Handbolti

Róbert: Þetta var fyrir Gunna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Mynd/DIENER
Róbert Gunnarsson tileinkaði eins og allir aðrir landsliðsmenn Gunnari Magnússyni og hans fjölskyldu bronsverðlaunin sem Ísland vann á EM í handbolta í dag.

„Við ætluðum að tileinka Gunna þennan sigur og við sýndum að við vorum tilbúnir í verkefnið," sagði Róbert sem átti frábæran leik í dag. „Þetta var fyrir hann."

Gunnar er hluti af þjálfarateymi íslenska landsliðsins en var kallaður heim til Íslands vegna áfalls í fjölskyldu hans.

Meðal þess sem Gunnar hefur séð um er að klippa saman myndbönd sem er til þess ætlað að koma mönnum í rétta stemningu fyrir leikinn.

„Hann Gunni kom með frábært vídeó fyrir þennan leik. Hann er sannur heiðursmaður að hafa staðið í því," sagði Róbert.

„Við mættum því dýrvitlausir til leiks og sýndum úr hverju við erum gerðir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×