Innlent

Meintur fíkni­efna­sali reyndist hár­greiðslu­maður

Tilkynnt var um sölu fíkniefna í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Grafarholti í gærkvöldi. Þegar laganna verði bar að garði reyndist meintur fíkniefnasali vera blásaklaus hárgreiðslumaður. „Átti málið því ekki við rök að styðjast,“ segir í dagbók lögreglu.

Innlent

„Þetta þarf að vera faglegt mat“

Heilbrigðisráðherra segir að notkun lyfs við taugahrörnunarsjúkdómnum spinal muscular athrophy (SMA) verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði öryggi notkunar lyfsins og að nytsemi hennar sé óyggjandi.

Innlent

Hótaði að myrða börn lögregluþjóns

Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til níutíu daga óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað tveimur lögregluþjónum líkamsmeiðingum og börnum þriðja lögregluþjónsins lífláti og líkamsmeiðingum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni.

Innlent

Guðlaugur felur Ásmundi lykilhlutverk í orkumálum til framtíðar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað Ásmund Friðriksson, samflokksþingmann sig í Sjálfstæðisflokknum, fomann starfshóps til að kanna möguleika þess að nota fleiri leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar. Er þar m.a. átt við aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli (yfir 10 MW), jarðvarma og vindi.

Innlent

Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár.

Innlent

Telja að Modestas sé sá sem fannst látinn

Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antana­vicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um.

Innlent

Maðurinn sem lést í Brasilíu ekki talinn höfuð­paur

Íslenskur maður sem til stóð að handtaka í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar lést úr krabbameini fyrr á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Því er ljóst að að minnsta kosti tveir Íslendingar tengjast málinu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál knattspyrnumannsins Gylfa Sigurðssonar en lögreglan í Manchester á Englandi gaf það út nú rétt fyrir hádegi að hann væri laus allra mála.

Innlent

Ó­mögu­legt að nálgast hleðslu­stöð ON á hjóla­stól

Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt.

Innlent

Líkleg riða á öðru stóru býli

Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða.

Innlent

Flugvél neyddist til að lenda í Keflavík

Tæknileg bilun varð til þess að flugvél írska flugfélagsins Aer Lingus neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis á miðvikudag. Flugvélin var á leið frá Dublin til Boston.

Innlent

Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni.

Innlent

Fleiri hand­tökur í Brasilíu í máli Svedda tannar

Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu.

Innlent