Innlent Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. Innlent 22.2.2023 11:40 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en atkvæðagreiðslu SA um verkbann á svæði Eflingar lýkur síðar í dag. Innlent 22.2.2023 11:36 Boðið flug og uppihald fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 22.2.2023 10:58 Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. Innlent 22.2.2023 10:38 Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. Innlent 22.2.2023 09:30 Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. Innlent 22.2.2023 08:31 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. Innlent 22.2.2023 08:00 Bandarískur auðmaður býður sig fram til forseta Bandaríski auðmaðurinn Vivek Ramaswamy hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Innlent 22.2.2023 07:03 Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Innlent 22.2.2023 06:11 Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist? Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi. Innlent 22.2.2023 06:01 Saltkjötið vinsælt þrátt fyrir að verið sé að tala það niður Sprengidagur 2023 er senn á enda. Eigandi Múlakaffis segir saltkjöt og baunir alltaf jafn vinsælt þrátt fyrir að „verið sé að tala það niður,“ eins og hann orðar það. Innlent 21.2.2023 23:55 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Innlent 21.2.2023 23:01 Hnúfubakur naut veðurblíðunnar í Hafnarfirði Hnúfubakar hafa haldið til í Hafnarfjarðarhöfn að undanförnu. Myndband sem tekið var fyrr í kvöld sýnir vel hversu langt inn í höfnina hvalirnir leita. Innlent 21.2.2023 22:59 Ungmennabúðum á Laugarvatni lokað vegna myglu Starfsemi Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni leggst af á meðan ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda sem greinst hafa í húsnæði ungmennabúða félagsins á staðnum. Innlent 21.2.2023 22:45 „Auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu“ Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Aðeins um helmingur þeirra sem krafðir voru um úrbætur á brunavörnum hafa svarað. Málin séu erfið viðureignar; slökkviliðið vilji ekki hafa húsnæði af fólki að óþörfu. Innlent 21.2.2023 21:31 Sér ekki leið út úr deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjaradeiluna sem samtökin standa nú í við Eflingu vera þá hörðustu sem hann hefur séð á sínum ferli. Hann segir deiluna sérstaklega snúna þar sem búið sé að semja við meginþorra verkalýðsfélaganna. Innlent 21.2.2023 20:39 Árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar nú í kvöld. Innlent 21.2.2023 20:19 „Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Innlent 21.2.2023 20:00 „Ég hef aldrei séð svona“ Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Innlent 21.2.2023 19:44 „Látið líta út fyrir að maður sé með dauðagildru“ Eigandi áfangaheimilisins Betra líf, þar sem eldur kviknaði á föstudag, segir athugasemdir slökkviliðs um verulega annmarka á brunakerfi ekki eiga við nein rök að styðjast. Innlent 21.2.2023 19:29 Mótvægisaðgerðir vegna Covid námu 450 milljörðum Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs Covid á árunum 2020 til 2022 námu alls 450 milljörðum króna, eða 4,5 prósentum af landsframleiðslu á tímabilinu. Innlent 21.2.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í flókinni stöðu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en í dag var enn eitt dómsmálið í deilunni tekið fyrir í Landsrétti. Stjórnvöld lýsa yfir áhyggjum en segja það á ábyrgð deiluaðila að ná samningum. Innlent 21.2.2023 18:01 Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. Innlent 21.2.2023 17:39 Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert Innlent 21.2.2023 14:30 Þingmaður kallar Ásgeir Jónsson ofsatrúar- og hryðjuverkabankastjóra Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins hélt sannkallaða eldræðu á þinginu nú síðdegis og sparaði ekki stóru orðin. Reyndar þurfti Birgir Ármannsson forseti þingsins að gera athugasemdir við orðfærið og taldi þingmanninn helst til gífuryrtan. Innlent 21.2.2023 14:24 Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. Innlent 21.2.2023 14:12 Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Innlent 21.2.2023 14:01 Ragnheiður Jóna tekur við sveitarstjórastöðunni Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Húnaþings vestra, um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið. Innlent 21.2.2023 13:28 „Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Innlent 21.2.2023 13:20 Réðst á mann vegna „uppsafnaðs viðbjóðs og reiði“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás. Innlent 21.2.2023 13:13 « ‹ ›
Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. Innlent 22.2.2023 11:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en atkvæðagreiðslu SA um verkbann á svæði Eflingar lýkur síðar í dag. Innlent 22.2.2023 11:36
Boðið flug og uppihald fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir smygl á rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 22.2.2023 10:58
Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. Innlent 22.2.2023 10:38
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. Innlent 22.2.2023 09:30
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. Innlent 22.2.2023 08:31
Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. Innlent 22.2.2023 08:00
Bandarískur auðmaður býður sig fram til forseta Bandaríski auðmaðurinn Vivek Ramaswamy hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári. Innlent 22.2.2023 07:03
Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Innlent 22.2.2023 06:11
Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist? Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi. Innlent 22.2.2023 06:01
Saltkjötið vinsælt þrátt fyrir að verið sé að tala það niður Sprengidagur 2023 er senn á enda. Eigandi Múlakaffis segir saltkjöt og baunir alltaf jafn vinsælt þrátt fyrir að „verið sé að tala það niður,“ eins og hann orðar það. Innlent 21.2.2023 23:55
Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Innlent 21.2.2023 23:01
Hnúfubakur naut veðurblíðunnar í Hafnarfirði Hnúfubakar hafa haldið til í Hafnarfjarðarhöfn að undanförnu. Myndband sem tekið var fyrr í kvöld sýnir vel hversu langt inn í höfnina hvalirnir leita. Innlent 21.2.2023 22:59
Ungmennabúðum á Laugarvatni lokað vegna myglu Starfsemi Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni leggst af á meðan ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda sem greinst hafa í húsnæði ungmennabúða félagsins á staðnum. Innlent 21.2.2023 22:45
„Auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu“ Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Aðeins um helmingur þeirra sem krafðir voru um úrbætur á brunavörnum hafa svarað. Málin séu erfið viðureignar; slökkviliðið vilji ekki hafa húsnæði af fólki að óþörfu. Innlent 21.2.2023 21:31
Sér ekki leið út úr deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjaradeiluna sem samtökin standa nú í við Eflingu vera þá hörðustu sem hann hefur séð á sínum ferli. Hann segir deiluna sérstaklega snúna þar sem búið sé að semja við meginþorra verkalýðsfélaganna. Innlent 21.2.2023 20:39
Árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar nú í kvöld. Innlent 21.2.2023 20:19
„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Innlent 21.2.2023 20:00
„Ég hef aldrei séð svona“ Hryllilegt ástand á yfirgefnum heimilisketti í Reykjanesbæ er til marks um kúvendingu sem orðið hefur á starfsemi samtakanna Villikatta síðustu ár, að sögn formanns. Fólk yfirgefi ketti sína í síauknum mæli. Dýralæknakostnaður samtakanna tvöfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan. Innlent 21.2.2023 19:44
„Látið líta út fyrir að maður sé með dauðagildru“ Eigandi áfangaheimilisins Betra líf, þar sem eldur kviknaði á föstudag, segir athugasemdir slökkviliðs um verulega annmarka á brunakerfi ekki eiga við nein rök að styðjast. Innlent 21.2.2023 19:29
Mótvægisaðgerðir vegna Covid námu 450 milljörðum Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs Covid á árunum 2020 til 2022 námu alls 450 milljörðum króna, eða 4,5 prósentum af landsframleiðslu á tímabilinu. Innlent 21.2.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í flókinni stöðu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en í dag var enn eitt dómsmálið í deilunni tekið fyrir í Landsrétti. Stjórnvöld lýsa yfir áhyggjum en segja það á ábyrgð deiluaðila að ná samningum. Innlent 21.2.2023 18:01
Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu. Innlent 21.2.2023 17:39
Telur að tillaga um verkbann sé þvingunaraðgerð Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar í gær með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt. Vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ segir afar sjaldgæft að atvinnurekendur nýti sér verkbannsvopnið í kjaradeilum til þvingunaraðgerða eins og nú sér gert Innlent 21.2.2023 14:30
Þingmaður kallar Ásgeir Jónsson ofsatrúar- og hryðjuverkabankastjóra Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins hélt sannkallaða eldræðu á þinginu nú síðdegis og sparaði ekki stóru orðin. Reyndar þurfti Birgir Ármannsson forseti þingsins að gera athugasemdir við orðfærið og taldi þingmanninn helst til gífuryrtan. Innlent 21.2.2023 14:24
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. Innlent 21.2.2023 14:12
Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Innlent 21.2.2023 14:01
Ragnheiður Jóna tekur við sveitarstjórastöðunni Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Húnaþings vestra, um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið. Innlent 21.2.2023 13:28
„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Innlent 21.2.2023 13:20
Réðst á mann vegna „uppsafnaðs viðbjóðs og reiði“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás. Innlent 21.2.2023 13:13