Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 16:36 Haukur Þrastarson virðist vera að taka afar spennandi skref á sínum handboltaferli. vísir/Vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims. Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri. Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri.
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira