Innlent Tvö andlát í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins á fjórum dögum Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. Annað dauðsfall varð í sundlaug Kópavogs á föstudag þegar kona á níræðisaldri lést. Innlent 21.2.2023 12:36 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. Innlent 21.2.2023 12:23 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. Innlent 21.2.2023 12:10 Alvarlegt brot á lögum um brunavarnir í Vatnagörðum Verulegir annmarkar voru á brunavörnum í húsnæðinu að Vatnagörðum 18, þar sem eldur kviknaði á föstudag, samkvæmt úttekt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í vikunni fyrir brunann. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir sé að ræða og varað er við lokun húsnæðisins. Innlent 21.2.2023 11:40 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádeginu segjum við frá því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir brunavörnum verulega ábótavant á áfangaheimilinu í Vatnagörðum þar sem eldur kviknaði á dögunum. Innlent 21.2.2023 11:37 Pólska orðin námsgrein við Háskóla Íslands Pólska verður kennd í fyrsta skipti sem námsgrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands í haust. Áður hefur pólska verði kennd á námskeiðum við Tungumálamiðstöð HÍ en nú verður hún í boði sem 60 eininga aukagrein í pólskum fræðum. Innlent 21.2.2023 11:32 Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Innlent 21.2.2023 11:26 Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Innlent 21.2.2023 10:25 Segir fjármálaráðuneytið hafa átt við umbeðnar upplýsingar Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar sem stendur í málaferlum við Lindarhvol og ríkið, hefur reynt að toga upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem streitist á móti sem mest það má. Innlent 21.2.2023 10:00 Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. Innlent 21.2.2023 09:36 Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. Innlent 21.2.2023 09:34 Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Innlent 21.2.2023 09:16 Bein útsending: Áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin rædd í þingnefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu mæta á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að ræða áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin í landinu. Innlent 21.2.2023 08:41 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. Innlent 21.2.2023 07:00 Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. Innlent 21.2.2023 06:30 Tekinn á 172 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. Innlent 21.2.2023 06:11 Hefur fulla trú á að samningar náist Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum. Innlent 20.2.2023 23:17 Sneri við sakfellingu stjúpmóður fyrir mansal Landsréttur sneri á föstudag löngum fangelsisdómi héraðsdóms yfir konu fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu. Málið var það fyrsta í rúman áratug þar sem sakfellt var fyrir mansal. Innlent 20.2.2023 22:12 „Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Innlent 20.2.2023 22:00 Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. Innlent 20.2.2023 21:00 Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. Innlent 20.2.2023 19:25 Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Innlent 20.2.2023 19:12 Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. Innlent 20.2.2023 18:57 Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“ Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Innlent 20.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu. Innlent 20.2.2023 18:00 Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. Innlent 20.2.2023 16:09 Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. Innlent 20.2.2023 15:38 Fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki minna á kjörtímabilinu Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú rétt um 39 prósent og hefur ekki verið minna á kjörtímabilinu. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Innlent 20.2.2023 15:37 Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Innlent 20.2.2023 15:14 « ‹ ›
Tvö andlát í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins á fjórum dögum Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. Annað dauðsfall varð í sundlaug Kópavogs á föstudag þegar kona á níræðisaldri lést. Innlent 21.2.2023 12:36
Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. Innlent 21.2.2023 12:23
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. Innlent 21.2.2023 12:10
Alvarlegt brot á lögum um brunavarnir í Vatnagörðum Verulegir annmarkar voru á brunavörnum í húsnæðinu að Vatnagörðum 18, þar sem eldur kviknaði á föstudag, samkvæmt úttekt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í vikunni fyrir brunann. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir sé að ræða og varað er við lokun húsnæðisins. Innlent 21.2.2023 11:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádeginu segjum við frá því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir brunavörnum verulega ábótavant á áfangaheimilinu í Vatnagörðum þar sem eldur kviknaði á dögunum. Innlent 21.2.2023 11:37
Pólska orðin námsgrein við Háskóla Íslands Pólska verður kennd í fyrsta skipti sem námsgrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands í haust. Áður hefur pólska verði kennd á námskeiðum við Tungumálamiðstöð HÍ en nú verður hún í boði sem 60 eininga aukagrein í pólskum fræðum. Innlent 21.2.2023 11:32
Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Innlent 21.2.2023 11:26
Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Innlent 21.2.2023 10:25
Segir fjármálaráðuneytið hafa átt við umbeðnar upplýsingar Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar sem stendur í málaferlum við Lindarhvol og ríkið, hefur reynt að toga upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu sem streitist á móti sem mest það má. Innlent 21.2.2023 10:00
Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. Innlent 21.2.2023 09:36
Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. Innlent 21.2.2023 09:34
Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Innlent 21.2.2023 09:16
Bein útsending: Áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin rædd í þingnefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu mæta á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að ræða áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin í landinu. Innlent 21.2.2023 08:41
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. Innlent 21.2.2023 07:00
Fráfarandi bæjarstjóri sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld Fráfarandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem sagði af sér í gær hefur verið sakaður um að greiða ekki fasteignagjöld af óleyfisfasteignum í sveitarfélaginu. Í síðustu viku bárust bæjarfulltrúum gögn sem sýndu fram á að fasteignir væru á lóðum bæjarstjórans sem ekki eru með skráðar fasteignir. Innlent 21.2.2023 06:30
Tekinn á 172 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. Innlent 21.2.2023 06:11
Hefur fulla trú á að samningar náist Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum. Innlent 20.2.2023 23:17
Sneri við sakfellingu stjúpmóður fyrir mansal Landsréttur sneri á föstudag löngum fangelsisdómi héraðsdóms yfir konu fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu. Málið var það fyrsta í rúman áratug þar sem sakfellt var fyrir mansal. Innlent 20.2.2023 22:12
„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Innlent 20.2.2023 22:00
Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. Innlent 20.2.2023 21:00
Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48
Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. Innlent 20.2.2023 19:25
Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Innlent 20.2.2023 19:12
Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. Innlent 20.2.2023 18:57
Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“ Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Innlent 20.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu. Innlent 20.2.2023 18:00
Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. Innlent 20.2.2023 16:09
Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. Innlent 20.2.2023 15:38
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki minna á kjörtímabilinu Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú rétt um 39 prósent og hefur ekki verið minna á kjörtímabilinu. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Innlent 20.2.2023 15:37
Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Innlent 20.2.2023 15:14