Handbolti

Snorri: Besti hálfleikur okkar í keppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/DIENER
Snorri Steinn Guðjónsson sagði að fyrri hálfleikur Íslands gegn Póllandi á EM í handbolta í dag hafi verið líklega sá besti hjá Íslandi í keppninni.

Ísland var með átta marka forystu, 18-10, eftir fyrri hálfleik og vann að lokum þriggja marka sigur eftir að Pólverjar náðu að minnka muninn í eitt mark.

„Þetta var líklegast okkar besti hálfleikur í keppninni enda vorum við algerlega með þá í vasanum," sagði Snorri.

„Byrjunin í seinni hálfleik var svo léleg. Markvörðurinn þeirra lokaði markinu og þá kom smá taugaspenna í okkar lið."

„En við héldum „kúlinu" og það var greinilegt að fyrstu tveir leikirnir okkar í mótinu áttu að vera eins og þeir voru. Við lærðum af þeim, styrktum og efldumst. Það kom okkur hugsanlega til góða á síðari stigum keppninnar," sagði Snorri Steinn og átti þar við jafntefli Íslands við Serbíu og Austurríki í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

„Við sýndum styrk. Við brotnuðum ekki heldur bognuðum aðeins. Við héldum áfram að spila okkar leik og við vissum að þetta myndi detta fyrir okkur á endanum. Þetta var verðskuldaður sigur og við erum verðskuldað í verðlaunasæti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×