Innlent

Lög­regla skoðar upp­tökur af á­rásinni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skoðar nú mynd­bands­upp­tökur skemmti­staðarins þar sem maður lést eftir líkams­á­rás í mið­borg Reykja­víkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna.

Innlent

Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina

Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um mál manns sem lést eftir líkamsárás á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Maður sem grunaður er um árásina hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Innlent

Maðurinn sem lést var frá Litáen

Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 

Innlent

Svona leit Kefla­víkur­flug­völlur út árið 1982

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag.

Innlent

Ætla að gera til­raunir með göngu­götu á Ísa­firði

Bæjar­ráð Ísa­fjarðar­bæjar vill gera til­raunir með að gera Hafnar­stræti í Skutuls­firði að göngu­götu á þeim dögum sem margir far­þegar skemmti­skipa eru í bænum. For­maður bæjar­ráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrir­komu­lag nokkra daga strax í sumar.

Innlent

Reyndi að sparka og bíta í lög­reglu­menn

Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Innlent

Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju

Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hreint ótrúlega atburðarás í Rússlandi síðastliðinn sólarhring. Málaliðahópur sem hafði lýst því yfir að steypa ætti Vladimír Pútín forseta af stóli virðist hættur við, og hefur málaliðum sem sóttu að Moskvu verið snúið við af leiðtoga hópsins. Við förum ítarlega í málið í fréttatímanum og ræðum við utanríkisráðherra.

Innlent

Tveir knapar reknir úr lands­liðs­hópnum

Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína.

Innlent

„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 

Innlent

Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll.

Innlent

Kindum beitt á ör­foka land í Krýsu­vík

Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt.

Innlent