
Viktor hafði betur í uppgjöri íslensku markvarðanna
GOG vann öruggan sigur á Kolding er liðin mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
GOG vann öruggan sigur á Kolding er liðin mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Íslendingalið áttust við í sænska og danska handboltanum í dag og voru íslensku leikmennirnir flestir í stórum hlutverkum.
Ársþing Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fer fram næstkomandi mánudag og liggur ein tillaga frá félögum í landinu fyrir þinginu. Hún kemur úr Kópavogi.
Flensburg, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, án þess að spila leik. Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er meðal leikmanna liðsins.
Það er erfitt og raun óskiljanlegt fyrir afreksmenn í íþróttum að sitja við sama borð er varðar æfingar og keppni og leikmenn í yngri flokkum segir landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Björgvin Páll Gústavsson.
Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Dana, segist hafa fengið mörg ljót skilaboð frá netverjum í gegnum tíðina og nokkur þeirra hafi komið í janúar, þrátt fyrir að Danir hafi staðið uppi sem sigurvegarar á HM í Egyptalandi.
Það var fjöldi af Íslendingum í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Tvö af toppliðum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta mættust í dag. Þar hafði Flensburg betur á útivelli gegn Magdeburg, lokatölur 32-29 gestunum í vil. Ómar Ingi Magnússon leikur með Magdeburg á meðan Alexander Petersson er í liði Flensburg.
Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart heimsóttu Kiel í þýska handboltanum í kvöld. Viggó skoraði fjögur mörk fyrir gestina, en það dugði ekki til og Kiel landaði fimm marka sigri, 33-28.
Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós í sex marka sigri Kristianstad á Malmö er Íslendingaliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, lokatölur 34-28.
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu öruggan tólf marka sigur á norska liðinu Elverum í Meistaradeildinni í dag.
Þegar KA tilkynnti að liðið væri að fá þrjá nýja leikmenn fyrir næsta tímabil var ljóst að einhverjir þyrftu að fara. Nú er ljóst að Áki Egilsnes mun ekki leika með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð.
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Oddur Gretarsson var á sínum stað er Balingen-Weilstetten vann Nordhorn-Lingen. Þá hafði Ýmir Örn Gíslason betur gegn Guðmundu Guðmundssyni og Arnari Frey Arnarssyni.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag ráðinn nýr íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Hann mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í Skövde eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan fimm marka sigur á Alingsas í dag, lokatölur 26-21.
Dregið var í riðla í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan, drógust saman í riðil. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, er svo í hinum riðlinum.
Tomas Svensson, fyrrverandi markmannsþjálfari íslenska handboltalandsliðsins, er nú orðaður við stöðu markmannsþjálfara hjá spænska stórveldinu Barcelona. Það var spænska sjónvarpsstöðin Onze sem greindi upphaflega frá.
Vísir ræddi við Steinunni Björnsdóttur, fyrirliða íslenska landsliðsins, um leikina mikilvægu gegn Slóveníu í apríl. Steinunn verður því miður ekki með eftir að hafa slitið krossband í Norður-Makedóníu þar sem Ísland tryggði sér á endanum leiki í umspili um sæti á HM 2021.
Í Seinni bylgjunni á mánudaginn valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm hálf mislukkuð félagaskipti í Olís-deild karla í vetur. Valsmenn skipa tvö efstu sætin á listanum.
Talant Dujshebaev, þjálfari Sigvalda Guðjónssonar og Hauks Þrastarsonar hjá Kielce, hefur verið dæmdur í sex leikja bann í pólsku bikarkeppninni fyrir framkomu sína í leik gegn Wisla Plock fyrr í þessum mánuði. Þá fékk Dujshebaev væna sekt.
Arnar Pétursson hefur valið 21 manna æfingahóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fyrir leikina gegn Slóveníu í umspili um sæti á HM 2021.
Fjögur Íslendingalið komust áfram í Evrópudeildinni í handbolta í dag. Um er að ræða Kristianstad frá Svíþjóð, GOG frá Danmörku, Rhein-Neckar Löwen og Magdeburg frá Þýskalandi.
Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og handknattleikskona ársins 2020, fékk það staðfest í dag að hún væri með slitið krossband.
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í svissneska liðinu Kadetten náðu ekki að fylgja eftir flottri frammistöðu í Frakklandi og féllu úr leik í Evrópudeildinni í handbolta í dag.