Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum kynnum við okkur aðstæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem forstjórinn sakar stjórnvöld um að svelta stofnunina fjárhagslega. Hann hefur einnig óskað eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra gagnvart honum þegar heffur upplýst þá um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýnt stjórnvöld. Hann hafi verið verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.

Innlent

Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. 

Innlent

Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent

Svan­dís situr fyrir svörum á morgun

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, mun sitja fyrir svörum at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis á morgun á opnum fundi vegna á­kvörðunar hennar um tíma­bundna stöðvun á veiðum lang­reyða.

Innlent

Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys

Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum.

Innlent

Fólk þurfi að átta sig á stærð verk­efnisins

Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum.

Innlent

Leitar til umba vegna fjár­sveltis Heil­brigðis­stofnunar Suður­nesja

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina.

Innlent

Reykja­nes­bær látinn sitja einn í súpunni

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við umhverfisráðherra en Loftslagsráð skilað á dögunum skýrslu þar sem segir að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri. 

Innlent

Sam­­skipti starfs­mannanna gefi kol­ranga mynd af starfi borgarinnar

Odd­viti Pírata í borgar­stjórn segir af og frá að lýð­ræðis-og sam­ráðs­vett­vangar Reykja­víkur séu upp á punt, líkt og að­stoðar­maður ráð­herra hefur spurt sig að opin­ber­lega í kjöl­far frétta­flutnings af um­deildum sam­skiptum starfs­manna borgarinnar á fundi með í­búum. Sam­skiptin verða til um­fjöllunar í borgar­ráði í dag en Dóra segir þau gefa kol­ranga mynd af starfi borgarinnar.

Innlent

Dregist úr hófi að tryggja nem­endum pláss á starfs­brautum

Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Innlent