Innlent

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu

Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Innlent

Gjald­skylda hafin á bíla­stæðunum við gossvæðið

Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið.

Innlent

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Innlent

Mikil­­vægt að færa fókus á ger­endur of­beldis

Stöðug ásókn er í þjónustu Stígamóta. Talskona segir áríðandi að ná sem fyrst til bæði þolenda og gerenda. Samtökin skipuleggja ráðstefnu í haust þar sem ítarlega verður fjallað um gerendur kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. 

Innlent

Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið

Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti.

Innlent

Hnífa­maður gengur enn laus

Maður sem stakk annan mann á Lauga­vegi í mið­borg Reykja­víkur í byrjun síðustu viku er enn ó­fundinn. Lög­regla segir það ó­venju­legt en vill ekki gefa upp nánari upp­lýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rann­sókn lög­reglu á mann­drápi á skemmti­staðnum Lúx langt komin.

Innlent

Kvikan ólgar og iðar í sumar­nætur­rökkrinu

Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega.

Innlent

Ó­­þefur í Ólafs­­firði „há­­tíð“ miðað við það sem áður var

Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði.

Innlent

Flug­slysið hoggið stórt skarð í lítinn starfs­manna­hóp

Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannes­dóttir spen­dýra­fræðingur og Skarp­héðinn G. Þóris­son líf­fræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnús­son, flugmaður vélarinnar.

Innlent

Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir

Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði.

Innlent

Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu

Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum.

Innlent

Met í komum skemmti­ferða­skipa til Ísa­fjarðar

Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í eldgosinu á Reykjanesi. Fólk hefur streymt að gosinu í dag, misjafnvel vel búið til langrar göngu þótt veðrið sé gott. En um tuttugu kílametra ganga er fram og til baka að gosinu frá bílastæðinu við Suðurstrandarveg.

Innlent

„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“

Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað.

Innlent

Ummæli um vælandi kerlingar og byrlanir bættu gráu ofan á svart

Áminning sem var veitt lögreglukonu sem gerði lítið úr þolendum kynferðisbrota og meðlimum Öfga á Facebook var í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi lögreglukonuna ekki eiga rétt á miskabótum vegna áminningarinnar og breytingar á starfi hennar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli lögreglukonunnar um vælandi kerlingar og byrlanir höfðu áhrif á niðurstöðu dómsins.

Innlent