Handbolti

Lélegur seinni hálfleikur hjá Björgvini Páli og félögum

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Bergischer töpuðu með tveimur mörkum á móti Lemgo, 27-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en Lemgo-liðið var fimm sætum neðar í töflunni fyrir leikinn. Skelfileg byrjun Bergischer í seinni hálfleik var örlagavaldur í leiknum.

Handbolti

Kári Kristjáns fær alvöru samkeppni

Kári Kristjánsson, línumaður íslenska landsliðsins, mun fá mikla samkeppni um línustöðuna hjá danska handboltaliðinu Bjerringbro-Silkeborg því Michael V. Knudsen hefur samið við danska liðið. Þetta kemur fram á heimasíðu danska félagsins.m

Handbolti

Anton og Jónas dæma hjá Barcelona

Það verða tvö íslensk dómarapör á ferðinni í Meistaradeildinni í lok mánaðarins. Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæma þá sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fá síðan stórleik.

Handbolti

Strákarnir hans Erlings í Westwien á góðu skriði

Lærisveinar Erlings Birgis Richardssonar í SG Westwien unnu öruggan sjö marka sigur á SC Ferlach, 30-23, í kvöld í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta. Westwien hefur aðeins tapað einu stigi í síðustu sjö deildarleikjum sínum.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 23-25

FH-ingar unnu sterkan 25-23 sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í stórleik umferðarinnar í Olís deild karla. Góður kafli í fyrri hálfleik gaf FH-ingum forystu sem þeir misstu aldrei það sem eftir lifði leiks.

Handbolti

Rúnar Kára: Ég skammast mín ekki fyrir eina sekúndu

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason hefur yfirgefið herbúðir Rhein-Neckar Löwen og mun spila með öðru úrvalsdeildarliði, Hannover-Burgdorf, út þessa leiktíð. Hann kveður Löwen sáttur þó svo hann hefði gjarna viljað fá að spila meira hjá Guðmundi Guðmundssyni.

Handbolti

Ólafur og félagar áfram á toppnum þrátt fyrir tap

Það var misjafnt gengið hjá Íslendingaliðunum Guif og Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif halda áfram að skiptast á að vinna og tapa leikjum. Kristianstad er síðan áfram í efsta sætinu þrátt fyrir tap á móti Lugi sem er í fjórða sæti.

Handbolti