Innlent

Alvarlegt brot á lögum um brunavarnir í Vatnagörðum

Verulegir annmarkar voru á brunavörnum í húsnæðinu að Vatnagörðum 18, þar sem eldur kviknaði á föstudag, samkvæmt úttekt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var í vikunni fyrir brunann. Um alvarlegt brot á lögum um brunavarnir sé að ræða og varað er við lokun húsnæðisins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádeginu segjum við frá því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segir brunavörnum verulega ábótavant á áfangaheimilinu í Vatnagörðum þar sem eldur kviknaði á dögunum.

Innlent

Pólska orðin námsgrein við Háskóla Íslands

Pólska verður kennd í fyrsta skipti sem námsgrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands í haust. Áður hefur pólska verði kennd á námskeiðum við Tungumálamiðstöð HÍ en nú verður hún í boði sem 60 eininga aukagrein í pólskum fræðum.

Innlent

Stefna Ólafar Helgu þing­fest síð­degis

Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag.

Innlent

Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi

Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent.

Innlent

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 

Innlent

Tekinn á 172 kíló­metra hraða

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. 

Innlent

Hefur fulla trú á að samningar náist

Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum.

Innlent

Sneri við sakfellingu stjúpmóður fyrir mansal

Landsréttur sneri á föstudag löngum fangelsisdómi héraðsdóms yfir konu fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu. Málið var það fyrsta í rúman áratug þar sem sakfellt var fyrir mansal.

Innlent

Telur að fé­lags­menn sam­þykki verk­bann

Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt.

Innlent

Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“

Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu.

Innlent

Hafa kallað fólk í skimun vegna berkla­smita

Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur.

Innlent