

FH hefur jafnað metin gegn Aftureldingu í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Tæpara mátti það vart vera en FH vann eins marks sigur í Mosfellsbæ í kvöld.
FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu 27-28. Leikurinn var æsispennandi en á lokakaflanum gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð sem var of stór biti fyrir Mosfellinga.
Sigvaldi Björn Guðjónsson spilaði stóra rullu þegar lið hans Kolstad lagði Elverum naumlega í fyrsta leik úrslitaeinvígis efstu deildar karla í handbolta í Noregi.
Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.
Kadetten Schaffhausen er komið 1-0 undir í úrslitaeinvíginu um svissneska meistaratitilinn eftir tveggja marka tap á heimavelli fyrir HC Kriens-Luzern í dag.
Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn.
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém eru ungverskir bikarmeistarar í handbolta eftir þriggja marka sigur gegn Pick Szeged í úrslitum í kvöld, 33-30.
FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0.
Gummersbach vann mikilvægan fimm marka sigur er liðið tók á móti Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag í þýska handboltanum í dag, 31-26.
Haukur Þrastarson og félagar hans í Kielce eru lentir undir í úrslitaeinvígi pólsku deildarinnar í handbolta eftir tap í vítakeppni gegn Wisla Plock.
Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia komu til baka og tryggðu sér þriðja leik gegn Ribe-Esbjerg í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Liðin gerðu jafntefli á fimmtudaginn, 27-27, og jafntefli varð aftur niðurstaðan í dag, 23-23.
Einvígi FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Þessi lið hafa einu sinni áður mæst í úrslitum um titilinn.
Valsmenn eru með fjögurra marka forystu í úrslitaeinvígi Evrópubikars karla í handbolta eftir sigur gegn gríska liðinu Olympiacos í kvöld, 30-26.
Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson áttu báðir stórleiki er lið þeirra, Magdeburg og Leipzig, unnu örugga sigra í þýska handboltanum í dag.
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém eru komnir í úrslit ungversku bikarkeppninnar í handbolta eftir öruggan ellefu marka sigur gegn Dabas í dag, 38-27.
Eftir vonbrigði í vikunni býður handboltaliði Vals heldur betur spennandi og krefjandi verkefni þegar liðið leikur til úrslita Evrópubikarsins gegn Olympiacos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld, einvíginu lýkur svo í Grikklandi eftir viku.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram.
Íslendingalið HBW Balingen-Weilstetten mátti þola sitt tíunda tap í röð er liðið heimsótti Stuttgart í þýska handboltanum í kvöld.
Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru.
Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili.
Íslendingalið Skara komst ekki í úrslit efstu deildar sænska kvennahandboltans þar sem liðið tapaði með átta marka mun fyrir IK Sävehof í oddaleik í undanúrslitum, lokatölur 30-22.
Íslendingaliðin Fredericia og Ribe-Esbjerg gerðu jafntefli, 27-27, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum dönsku efstu deildar karla í handbolta.
Það er mikið undir hjá Valsmönnum um helgina og þeir hittu fjölmiðlamenn í aðdraganda eins stærsta leiks í sögu félagsins.
Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis.
Afturelding vann tveggja marka sigur gegn Val í N1-höllinni 27-29. Frábær síðari hálfleikur Mosfellinga tryggði þeim farseðilinn í úrslit þar sem liðið mætir FH.
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Flensburg er liðið vann öruggan ellefu marka útisigur gegn Hamburg í þýska handboltanum í kvöld, 30-41.
Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar.
Íslendingalið Skara tryggði sér í kvöld oddaleik um sæti í úrslitum sænsku úrvalsdeildar kvenna í handbolta þegar liðið vann IK Sävehof með fjögurra marka mun, lokatölur í kvöld 34-30.
Ólafur Gústafsson hefur samið við FH um að spila með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð.
Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum.