Innlent

Ger­enda­­með­­virkni og normalí­­seríng grasseri enn

Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn.

Innlent

Banda­rískur kjarn­orku­kaf­bátur við Ís­land

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn.

Innlent

Guð­rún Sesselja skipuð héraðs­dómari

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.

Innlent

Tvö burðar­dýr fá þunga dóma

Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í lögreglustjóranum á Suðurnesjum en ákveðið var í morgun að opna að nýju fyrir aðgang almennings að gosstöðvunum við Litla-Hrút. 

Innlent

Stefán Ey­steinn Sigurðs­son er látinn

Framkvæmdastjórinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Stefán Eysteinn Sigurðsson varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. júlí síðastliðinn. Stefán var 51 árs að aldri, fæddur 3. júní árið 1972.

Innlent

Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda

„Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana.

Innlent

Skorar á Ás­mund Einar að mæta sér í sjón­varpi

Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið.

Innlent

Loki frá Selfossi allur

Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott.

Innlent

Nóró loka­niður­staðan og endur­greiða veikum gestum

Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum sýnum við stórkostlegar myndir frá því þegar gígurinn á Reykjanesi brast og glóandi hraunið streymdi fram. Einnig myndir af fólki sem stóð upp við gíginn skömmu áður en hann brast en lögregla náði með harðfylgi að reka burt frá gígnum. Hraunflóðið tekur nú nýja stefnu og spurning hvaða áhrif það hefur.

Innlent

Eftir­lýstur maður hljóp 400 metra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum í Reykjavík í dag, það er hverfi 105. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hlemm en við eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur og átti að hefja afplánun.

Innlent