning í stúkunni. Riðill færeyska landsliðsins fer fram í Noregi og þangað munu Færeyingar fjölmenna. Handbolti 12.1.2026 09:31
„Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Íslenska handboltalandsliðið er nálægt því að vera á heimavelli á Evrópumótinu í handbolta sem hefst með leik á móti Ítölum á föstudagskvöldið. Handbolti 12.1.2026 08:31
Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson ræddi í fyrsta sinn opinberlega um það þegar hann að ósekju féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir Ólympíuleikana í Aþenu 2004. Hann átti erfiða mánuði í Austurríki á meðan hann beið eftir botni í málið. Handbolti 12.1.2026 07:02
Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta. Handbolti 11.1.2026 19:02
Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Elín Klara Þorkelsdóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og hún var meðal markahæstu manna Sävehof í 29-28 sigri á Skövde í kvöld. Handbolti 11.1.2026 18:47
Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir því franska, 31-29, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. Frakkar tryggðu sér sigurinn með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Handbolti 11.1.2026 15:15
Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Íslendingatríóið í Blomberg-Lippe varð að sætta sig við naumt tap á heimavelli gegn franska liðinu Chambray Touraine, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna í handbolta í dag. Handbolti 11.1.2026 17:09
„Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Vetrarstormurinn „Elli“ hafði mikil áhrif á ferðalag þýska handboltalandsliðsins eftir að það hafði unnið Króatíu í Zagreb á fimmtudagskvöld. Handbolti 11.1.2026 09:02
Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Eyjakonur fylgja Val eftir á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með 23-20 sigri gegn Haukum í dag og KA/Þór hóf nýja árið á öflugum sigri gegn ÍR, 23-21. Handbolti 10.1.2026 18:38
„Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar topplið deildarinnar, Valur, rúllaði yfir Fram í Olís-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 11 marka sigri Vals og segir Haraldur að gæðamunurinn á liðunum hafi verið augljós á öllum sviðum leiksins. Handbolti 10.1.2026 17:54
Stjarnan sendi Selfoss á botninn Stjörnukonur unnu afar dýrmætan sigur gegn Selfyssingum í dag, 34-28, þegar Olís-deild kvenna í handbolta hófst að nýju eftir jólafrí, eftir að hafa unnið Fram í síðasta leik fyrir fríið. Handbolti 10.1.2026 17:06
Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Handbolti 10.1.2026 15:06
Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Norður-makedónsku dómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski fá ekki að dæma á komandi Evrópumóti í handbolta vegna svindls á þolprófi. Handbolti 10.1.2026 13:01