Handbolti

Anton og Jónas dæma hjá Barcelona

Anton Gylfi Pálsson.
Anton Gylfi Pálsson.
Það verða tvö íslensk dómarapör á ferðinni í Meistaradeildinni í lok mánaðarins. Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæma þá sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fá síðan stórleik.

Þeir Anton og Jónas munu dæma leik Barcelona og Vardar Skopje á meðan Arnar og Svavar dæma leik Dunkerque og Kielce.

Vonandi gengur okkar dómarapörum vel og gaman að sjá að við eigum orðið tvö pör sem eru að dæma í deild þeirra bestu.

Þetta er í annað sinn sem Ísland á tvö dómarapör í Meistaradeildinni. Anton Gylfi og Hlynur Leifsson voru þar áður á sama tíma og Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×