Innlent Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. Innlent 25.6.2023 16:33 Brottrekstur landsliðsknapa: „Hann veit allt um málið“ Brottrekstur knapans Konráðs Vals Sveinssonar úr landsliði í hestaíþróttum kom eftir ákeyrslu á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Innlent 25.6.2023 16:00 Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25.6.2023 14:47 Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Innlent 25.6.2023 13:35 Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Innlent 25.6.2023 12:03 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um mál manns sem lést eftir líkamsárás á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Maður sem grunaður er um árásina hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 25.6.2023 11:51 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Innlent 25.6.2023 10:11 Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. Innlent 25.6.2023 10:01 Bjargað þar sem hún hékk á varadekki í Markarfljóti Björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar komu konu til bjargar í Markarfljóti í morgun eftir að bíll hennar lenti í fljótinu. Innlent 25.6.2023 09:56 Sprengisandur: Rússland, útlendingamál og hvalveiðar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 25.6.2023 09:30 Ólafur Laufdal veitingamaður er látinn Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs. Innlent 25.6.2023 09:17 Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar. Innlent 25.6.2023 08:46 Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Innlent 25.6.2023 07:44 Óttaðist að hann væri boðberi krabbameins: „Þetta er endurtekning á öllu“ Fimm barna faðir og ekkill sem missti eiginkonu sína úr krabbameini segist á tímabili hafa haldið að hann smitaði fólk í kringum sig af krabbameini. Hann styður nú kærustu sína í gegnum krabbameinsmeðferð en auk konu sinnar hefur hann á örfáum árum misst foreldra, tengdaforeldri og vini úr sjúkdómnum skæða. Innlent 25.6.2023 07:00 Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. Innlent 25.6.2023 06:46 Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. Innlent 24.6.2023 23:49 Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Innlent 24.6.2023 21:36 Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2023 20:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hreint ótrúlega atburðarás í Rússlandi síðastliðinn sólarhring. Málaliðahópur sem hafði lýst því yfir að steypa ætti Vladimír Pútín forseta af stóli virðist hættur við, og hefur málaliðum sem sóttu að Moskvu verið snúið við af leiðtoga hópsins. Við förum ítarlega í málið í fréttatímanum og ræðum við utanríkisráðherra. Innlent 24.6.2023 18:13 Dorrit fagnar hvalveiðibanninu og lýsir eigin reynslu af dýrunum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er ánægð með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva hvalveiðar. Hún segir þó rétt að greiða hvalveiðimönnum bætur. Innlent 24.6.2023 17:31 Munu krefjast gæsluvarðhalds vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Innlent 24.6.2023 16:35 Sævar kosinn formaður Hugarafls Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur verið kosinn formaður aðalstjórnar samtakanna Hugarafls. Sævar starfar sem lögmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 24.6.2023 16:27 „Augljóst að eitthvað er að gerast og virðist vera nokkuð alvarlegt“ Utanríkisráðherra fylgist grannt með framvindu mála í Rússlandi og metur stöðuna klukkustund frá klukkustund. Hún segir stöðuna ekki koma á óvart þar sem þetta hafi verið ein af þeim sviðsmyndum sem hafi verið teiknaðar upp. Þó sé enn óljóst að leggja mat á hvað raunverulega sé að gerast. Innlent 24.6.2023 16:13 Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Innlent 24.6.2023 13:38 Íslendingar í Rússlandi láti vita af sér Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Rússlandi til þess að hafa samband og láta vita af sér vegna ástandsins í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 24.6.2023 12:52 „Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Innlent 24.6.2023 11:42 Brautskráningar Háskóla Íslands Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll. Innlent 24.6.2023 09:31 Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. Innlent 24.6.2023 07:32 Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Innlent 24.6.2023 06:46 Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Innlent 23.6.2023 22:44 « ‹ ›
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. Innlent 25.6.2023 16:33
Brottrekstur landsliðsknapa: „Hann veit allt um málið“ Brottrekstur knapans Konráðs Vals Sveinssonar úr landsliði í hestaíþróttum kom eftir ákeyrslu á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Innlent 25.6.2023 16:00
Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25.6.2023 14:47
Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Innlent 25.6.2023 13:35
Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Innlent 25.6.2023 12:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um mál manns sem lést eftir líkamsárás á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Maður sem grunaður er um árásina hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 25.6.2023 11:51
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Innlent 25.6.2023 10:11
Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. Innlent 25.6.2023 10:01
Bjargað þar sem hún hékk á varadekki í Markarfljóti Björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar komu konu til bjargar í Markarfljóti í morgun eftir að bíll hennar lenti í fljótinu. Innlent 25.6.2023 09:56
Sprengisandur: Rússland, útlendingamál og hvalveiðar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 25.6.2023 09:30
Ólafur Laufdal veitingamaður er látinn Ólafur Grétar Laufdal Jónsson veitingamaður lést í gær 78 ára að aldri. Þetta staðfestir fjölskylda Ólafs. Innlent 25.6.2023 09:17
Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar. Innlent 25.6.2023 08:46
Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Innlent 25.6.2023 07:44
Óttaðist að hann væri boðberi krabbameins: „Þetta er endurtekning á öllu“ Fimm barna faðir og ekkill sem missti eiginkonu sína úr krabbameini segist á tímabili hafa haldið að hann smitaði fólk í kringum sig af krabbameini. Hann styður nú kærustu sína í gegnum krabbameinsmeðferð en auk konu sinnar hefur hann á örfáum árum misst foreldra, tengdaforeldri og vini úr sjúkdómnum skæða. Innlent 25.6.2023 07:00
Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. Innlent 25.6.2023 06:46
Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. Innlent 24.6.2023 23:49
Grímseyingar þoka smíði kirkjunnar af stað að nýju Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Innlent 24.6.2023 21:36
Látinn eftir líkamsárás í miðborginni Karlmaður á þrítugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í miðborginni í nótt, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2023 20:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hreint ótrúlega atburðarás í Rússlandi síðastliðinn sólarhring. Málaliðahópur sem hafði lýst því yfir að steypa ætti Vladimír Pútín forseta af stóli virðist hættur við, og hefur málaliðum sem sóttu að Moskvu verið snúið við af leiðtoga hópsins. Við förum ítarlega í málið í fréttatímanum og ræðum við utanríkisráðherra. Innlent 24.6.2023 18:13
Dorrit fagnar hvalveiðibanninu og lýsir eigin reynslu af dýrunum Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er ánægð með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva hvalveiðar. Hún segir þó rétt að greiða hvalveiðimönnum bætur. Innlent 24.6.2023 17:31
Munu krefjast gæsluvarðhalds vegna alvarlegrar líkamsárásar Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás í miðborginni í nótt og verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Innlent 24.6.2023 16:35
Sævar kosinn formaður Hugarafls Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur verið kosinn formaður aðalstjórnar samtakanna Hugarafls. Sævar starfar sem lögmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 24.6.2023 16:27
„Augljóst að eitthvað er að gerast og virðist vera nokkuð alvarlegt“ Utanríkisráðherra fylgist grannt með framvindu mála í Rússlandi og metur stöðuna klukkustund frá klukkustund. Hún segir stöðuna ekki koma á óvart þar sem þetta hafi verið ein af þeim sviðsmyndum sem hafi verið teiknaðar upp. Þó sé enn óljóst að leggja mat á hvað raunverulega sé að gerast. Innlent 24.6.2023 16:13
Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Innlent 24.6.2023 13:38
Íslendingar í Rússlandi láti vita af sér Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Rússlandi til þess að hafa samband og láta vita af sér vegna ástandsins í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 24.6.2023 12:52
„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Innlent 24.6.2023 11:42
Brautskráningar Háskóla Íslands Alls brautskrást 2.832 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri. Vísir streymir frá brautskráningunni sem haldin er í Laugardalshöll. Innlent 24.6.2023 09:31
Fluttur þungt haldinn á spítala eftir hættulega líkamsárás á skemmtistað Lögreglan handtók einstakling eftir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var brotaþoli fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og liggur þungt haldinn á spítala. Innlent 24.6.2023 07:32
Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Innlent 24.6.2023 06:46
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. Innlent 23.6.2023 22:44