Innlent Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Innlent 22.4.2023 13:42 Ljósleiðarastrengur í sundur og truflanir víða Ljósleiðari var grafinn í sundur við framkvæmdir við Hótel Sögu í morgun með þeim afleiðingum að truflun hefur orðið á netsambandi í hið minnsta tveimur hverfum borgarinnar. Jón Ingi Ingimundarson, forstöðumaður Tæknideildar hjá Ljósleiðaranum segir viðgerðir standa yfir. Innlent 22.4.2023 13:19 Formaður Bændasamtakanna vill færanlegan brennslubúnað Formaður Bændasamtakanna segir að allt í kringum riðuna í sauðfé á bænum Syðri - Urriðaá í Miðfirði og umræðuna um urðun fjárins hafi verið klaufaleg. Hann vill að keyptur verði færanlegur brennslubúnaður til að bregðast við aðstæðum eins og í Miðfirði. Innlent 22.4.2023 13:05 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 22.4.2023 11:48 Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórir Íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags eftir að hafa verið handteknir í tengslum við andlát pólsks manns á þrítugsaldri við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í fyrradag. Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13 í dag til stuðnings vinum hans og vandamönnum. Innlent 22.4.2023 11:43 Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Innlent 22.4.2023 11:03 Boðar bænastund í Landakotskirkju vegna dauða pólska mannsins Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag. Innlent 22.4.2023 09:32 Reyndi að stela hraðbanka Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Innlent 22.4.2023 07:25 Börn óku um á gröfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði. Innlent 22.4.2023 07:17 Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi. Innlent 21.4.2023 22:00 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. Innlent 21.4.2023 21:44 „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. Innlent 21.4.2023 20:31 Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin. Innlent 21.4.2023 20:01 Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Innlent 21.4.2023 18:54 Ísland og Svíþjóð í fyrsta sæti á gríðarstórri netvarnaræfingu Sameinað lið Íslands og Svíþjóðar skipaði sér í efsta sæti netvarnaræfingu sem haldin var í Öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi í dag. Innlent 21.4.2023 18:20 Lykillinn að kolefnishlutleysi jarðhitavirkjana tekinn í notkun Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun. Innlent 21.4.2023 18:16 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. Innlent 21.4.2023 18:01 Teitur aðstoðar Ásmund Einar Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar. Innlent 21.4.2023 16:55 Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Innlent 21.4.2023 16:51 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Innlent 21.4.2023 16:40 Senda kafara til að kanna hugsanlegar skemmdir Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel. Innlent 21.4.2023 16:22 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. Innlent 21.4.2023 16:10 Framhaldsskólakennarar samþykkja kjarasamning Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Samningurinn sem um ræðir er til eins árs. Innlent 21.4.2023 15:54 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. Innlent 21.4.2023 15:41 „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. Innlent 21.4.2023 15:30 Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því. Innlent 21.4.2023 14:51 36 tillögur bárust í samkeppni um þróun Keldnalands Þrjátíu og sex tillögur bárust um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum í fyrri áfanga alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands. Dómnefnd mun nú leggjast yfir tillögurnar og velja fimm sem verða þróaðar áfram. Innlent 21.4.2023 13:00 Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. Innlent 21.4.2023 12:59 „Við þurftum að fara svolítið varlega“ Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. Innlent 21.4.2023 12:51 Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Innlent 21.4.2023 12:50 « ‹ ›
Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Innlent 22.4.2023 13:42
Ljósleiðarastrengur í sundur og truflanir víða Ljósleiðari var grafinn í sundur við framkvæmdir við Hótel Sögu í morgun með þeim afleiðingum að truflun hefur orðið á netsambandi í hið minnsta tveimur hverfum borgarinnar. Jón Ingi Ingimundarson, forstöðumaður Tæknideildar hjá Ljósleiðaranum segir viðgerðir standa yfir. Innlent 22.4.2023 13:19
Formaður Bændasamtakanna vill færanlegan brennslubúnað Formaður Bændasamtakanna segir að allt í kringum riðuna í sauðfé á bænum Syðri - Urriðaá í Miðfirði og umræðuna um urðun fjárins hafi verið klaufaleg. Hann vill að keyptur verði færanlegur brennslubúnaður til að bregðast við aðstæðum eins og í Miðfirði. Innlent 22.4.2023 13:05
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 22.4.2023 11:48
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórir Íslendingar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags eftir að hafa verið handteknir í tengslum við andlát pólsks manns á þrítugsaldri við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í fyrradag. Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13 í dag til stuðnings vinum hans og vandamönnum. Innlent 22.4.2023 11:43
Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Innlent 22.4.2023 11:03
Boðar bænastund í Landakotskirkju vegna dauða pólska mannsins Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag. Innlent 22.4.2023 09:32
Reyndi að stela hraðbanka Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Innlent 22.4.2023 07:25
Börn óku um á gröfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði. Innlent 22.4.2023 07:17
Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi. Innlent 21.4.2023 22:00
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. Innlent 21.4.2023 21:44
„Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. Innlent 21.4.2023 20:31
Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin. Innlent 21.4.2023 20:01
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Innlent 21.4.2023 18:54
Ísland og Svíþjóð í fyrsta sæti á gríðarstórri netvarnaræfingu Sameinað lið Íslands og Svíþjóðar skipaði sér í efsta sæti netvarnaræfingu sem haldin var í Öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi í dag. Innlent 21.4.2023 18:20
Lykillinn að kolefnishlutleysi jarðhitavirkjana tekinn í notkun Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun. Innlent 21.4.2023 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. Innlent 21.4.2023 18:01
Teitur aðstoðar Ásmund Einar Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar. Innlent 21.4.2023 16:55
Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Innlent 21.4.2023 16:51
Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Innlent 21.4.2023 16:40
Senda kafara til að kanna hugsanlegar skemmdir Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel. Innlent 21.4.2023 16:22
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. Innlent 21.4.2023 16:10
Framhaldsskólakennarar samþykkja kjarasamning Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Samningurinn sem um ræðir er til eins árs. Innlent 21.4.2023 15:54
Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. Innlent 21.4.2023 15:41
„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. Innlent 21.4.2023 15:30
Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því. Innlent 21.4.2023 14:51
36 tillögur bárust í samkeppni um þróun Keldnalands Þrjátíu og sex tillögur bárust um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum í fyrri áfanga alþjóðlegrar samkeppni um þróun Keldnalands. Dómnefnd mun nú leggjast yfir tillögurnar og velja fimm sem verða þróaðar áfram. Innlent 21.4.2023 13:00
Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. Innlent 21.4.2023 12:59
„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. Innlent 21.4.2023 12:51
Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Innlent 21.4.2023 12:50