Innlent Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Innlent 22.6.2023 20:00 Starfsbrautir í MR og Kvennó og öllum boðin skólavist í dag Stjórnarráðið tilkynnti í dag að Menntaskólinn í Reykjavík auk Kvennaskólans komi til með að bjóða upp á nám á starfsbraut næsta haust. Í tilkynningu segir að allir umsækjendur um nám á starfsbraut muni fá boð um skólavist í dag. Innlent 22.6.2023 19:34 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum kynnum við okkur aðstæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem forstjórinn sakar stjórnvöld um að svelta stofnunina fjárhagslega. Hann hefur einnig óskað eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra gagnvart honum þegar heffur upplýst þá um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýnt stjórnvöld. Hann hafi verið verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Innlent 22.6.2023 18:29 Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Innlent 22.6.2023 17:41 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Innlent 22.6.2023 16:28 Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. Innlent 22.6.2023 16:04 Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 22.6.2023 15:30 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. Innlent 22.6.2023 14:45 Kristján sé rökþrota og staðfesti niðurstöðu um hvalveiðar Fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráði um velferð dýra vísar ásökunum um vanhæfi sitt á bug. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir álit fagráðsins hluta af leikriti sem sett var upp af matvælaráðherra. Innlent 22.6.2023 14:41 Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. Innlent 22.6.2023 14:36 Sólarvörn líka mikilvæg þegar sólin skín ekki Geislavarnir ríkisins vekja athygli á mikilvægi notkunar sólarvarnar á núlíðandi mánuðum. Útfjólubláir geislar séu helsta orsök húðkrabbameins og geisli líka þegar skýjað er. Innlent 22.6.2023 14:17 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. Innlent 22.6.2023 13:01 Svandís situr fyrir svörum á morgun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun sitja fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun á opnum fundi vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Innlent 22.6.2023 12:57 Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Innlent 22.6.2023 12:51 Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Innlent 22.6.2023 12:41 Fólk þurfi að átta sig á stærð verkefnisins Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum. Innlent 22.6.2023 12:25 Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. Innlent 22.6.2023 12:01 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. Innlent 22.6.2023 11:58 Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Innlent 22.6.2023 11:40 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við umhverfisráðherra en Loftslagsráð skilað á dögunum skýrslu þar sem segir að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Innlent 22.6.2023 11:35 „Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“ Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það. Innlent 22.6.2023 11:18 Yngra og tekjuminna fólk hlynntara borgaralaunum Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að tveir af hverjum fimm eru hlynntir hugmyndinni um úthlutun borgaralauna á Íslandi. Þá sé meirihluti þeirra sem eru fylgjandi borgaralaunum undir þrítugu. Innlent 22.6.2023 11:04 Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ætlar að víkja fyrir yngra fólki Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða að veita Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingarinnar lausn frá næstu áramótum. Hann segir kominn tíma til að draga sig í hlé og að hleypa nýju og fersku fólki að. Innlent 22.6.2023 10:33 Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. Innlent 22.6.2023 09:46 Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Innlent 22.6.2023 08:46 Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. Innlent 22.6.2023 07:45 Kristján í Hvalnum kallar Svandísi öfgafullan kommúnista Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir að ákvörðun matvælaráðherra um að setja tímabundið bann á veiðar á langreyðum hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Innlent 22.6.2023 07:08 Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. Innlent 22.6.2023 06:45 Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 21.6.2023 23:51 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. Innlent 21.6.2023 22:48 « ‹ ›
Hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt heilbrigðisráðherra til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðherra í samskiptum þeirra. Hann segir ráðherra hafa beitt hann óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu af hans hálfu. Innlent 22.6.2023 20:00
Starfsbrautir í MR og Kvennó og öllum boðin skólavist í dag Stjórnarráðið tilkynnti í dag að Menntaskólinn í Reykjavík auk Kvennaskólans komi til með að bjóða upp á nám á starfsbraut næsta haust. Í tilkynningu segir að allir umsækjendur um nám á starfsbraut muni fá boð um skólavist í dag. Innlent 22.6.2023 19:34
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum kynnum við okkur aðstæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem forstjórinn sakar stjórnvöld um að svelta stofnunina fjárhagslega. Hann hefur einnig óskað eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra gagnvart honum þegar heffur upplýst þá um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýnt stjórnvöld. Hann hafi verið verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu. Innlent 22.6.2023 18:29
Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Innlent 22.6.2023 17:41
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Innlent 22.6.2023 16:28
Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. Innlent 22.6.2023 16:04
Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi. Innlent 22.6.2023 15:30
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. Innlent 22.6.2023 14:45
Kristján sé rökþrota og staðfesti niðurstöðu um hvalveiðar Fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráði um velferð dýra vísar ásökunum um vanhæfi sitt á bug. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir álit fagráðsins hluta af leikriti sem sett var upp af matvælaráðherra. Innlent 22.6.2023 14:41
Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. Innlent 22.6.2023 14:36
Sólarvörn líka mikilvæg þegar sólin skín ekki Geislavarnir ríkisins vekja athygli á mikilvægi notkunar sólarvarnar á núlíðandi mánuðum. Útfjólubláir geislar séu helsta orsök húðkrabbameins og geisli líka þegar skýjað er. Innlent 22.6.2023 14:17
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. Innlent 22.6.2023 13:01
Svandís situr fyrir svörum á morgun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun sitja fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun á opnum fundi vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. Innlent 22.6.2023 12:57
Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Innlent 22.6.2023 12:51
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Innlent 22.6.2023 12:41
Fólk þurfi að átta sig á stærð verkefnisins Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum. Innlent 22.6.2023 12:25
Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. Innlent 22.6.2023 12:01
Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. Innlent 22.6.2023 11:58
Reykjanesbær látinn sitja einn í súpunni Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. Innlent 22.6.2023 11:40
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við umhverfisráðherra en Loftslagsráð skilað á dögunum skýrslu þar sem segir að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Innlent 22.6.2023 11:35
„Fólk á ekki að láta bjóða sér svona dellu“ Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, segir áfengissölu Costco algera lögleysu og hann væri búinn að klippa Costco-kortið sitt – ef hann ætti það. Innlent 22.6.2023 11:18
Yngra og tekjuminna fólk hlynntara borgaralaunum Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að tveir af hverjum fimm eru hlynntir hugmyndinni um úthlutun borgaralauna á Íslandi. Þá sé meirihluti þeirra sem eru fylgjandi borgaralaunum undir þrítugu. Innlent 22.6.2023 11:04
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ætlar að víkja fyrir yngra fólki Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða að veita Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingarinnar lausn frá næstu áramótum. Hann segir kominn tíma til að draga sig í hlé og að hleypa nýju og fersku fólki að. Innlent 22.6.2023 10:33
Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. Innlent 22.6.2023 09:46
Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Innlent 22.6.2023 08:46
Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. Innlent 22.6.2023 07:45
Kristján í Hvalnum kallar Svandísi öfgafullan kommúnista Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir að ákvörðun matvælaráðherra um að setja tímabundið bann á veiðar á langreyðum hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Innlent 22.6.2023 07:08
Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. Innlent 22.6.2023 06:45
Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 21.6.2023 23:51
Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. Innlent 21.6.2023 22:48