Innlent Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Innlent 10.8.2023 10:59 Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. Innlent 10.8.2023 10:40 Skipulagsfulltrúi samþykkir breytingar á Landakotsreit Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Breytingin mun greiða fyrir byggingu sparkvallar á Landakotstúni. Innlent 10.8.2023 08:07 Fjárfestingar á öryggissvæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra Kostnaður við rekstur og fjárfestingar Íslendinga og Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ námu samtals rúmlega 5,6 milljörðum króna í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna var 2,9 milljarðar, hlutur Íslands 2,7 milljarðar en fjárfesting Nató nam aðeins 53 milljónum króna. Innlent 10.8.2023 06:50 Covid gerir sjúklingum og starfsfólki enn lífið leitt Covid heldur áfram að gera starfsfólki Landspítalans og sjúklingum lífið leitt að sögn formanns farsóttanefndar Landspítalans. Ekki er lengur haldið bókhald yfir fjölda Covid smita á spítalanum en faraldur er á fimm til sex legudeildum. Innlent 10.8.2023 06:46 Fjórir handteknir vegna þjófnaða í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér. Innlent 10.8.2023 06:26 Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 22:53 Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Innlent 9.8.2023 21:59 Komin heim þremur dögum á eftir áætlun Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. Innlent 9.8.2023 21:56 Rúta brann í Kömbunum Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið. Innlent 9.8.2023 21:46 Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Innlent 9.8.2023 20:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01 Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Innlent 9.8.2023 17:15 Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. Innlent 9.8.2023 15:59 Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og væntanlegir íbúar Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson tóku í dag fyrstu skóflustungu að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6. Innlent 9.8.2023 15:22 Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. Innlent 9.8.2023 14:34 Ekkert mál að græja hjólastólapall fyrir næstu Þjóðhátíð Formaður Þjóðhátíðarnefndar tekur vel í hugmyndir manns, sem mætti í hjólastól í Herjólfsdal um helgina, og heitir því að bæta aðgengi fyrir næstu hátíð. Innlent 9.8.2023 14:00 „Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. Innlent 9.8.2023 13:50 Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9.8.2023 12:13 Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Innlent 9.8.2023 12:07 Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Innlent 9.8.2023 12:04 Hádegisfréttir Bylgjunnar Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir eðlilegt að skoða hugmyndir um að setja svokallaðan hvalrekaskatt til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Við ræðum við hann í fréttatímanum. Innlent 9.8.2023 11:43 Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. Innlent 9.8.2023 11:40 Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. Innlent 9.8.2023 10:11 Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9.8.2023 08:49 Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. Innlent 9.8.2023 07:18 Ógnandi hegðun á almannafæri og líkamsárás með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær eftir að hann sýndi „ógnandi hegðun á almannafæri“. Fór maðurinn ekki að fyrirmælum lögreglu og sagðist meðal annars geta lamið lögreglumenn. Innlent 9.8.2023 06:30 Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. Innlent 8.8.2023 21:55 „Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Innlent 8.8.2023 20:37 Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. Innlent 8.8.2023 20:07 « ‹ ›
Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Innlent 10.8.2023 10:59
Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. Innlent 10.8.2023 10:40
Skipulagsfulltrúi samþykkir breytingar á Landakotsreit Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Breytingin mun greiða fyrir byggingu sparkvallar á Landakotstúni. Innlent 10.8.2023 08:07
Fjárfestingar á öryggissvæðinu námu 5,6 milljörðum í fyrra Kostnaður við rekstur og fjárfestingar Íslendinga og Bandaríkjamanna á öryggissvæðinu í Reykjanesbæ námu samtals rúmlega 5,6 milljörðum króna í fyrra. Hlutur Bandaríkjanna var 2,9 milljarðar, hlutur Íslands 2,7 milljarðar en fjárfesting Nató nam aðeins 53 milljónum króna. Innlent 10.8.2023 06:50
Covid gerir sjúklingum og starfsfólki enn lífið leitt Covid heldur áfram að gera starfsfólki Landspítalans og sjúklingum lífið leitt að sögn formanns farsóttanefndar Landspítalans. Ekki er lengur haldið bókhald yfir fjölda Covid smita á spítalanum en faraldur er á fimm til sex legudeildum. Innlent 10.8.2023 06:46
Fjórir handteknir vegna þjófnaða í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi í gær sem grunaður er um þjófnað. Var hann staðinn að því að fela verkfæri í runna og gat hvorki gert grein fyrir sér né var með nokkur skilríki á sér. Innlent 10.8.2023 06:26
Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 22:53
Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Innlent 9.8.2023 21:59
Komin heim þremur dögum á eftir áætlun Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. Innlent 9.8.2023 21:56
Rúta brann í Kömbunum Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið. Innlent 9.8.2023 21:46
Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Innlent 9.8.2023 20:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01
Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Innlent 9.8.2023 17:15
Lyklamaðurinn fékk 45 daga fangelsisdóm Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa unnið skemmdarverk á tveimur bílum í bænum í febrúar með því að rispa lakk bílanna með húslyklum. Innlent 9.8.2023 15:59
Fyrsta skóflustungan að sérhönnuðu húsi fyrir fatlað fólk í Brekknaási Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og væntanlegir íbúar Sólveig Ragnarsdóttir, Aníta Sól Sveinsdóttir, Garðar Reynisson og Björn Eggert Gústafsson tóku í dag fyrstu skóflustungu að byggingu sex íbúða húss við Brekknaás 6. Innlent 9.8.2023 15:22
Sér sig knúinn til að minna trymbil á nokkrar staðreyndir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sér sig knúinn til að minna á nokkrar staðreyndir í opnu bréfi til Einars Scheving trymbils. Kári segist með því að hafa tjáð sig frjálslega í hlaðvarpi á dögunum gefið fólki eins og Einari tækifæri til að snúa út úr orðum sínum og endurtaka skoðanir sem samrýmist illa. Hann segist dást að Einari fyrir að að tjá skoðanir sínar á máli sem hann hafi enga sérþekkingu á. Innlent 9.8.2023 14:34
Ekkert mál að græja hjólastólapall fyrir næstu Þjóðhátíð Formaður Þjóðhátíðarnefndar tekur vel í hugmyndir manns, sem mætti í hjólastól í Herjólfsdal um helgina, og heitir því að bæta aðgengi fyrir næstu hátíð. Innlent 9.8.2023 14:00
„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. Innlent 9.8.2023 13:50
Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9.8.2023 12:13
Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Innlent 9.8.2023 12:07
Botnar ekkert í háværum orðrómi um að Fiskidagurinn snúi ekki aftur Orðrómur um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík í ár verði sá síðasti er óskiljanlegur, að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan hann kom og segist spenntur að geta loksins haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíðarinnar, tuttugu og þremur árum eftir stofnun hennar. Innlent 9.8.2023 12:04
Hádegisfréttir Bylgjunnar Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir eðlilegt að skoða hugmyndir um að setja svokallaðan hvalrekaskatt til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Við ræðum við hann í fréttatímanum. Innlent 9.8.2023 11:43
Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. Innlent 9.8.2023 11:40
Bilaður bíll og umferð hleypt í gegn til skiptis Hvalfjarðargöngin voru lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun vegna bilaðs bíls. Umferð er nú hleypt í gegnum göngin til skiptis. Innlent 9.8.2023 10:11
Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Innlent 9.8.2023 08:49
Rauði krossinn sekur um kynbundna mismunun Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rauði kross Íslands hafi brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar laun karls sem starfaði hjá samtökunum hækkuðu umfram laun konu sem sinnti áþekkum störfum. Innlent 9.8.2023 07:18
Ógnandi hegðun á almannafæri og líkamsárás með hamri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær eftir að hann sýndi „ógnandi hegðun á almannafæri“. Fór maðurinn ekki að fyrirmælum lögreglu og sagðist meðal annars geta lamið lögreglumenn. Innlent 9.8.2023 06:30
Gáfust upp á troðningi og skora á Eyjamenn Dagur Steinn Elfu Ómarsson skorar á forsvarsmenn Þjóðhátíðar að bæta aðstöðu fyrir þá sem mæta á hátíðina í hjólastól. Dagur og tveir starfsmenn hans gáfust upp á troðningnum í dalnum og fóru heim fyrir síðasta kvöldið. Innlent 8.8.2023 21:55
„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. Innlent 8.8.2023 20:37
Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. Innlent 8.8.2023 20:07