Innlent

Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur

Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan.

Innlent

Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir al­mennings

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfrétttum fjöllum við um mótmæli sem Efling boðaði til fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú fyrir hádegið á meðan ríkisstjórnin sat inni á fundi. 

Innlent

Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum.

Innlent

Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 

Innlent

Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar

Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 

Innlent

Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans

Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag.

Innlent

Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot.

Innlent

Fylgjast vel með Öskju

Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með.

Innlent

Flug­tak inni í há­skóla

Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag.

Innlent

Óður maður á matsölustað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um óðan mann á matsölustað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjóna bar að garði höfðu öryggisverðir þó fylgt manninum út. Ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglunnar hvort maðurinn hafi verið handtekinn.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenskt björgunarteymi og aðrir viðbragðsaðilar á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi og Sýrlandi etja nú kappi við tímann - von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðum dvínar stöðugt. Um tuttugu þúsund hafa nú verið staðfestir látnir og óttast er að sú tala hækki ört vegna ömurlegra aðstæðna sem eftirlifendur búa nú við. Við heyrum frá leiðtoga íslenska teymisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Rakaskemmdir í Menntaskólanum við Sund

Hluti húsnæðis Menntaskólans við Sund hefur orðið fyrir rakaskemmdum og þarf að loka tveimur svæðum í húsnæðinu. Skemmdirnar fundust við rakaskimun og sýnatöku verkfræðistofunnar EFLU vegna hugsanlegrar myglu.

Innlent

Margrét sak­felld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grens­ás­vegi

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað.

Innlent

Kæra úr­skurð héraðs­dóms í hryðju­verka­málinu

Úrskurður héraðsdóms um að vísa skuli frá ákærum er varða hryðjuverk hefur verið kærður til Landsréttar. Héraðsdómur úrskurðaði síðastliðin mánudag að Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson yrðu ekki ákærðir fyrir skipulagningu eða tilraun til hryðjuverka. 

Innlent

Vilja láta banna fisk­eldi í sjó­kvíum

Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg.

Innlent

Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna

Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni.

Innlent