Handbolti

Wilbek: Þeir myndu hlæja að þessu á Íslandi

Landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek hjá Dönum lætur sér fátt um finnast um ásakanir forráðamanna þýska félagsins Flensburgar um að hann hafi neytt línumanninn Michael Knudsen til að spila meiddann á EM í Austurríki.

Handbolti

Ólafur: Nýttum fríið betur en þeir

Bronsmaðurinn Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu hjá Akureyringum í kvöld en náði þó að skora fimm mörk og öll úr hröðum upphlaupum er Akureyringar náðu ekki að taka hann úr umferð.

Handbolti

N1-deild karla: FH valtaði yfir Akureyri

Leikur FH og Akureyrar í Kaplakrika í kvöld var leikur kattarins að músinni. Andlausir Akureyringar áttu aldrei neitt í heimamenn og máttu þakka fyrir að tapa aðeins með átta marka mun, 33-25.

Handbolti

Bæði Grótta og Valur með nýja leikmenn í kvöld

Grótta og Valur munu bæði tefla fram nýjum leikmönnum þegar liðin mætast í N1 deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn í Gróttu hafa fengið til sín hornamanninn Heiðar Þór Aðalsteinsson en Valsmenn fengu hornamanninn Jón Björgvin Pétursson.

Handbolti

Viggó ráðinn sem þjálfari ÍR

Samkvæmt fréttavef RÚV er ÍR búið að ráða Viggó Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta. Viggó var rekinn frá N1-deildarliði Fram í nóvember en ÍR er sem stendur í 5. sæti 1. deildar.

Handbolti

Leikið í N1-deild kvenna í kvöld

Fjórir leikir fara fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld en toppbaráttulið Fram situr hjá að þessu sinni. Topplið Vals ferðast til Akureyrar og mætir KA/Þór en Valsstúlkur eru enn taplausar eftir fimmtán leiki í deildinni til þessa og hafa unnið þrettán og gert tvö jafntefli.

Handbolti

Róbert: Þetta var fyrir Gunna

Róbert Gunnarsson tileinkaði eins og allir aðrir landsliðsmenn Gunnari Magnússyni og hans fjölskyldu bronsverðlaunin sem Ísland vann á EM í handbolta í dag.

Handbolti

Lið Guðmundar eiga þrjú af fjórum bestu stórmótum Íslands

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur náð frábærum árangri með handboltalandsliðið en Ísland hefur unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum sínum undir hans stjórn. Íslensku strákarnir unnu brons á EM í dag en þetta eru fyrstu verðlaun Íslands á Evrópumóti í handbolta frá upphafi.

Handbolti

Hreiðar: Þetta var fallegt

Hreiðar Guðmundsson er ein af hetjum dagsins í íslenska landsliðinu. Hann kom inn á í síðari hálfleik gegn Póllandi í dag og varði nokkur afar mikilvæg skot þegar mest á reyndi.

Handbolti

Guðmundur: Afskaplega stoltir

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagðist vera afskaplega stoltur af þeim árangri sem íslenska landsliðið náði á EM í handbolta sem lauk í dag.

Handbolti

Ólafur Stefánsson í úrvalsliði EM

Ólafur Stefánsson var valinn í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta sem lýkur í dag með úrslitaleik Króatíu og Frakklands. Hann er eini Íslendingurinn sem er í úrvalsliðinu.

Handbolti