Innlent Hefur 111 sinnum komið við sögu lögreglu en fer ekki í nálgunarbann Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skuli sæta nálgunarbanni. Innlent 15.9.2023 17:07 Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Innlent 15.9.2023 16:55 Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Innlent 15.9.2023 16:11 Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. Innlent 15.9.2023 16:08 Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna. Innlent 15.9.2023 15:33 Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 15.9.2023 15:12 Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Innlent 15.9.2023 14:51 Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. Innlent 15.9.2023 14:43 Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Innlent 15.9.2023 14:35 Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. Innlent 15.9.2023 13:40 Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. Innlent 15.9.2023 12:59 Matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja á Íslandi Íslensk matvælaframleiðsla á undir högg að sækja að sögn ungs kúabónda. Síðustu ár hafi stjórnvöld markvisst grafið undan framleiðslunni. Innlent 15.9.2023 12:04 Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. Innlent 15.9.2023 12:04 Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Innlent 15.9.2023 12:02 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um greinargerðir nokkurra sérfræðinga sem kynntar voru í ríkisstjórn nú í morgun. Innlent 15.9.2023 11:36 Tillögur að breyttri stjórnarskrá: Alþingismenn staðfesti ekki endanlega eigin kjörbréf Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. Innlent 15.9.2023 11:27 „Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“ Landsmenn minnast íþróttafréttamannsins og knattspyrnukappans fyrrverandi Bjarna Felixsonar með mikilli hlýju. Bjarni var fastagestur á skjám og í útvarpi landsmanna um árabil. Hann tók hlutverk sitt alvarlega þótt alltaf hafi verið stutt í húmorinn. Liverpool birti mynd af Bjarna Fel í gær á tímamótadegi í sögu félagsins. Innlent 15.9.2023 11:15 Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Innlent 15.9.2023 11:00 Háskóli Íslands fær háa sekt vegna eftirlitsmyndavéla Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans. Innlent 15.9.2023 10:04 Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni klukkan 9:30 þegar að meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Steiney Skúladóttir leikkona flytja svokallaða lýðræðisgusu eða setningarræðu. Innlent 15.9.2023 09:02 Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld. Innlent 15.9.2023 09:02 Kirkjugarðurinn að fyllast og verið að undirbúa næstu skref Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð skoða nú hvar best sé að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli er við það að fyllast. Stækkunarmöguleikar eru ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Innlent 15.9.2023 08:01 Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. Innlent 15.9.2023 07:42 Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. Innlent 15.9.2023 07:01 Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Innlent 15.9.2023 06:48 Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. Innlent 14.9.2023 22:45 „Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi“ Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin. Innlent 14.9.2023 21:59 Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Innlent 14.9.2023 21:59 „Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“ Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi. Innlent 14.9.2023 21:00 Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. Innlent 14.9.2023 20:43 « ‹ ›
Hefur 111 sinnum komið við sögu lögreglu en fer ekki í nálgunarbann Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að maður skuli sæta nálgunarbanni. Innlent 15.9.2023 17:07
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Innlent 15.9.2023 16:55
Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Innlent 15.9.2023 16:11
Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. Innlent 15.9.2023 16:08
Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna. Innlent 15.9.2023 15:33
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 15.9.2023 15:12
Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Innlent 15.9.2023 14:51
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. Innlent 15.9.2023 14:43
Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Innlent 15.9.2023 14:35
Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. Innlent 15.9.2023 13:40
Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. Innlent 15.9.2023 12:59
Matvælaframleiðsla eigi undir högg að sækja á Íslandi Íslensk matvælaframleiðsla á undir högg að sækja að sögn ungs kúabónda. Síðustu ár hafi stjórnvöld markvisst grafið undan framleiðslunni. Innlent 15.9.2023 12:04
Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá. Innlent 15.9.2023 12:04
Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Innlent 15.9.2023 12:02
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um greinargerðir nokkurra sérfræðinga sem kynntar voru í ríkisstjórn nú í morgun. Innlent 15.9.2023 11:36
Tillögur að breyttri stjórnarskrá: Alþingismenn staðfesti ekki endanlega eigin kjörbréf Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. Innlent 15.9.2023 11:27
„Ég er fréttamaður en ekki einhver spákelling“ Landsmenn minnast íþróttafréttamannsins og knattspyrnukappans fyrrverandi Bjarna Felixsonar með mikilli hlýju. Bjarni var fastagestur á skjám og í útvarpi landsmanna um árabil. Hann tók hlutverk sitt alvarlega þótt alltaf hafi verið stutt í húmorinn. Liverpool birti mynd af Bjarna Fel í gær á tímamótadegi í sögu félagsins. Innlent 15.9.2023 11:15
Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Innlent 15.9.2023 11:00
Háskóli Íslands fær háa sekt vegna eftirlitsmyndavéla Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans. Innlent 15.9.2023 10:04
Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni klukkan 9:30 þegar að meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Steiney Skúladóttir leikkona flytja svokallaða lýðræðisgusu eða setningarræðu. Innlent 15.9.2023 09:02
Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld. Innlent 15.9.2023 09:02
Kirkjugarðurinn að fyllast og verið að undirbúa næstu skref Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð skoða nú hvar best sé að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli er við það að fyllast. Stækkunarmöguleikar eru ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Innlent 15.9.2023 08:01
Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. Innlent 15.9.2023 07:42
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. Innlent 15.9.2023 07:01
Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Innlent 15.9.2023 06:48
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. Innlent 14.9.2023 22:45
„Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi“ Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin. Innlent 14.9.2023 21:59
Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Innlent 14.9.2023 21:59
„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“ Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi. Innlent 14.9.2023 21:00
Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. Innlent 14.9.2023 20:43