Handbolti

Björgvin: Kemst í vana að vinna verðlaun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/DIENER
Björgvin Páll Gústavsson hefur tekið þátt í tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og tvisvar unnið til verðlauna. Í dag var það brons á Evrópumeistaramótinu í Austurríki.

„Það kemst alveg í vana að vinna svona verðlaun," sagði Björgvin og hló. „Þetta setur bara pressu á Gumma að velja mig áfram."

Hann sagði það frábæra tilfinningu að hafa unnið til bronsverðlauna.

„Hún er það og miklu betri en ég hélt að hún væri fyrir nokkrum dögum síðan. Það er frábært að labba út af mótinu með bros á vör og með medalíu um hálsinn," sagði hann.

Björgvin segist ánægður með heildarframmistöðu hans og Hreiðars Guðmundssonar.

„Það er þó fullt hægt að bæta. Ég er enn ungur og þetta var bara mitt annað stórmót. Ég er með þeim yngri markvörðum á þessu móti og hlakka því til framtíðarinnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×