Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Tveir þátttakendur Íslandsmóts golfklúbba í 3. deild karla 2025 á golfvelli Golfklúbbs Sauðárkróks hafa verið áminntir fyrir áfengisneyslu á mótinu. Þeir játuðu að hafa drukkið einn bjór og ekki var talið sannað að þeir hefðu drukkið meira, þrátt fyrir að kvartað hafi verið yfir því að þeir hefðu verið sjáanlega drukknir. Einnig var kvartað yfir því að þeir hefðu beitt svokallaðri „Happy Gilmore-sveiflu“ á fyrsta teig. Aganefnd taldi þeim hins vegar frjálst að slá með þeim hætti. Golf 11.12.2025 17:00
Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Hátt upp í fimm þúsund kylfingar sem voru meðlimir í golfklúbbnum Karasjok GK í Noregi munu þurfa að finna sér nýjan golfklúbb eftir að Golfsamband Noregs svipti Karasjok mikilvægum réttindum. Golf 10.12.2025 23:30
Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Bananahýði á Royal Melbourne-golfvellinum átti sinn þátt í því að McIlroy var ekki í baráttunni um sigurinn á Opna ástralska meistaramótinu um helgina. McIlroy sá á eftir sigrinum til Dana en óvenjulegt atvik á öðrum hring vakti mikla athygli. Golf 8.12.2025 14:31
Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Kylfingurinn Kai Trump tekur sér smá frí frá háskólagolfi í Miami til að keppa á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í næsta mánuði. Golf 29.10.2025 09:00
Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Keegan Bradley var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem tapaði á heimavelli á móti Evrópu í Ryderbikarnum á dögunum. Hann segist hafa upplifað mjög erfiðar vikur síðan. Golf 22.10.2025 22:33
Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Sigursælasti kylfingur sögunnar vinnur ekki aðeins á golfvöllunum heldur einnig í dómsölunum. Jack Nicklaus fagnaði sigri í meiðyrðamáli í Flórídafylki. Golf 21.10.2025 22:00
Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Íslenski landsliðskylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson fagnaði sigri á sterku háskólamóti í Bandaríkjunum í gær. Foreldrar hans voru á svæðinu og fylgdust með æsispennandi lokakafla. Golf 21.10.2025 09:32
Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Tommy Fleetwood stóð uppi sem sigurvegari á DP World India Championship um helgina. Um leið rættist ósk sonar enska kylfingsins. Golf 20.10.2025 12:31
Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur lýst yfir áhuga á að verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu einn daginn en ekki fyrr en „um miðjan fjórða áratuginn“ eins og hann orðar það. Golf 15.10.2025 19:32
Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári. Golf 12.10.2025 14:05
Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Collin Morikawa segir að stuðningsmenn bandaríska liðsins hafi líklega farið yfir strikið með framkomu sinni á Ryder-bikarnum um þarsíðustu helgi. Golf 8.10.2025 16:00
Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Bandarískur kylfingur sýndi að flestra mati mikið hugrekki á golfmóti í Bandaríkjunum um helgina. Golf 7.10.2025 08:31
„Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Þulurinn á Ryderbikarnum hefur beðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í dónalegum og klúrum söng um Rory McIlroy á meðan keppninni stóð um síðustu helgi. Golf 3.10.2025 08:31
„Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. Golf 29.9.2025 10:02
Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. Golf 29.9.2025 09:10
Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. Golf 28.9.2025 21:55
Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Lokahnykkur Ryder-bikarins er nú í fullum gangi þar sem kylfingarnir mætast í einmenningi. Bandaríkin leiða í fimm einvígum af ellefu þegar þetta er skrifað. Golf 28.9.2025 19:50
Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. Golf 28.9.2025 14:45
Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. Golf 28.9.2025 09:32
Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveit Bandaríkjanna var með bakið upp við vegg fyrir keppnina í fjórboltanum í Ryder-bikarnum í kvöld en ógæfa þeirra hélt áfram þar sem evrópsku kylfingarnir unnu þrjú af fjórum einvígum kvöldsins. Golf 27.9.2025 23:31
Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. Golf 27.9.2025 20:00
Bandaríkin með bakið upp við vegg Evrópa vann 3-1 í fjórmenningi dagsins í Ryder-bikarnum í golfi í New York og er komin með fimm vinninga forskot á Bandaríkin fyrir fjórboltann nú síðdegis. Golf 27.9.2025 16:29
Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Luke Donald, fyrirliði Evrópu, hefur greint frá því hvað þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta fór á milli á fyrsta degi Ryder-bikarsins í gær. Golf 27.9.2025 11:47
Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Donald Trump er mættur á Ryder bikarinn, fyrstur Bandaríkjaforseta, til að styðja lið Bandaríkjanna til sigurs gegn Evrópu. Hann hefur ekki misst trúna þrátt fyrir erfiðan morgun hjá bandaríska liðinu. Golf 26.9.2025 17:59