Innlent

Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi.

Innlent

Fundurinn einn sá ein­­kenni­­legasti að mati Sig­mars

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að opinn nefndarfundar Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem haldinn var að beiðni Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins hafi verið einn einkennilegasti opni nefndarfundur í sögu Alþingis.

Innlent

Aukið eftir­lit í kjöl­far morð­máls árið 2017 loks á teikni­borðinu

Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. 

Innlent

Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa

Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag.

Innlent

Mörg ríki með verra drykkjarvatn en Venesúela að mati Birgis

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði gæði drykkjarvatns í Venesúela að umtalsefni á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag þar sem rætt var um alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu. Formaður kærunefndar útlendingamála benti Birgir hins vegar á að heildarmat á aðstæðum þar í landi benti til algjörs hruns réttarkerfisins. 

Innlent

Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun.

Innlent

Skiptu fölsuðum evru seðlum fyrir ís­lenskar krónur

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm manns fyrir að láta út falsaða evru peningaseðla í Reykjavík árið 2020. Seðlarnir, sem voru 100 og 200 evra, voru að minnsta kosti 63 talsins og fengu fimmmenningarnir rúma milljón króna upp úr krafsinu. 

Innlent

Mögu­legt að greinar­gerð um Lindar­hvol verði aldrei birt

Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína.

Innlent

Skot­maðurinn hand­tekinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Innlent

Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum

Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými.

Innlent

Telja sig komna á slóð byssu­manns

Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá fjölgun fólks með fjölþættan vanda sem sækir gistiskýli borgarinnar. Bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðherra vinna að endurskoðun þjónustu við þennan hóp og er þá meðal annars horft til víðtækari úrræða og varanlegt neyslurými.

Innlent

Stríðs­ára­­safnið verður ekki opnað í sumar

Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. 

Innlent