Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía andstæðingar Íslands á HM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur á stórmóti þriðja árið í röð þegar liðið leikur á HM í lok þessa árs. Dregið er í riðla í dag, í beinni útsendingu. Handbolti 22.5.2025 15:46
Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta. Handbolti 22.5.2025 13:08
Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Valsmenn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðarenda hafi verið liðinu áfall. Handbolti 22.5.2025 12:32
Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Handbolti 20.5.2025 08:32
„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. Handbolti 19.5.2025 22:37
Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ómari Ingi Magnússon hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Magdeburg til ársins 2028. Hann hélt upp á því með stórleik og ákvað Gísli Þorgeir Kristjánsson að gera slíkt hið sama. Þeir voru langt í frá einu Íslendingarnir sem létu að sér kveða í kvöld. Handbolti 19.5.2025 19:54
Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu. Handbolti 19.5.2025 18:46
Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Handbolti 19.5.2025 15:02
Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Montpellier, lið hornamannsins Dags Gautasonar, lauk sjö ára bið sinni eftir titli með dramatískum hætti í gær þegar liðið vann stórveldi PSG í úrslitaleik. Afar langa vítakeppni þurfti til. Handbolti 19.5.2025 13:32
Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Íslendingaliðið Kolstad vann í dag sigur á Elverum í fyrsta úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handbolta. Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í leiknum. Handbolti 18.5.2025 17:56
Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með átta mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í fyrsta leik gegn BSV Bern í úrslitaeinvígi svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 18.5.2025 16:53
Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Valur varð í gær Evrópubikarmeistari í handknattleik eftir að hafa lagt spænska liðið Porrino í úrslitaleik. Eftir leik fékk einn leikmaður Vals sérstaka kveðju frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Handbolti 18.5.2025 09:00
Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Valur varð í dag Evrópubikarmeistari kvenna í handbolta eftir sigur á spænska liðinu Porrino. Stemmningin í N1-höllinni að Hlíðarenda var mögnuð og Anton Brink ljósmyndari Vísis var á staðnum. Handbolti 17.5.2025 21:47
Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Viktor Gísli Hallgrímsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Wisla Plock í úrslitakeppni pólska handboltans í dag. Wisla er komið í forystu í einvígi sínu í undanúrslitum. Handbolti 17.5.2025 20:19
„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ „Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag. Handbolti 17.5.2025 18:55
Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Valur vann eins marks 25-24 sigur á Porrino frá Spáni í úrslitaleik um Evrópubikartitil kvenna í handbolta. Þær eru Evrópubikarmeistarar fyrst íslenskra kvennaliða. Handbolti 17.5.2025 14:16
Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Elín Rósa Magnúsdóttir átti stóran þátt í sögulegum Evrópusigri Vals í handbolta en bikar fór á loft eftir sigur í úrslitaleik gegn Porrino frá Spáni á Hlíðarenda. Hún átti erfitt með að koma tilfinningarússibana dagsins í orð. Handbolti 17.5.2025 18:12
„Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Hildigunnur Einarsdóttir var að spila einn af síðustu handboltaleikjunum á sínum ferli er Valur skráði sig í sögubækurnar með sigri í úrslitaleik EHF-bikarsins. Tilfinningarnar voru eftir því. Handbolti 17.5.2025 18:01
Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Lið Holstebro er komið í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli við GOG á útivelli í dag. Handbolti 17.5.2025 17:50
„Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Það eru smá fiðrildi byrjuð að poppa upp,“ segir Hildigunnur Einarsdóttir sem er staðráðin í að ljúka sínum handboltaferli sem Evrópubikarmeistari, með því að vinna spænska liðið Porrino í úrslitaleik á Hlíðarenda í dag klukkan 15. Handbolti 17.5.2025 12:01
Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Íslendingaliðið Melsungen heldur áfram að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta og komst yfir stóra hindrun í kvöld með 29-23 útisigri gegn Hannover-Burgdorf sem situr í 4. sæti deildarinnar. Handbolti 16.5.2025 20:10
„Ég get ekki beðið“ Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir. Handbolti 16.5.2025 20:02
Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi „Ég er frekar rólegur og líður bara vel,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, sem spilar úrslitaleik um EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda á morgun er lið Porriño frá Spáni kemur í heimsókn. Handbolti 16.5.2025 14:45
Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Vals fyrir seinni leik kvennaliðs félagsins gegn Porrino í úrslitum EHF-bikarsins á morgun. Handbolti 16.5.2025 10:41